Fréttir

15. desember 2023

Íran: Kynferð­isof­beldi gegn mótmæl­endum

Örygg­is­sveitir í Íran nauðguðu og beittu öðru kynferð­isof­beldi, sem jafn­gildir pynd­ingum og annarri illri meðferð, til að ógna og refsa frið­sömum mótmæl­endum árið 2022 í uppreisn­inni, „Konur, Líf, Frelsi”, samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty Internati­onal.

Skýrslan, sem er 120 blað­síður að lengd, greinir í smáat­riðum frá skelfi­legum þolraunum 45 þolenda. Á meðal þeirra eru 26 karl­menn, 12 konur og sjö börn sem sættu nauðg­unum, hópnauðg­unum og annars konar kynferð­isof­beldi af hálfu full­trúa örygg­is­sveita og leyni­þjón­ustu Íran. Ofbeldið átti sér stað í kjölfar geðþótta­hand­töku vegna mótmæla gegn áratuga­langri kúgun og rótgró­inni kynjam­is­munun. Írönsk stjórn­völd hafa til þessa dags ekki ákært eða sótt nokkurn opin­beran full­trúa til saka fyrir þær nauðg­anir eða annað kynferð­isof­beldi sem greint er frá í skýrslu Amnesty Internati­onal.

Börn meðal þolenda

„Rann­sókn okkar sýnir hvernig full­trúar innan leyni­þjón­ust­unnar og örygg­is­sveita í Íran nauðguðu og beittu öðru kynferð­isof­beldi í þeim tilgangi að pynda, refsa og valda mótmæl­endum varan­legum líkam­legum og sálrænum skaða. Á meðal þolenda eru börn allt niður í 12 ára aldur. Átak­an­legir vitn­is­burðir, sem við höfum safnað saman, benda til þess að írönsk yfir­völd beiti kynferð­isof­beldi sem vopni til að bæla niður mótmæli og andóf í þeim tilgangi að viðhalda völdum með öllum tiltækum ráðum.“

Agnés Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Þolendur fá ekki stuðning eða skaða­bætur, refsi­leysi er algert, þögg­un­ar­til­burðir fyrir­ferða­miklir og sár þolenda eru djúp.

Þolendur voru konur og stúlkur sem höfðu tekið af sér höfuðslæðu í mótmæla­skyni, auk karl­manna og drengja sem fóru á götur út til að mótmæla kynjam­is­munun og kúgun sem viðgengist hafa í landinu í marga áratugi.

Erfitt er að áætla útbreiðslu kynferð­isof­beldis í þessari uppreisn gegn kynjam­is­munun þar sem ótti við hefndarað­gerðir leiðir oftast til þess að færri greinar frá því en ella. Engu að síður gefa ítar­legar skrán­ingar Amnesty Internati­onal á 45 málum, í rúmlega helm­ingi allra héraða í Íran, auk frásagna þolenda og fyrrum fanga um nauðg­anir og annað kynferð­isof­beldi í varða­haldi, til kynna að umrædd mann­rétt­inda­brot séu hluti af stærra mynstri.

Amnesty Internati­onal deildi niður­stöðum rann­sóknar sinnar með írönskum stjórn­völdum þann 24. nóvember síðast­liðinn en hefur engin viðbrögð fengið.

„Er þetta ekki það sem þið eruð að biðja um með byltingunni“?

Sextán af 45 vitn­is­burðum þolenda sem Amnesty Internati­onal skrá­setti í skýrsl­unni fólu í sér nauðgun. Á meðal þolenda voru sex konur, sjö karl­menn, 14 ára stúlka og tveir 16 og 17 ára drengir. Sex þeirra, fjórar konur og tveir karl­menn, sættu hópnauðgun en þeim var nauðgað af allt að tíu karl­mönnum.

Full­trúar á vegum ríkisins nauðguðu konum og stúlkum í leggöng, enda­þarm og munn en karl­mönnum og drengjum var nauðgað eingöngu í enda­þarm. Þeim var nauðgað með viðar- og járn­kylfum, gler­flöskum, vatns­slöngum og/eða kynfærum og fingrum gerenda. Nauðg­an­irnar áttu sér stað á varð­halds­stöðvum og í lögreglu­bílum en einnig í skóla- og íbúð­ar­bygg­ingum sem breytt hafði verið með ólög­mætum hætti í varð­halds­stöðvar.

Farzad sem sætti hópnauðgun í sendi­bif­reið á vegum sérsveitar lögreglu sagði Amnesty Internati­onal eftir­far­andi:

Óein­kennisklæddir full­trúar þvinguðu okkur til að snúa að veggnum á bifreið­inni og gáfu okkur raflost í fæturna…Ég sætti pynd­ingum með barsmíðum…með þeim afleið­ingum  að nef og tennur brotnuðu. Þeir girtu buxurnar niður um mig og nauðguðu mér…ég var raun­veru­lega rifinn í sundur…ég kastaði oft upp og það blæddi úr enda­þarmi.“

Maryam, sem var hópn­augðað í varð­haldi á vegum bylt­ing­ar­varða Íran rifjaði upp það sem nauðg­arar hennar sögðu við hana:

Þið sækist í getn­að­arlim svo við skemmtum ykkur. Er þetta ekki það sem þið eruð að biðja um með bylt­ing­unni?“

Amnesty Internati­onal skráði einnig 29 vitn­is­burði þolenda sem sættu annars konar kynferð­isof­beldi en nauðgun. Það fól m.a. í sér að full­trúar á vegum ríkisins gripu í, káfuðu, börðu og spörkuðu í brjóst, kynfæri eða rass þolenda, þolendur voru neyddir til að afklæðast, jafnvel fyrir framan kvik­mynda­tökuvél, þeim var gefið raflost, stungið var með nál í eða ís settur á eistu karl­manna, hár kvenna var klippt eða þær dregnar á hárinu og þolendum og aðstand­endum þeirra var hótað nauðgun.

Annars konar pynd­ingar og ill meðferð fylgdu oft kynferð­isof­beldinu, m.a. barsmíðar, svipu­högg, raflost, þvinguð lyfja­gjöf, matar- eða vatns­skort og ómann­úð­legar aðstæðum í varð­haldi. Örygg­is­sveitir synjuðu einnig ítrekað þolendum um lækn­is­að­stoð m.a. meðferð fyrir áverka eftir nauðgun.

Engar leiðir að réttlæti innanlands

Mikill meiri­hluti þolenda tjáði Amnesty Internati­onal að þeir hefðu ekki lagt fram kæru eftir að þeim hafi verið sleppt úr haldi af ótta við skaða og að dóms­kerfið væri frekar leið yfir­valda til kúgunar en ekki skaða­bóta.

Sex þolendur sýndu ummerki um pynd­ingar eða kvörtuðu yfir ofbeldi í yfir­heyrslu hjá full­trúum frá skrif­stofu saksóknara á meðan þeir voru enn í varð­haldi en umkvart­anir þeirra voru huns­aðar.

Þrír þolendur lögðu fram form­lega kvörtun eftir að þeim var sleppt úr haldi. Tveir voru þving­aðir til að draga kvörtun sína til baka eftir að örygg­is­sveitir hótuðu að ræna og/eða drepa þá eða ættingja þeirra. Kvörtun þriðja þolandans var hunsuð svo mánuðum skipti og sagði hátt­settur embætt­is­maður að viðkom­andi hefði „mistúlkað“ líkams­leit sem kynferð­isof­beldi.

Amnesty Internati­onal rann­sakaði einnig opin­bert skjal sem lak út, dagsett 13. október 2022, og var birt í erlendum fjöl­miðli sama ár. Skjalið greinir frá því að yfir­völd hylmdu yfir ásak­anir tveggja ungra kvenna um nauðgun af full­trúum bylt­ing­ar­varða ríkisins sem áttu sér stað við mótmæli. Ríkis­sak­sóknari Teheran ráðlagði að skjalið yrði flokkað sem „algjört trún­að­armál“ og stakk upp á því að [málinu] yrði „lokað eftir því sem tímanum liði áfram.“

17 héruð í Íran þar sem Amnesty Internati­onal skrá­setti nauðg­anir og annað kynferðsof­beldi.

Í áfalli en þrá réttlæti

Konur, karl­menn og börn tjáðu Amnesty Internati­onal að þau væru enn að fást við líkamleg og andleg áföll í kjölfar nauðg­unar og annars kynferð­isof­beldis.

Móðir skóla­pilts sem var nauðgað sagði Amnesty Internati­onal að sonur sinn hafi tvisvar reynt að fremja sjálfsvíg í varð­haldi.

Mótmæl­andinn, Sahar, greindi frá því áfalli sem hún varð fyrir vegna kynferð­isof­beldis. Full­trúar örygg­is­sveitar fjar­lægðu fötin hennar fyrir utan nærbuxur, þukluðu á brjóstum hennar og kynfærum á meðan þeir hæddust að henni og hótuðu henni nauðgun. Hún sagði:

„Ég var vön að vera baráttu­kona í lífinu. Jafnvel þegar íslamska ríkið reyndi að brjóta mig niður þá hélt ég áfram. En undan­farið hef ég hugsað mikið um sjálfsvíg… ég er eins og mann­eskja sem bíður allan daginn eftir kvöldinu til að geta farið að sofa.“

Zahra, kona sem var nauðgað af full­trúum sérsveita lögregl­unnar lýsti langvar­andi, sálrænum afleið­ingum:

„Ég held ég verði aldrei sama mann­eskjan aftur. Það er ekkert sem getur fært mig til baka, til að færa sál mína til mín… ég vona að vitn­is­burður minn leiði til rétt­lætis og ekki aðeins fyrir sjálfa mig.“

Þar sem engar horfur eru á rétt­læti innan­lands þá ber alþjóða­sam­fé­laginu skylda til að standa með þolendum og kalla eftir því að rétt­lætið nái fram að ganga. Alþjóða­sam­fé­lagið verður að styðja fram­leng­ingu á tilskipun um óháða og sjálf­stæða rann­sókn­ar­nefnd á vegum Sameinuðu þjóð­anna um Íran til að tryggja áfram­hald­andi söfnun, varð­veislu og grein­ingu sönn­un­ar­gagna um brot á alþjóða­lögum og önnur gróf mann­rétt­inda­brot. Við skorum á ríki að hefja saka­mál­a­rann­sókn í eigin landi á hendur hinum grunuðu aðilum samkvæmt grund­vall­ar­reglu um alþjóð­lega lögsögu vegna brota á alþjóða­lögum, með alþjóð­lega hand­töku­skipan í huga.

 

Lestu einnig