Fréttir

28. janúar 2020

Íran: Ólög­mætar aðgerðir gegn mótmæl­endum

Mynd­bönd, ljós­myndir og frásagnir þolenda og vitna sem Amnesty Internati­onal hefur undir höndum stað­festa að íranskar örygg­is­sveitir hafa beitt ólög­mætum aðgerðum gegn frið­sömum mótmæl­endum víðs­vegar um Íran eftir að yfir­völd viður­kenndu að hafa skotið niður farþega­flugvél frá Úkraínu þann 8. janúar síðast­liðinn.

„Það er skelfi­legt að íranskar örygg­is­sveitir beiti ofbeldi gegn frið­sömum mótmæl­endum sem krefjast rétt­læti fyrir 176 farþega flug­vél­annar sem létust og fyrir að sýna reiði sína gagn­vart írönskum stjórn­völdum sem reyndu fyrst að hylma yfir málið,“

segir Philipp Luther, yfir­maður rann­sóknar- og aðgerða­deildar Miðaust­ur­landa og Norður-Afríku.

Ólögmætar aðgerðir

Frásagnir vitna og ljós­myndir sem eru í fórum Amnesty Internati­onal benda til þess að örygg­is­sveitir hafi skotið smákúlum á mótmæl­endur sem valda kvala­fullum áverkum og hafa margir þurft að gangast undir skurð­að­gerð til að fjar­lægja þær. Þessar smákúlur eru notaðar til að veiða smádýr og eru með öllu óvið­eig­andi í löggæslu.

„Það var svo mikið tárgas, ég var svo í miklu uppnámi og uggandi að ég áttaði mig ekki á því í fyrstu að ég hefði verið skotin. Örygg­is­sveit­ar­menn eltu mig þegar þeir sáu að ég var að taka upp  mótmælin og það var þá sem ég var skotin í fótlegginn með smákúlu. Ég er mjög verkjuð,“segir kona sem tók þátt í mótmælum í Tehran.

Fjöl­mörg mynd­bönd hafa einnig verið sann­reynd af Amnesty Internati­onal. Eitt af mynd­bönd­unum sýnir tvær særðar konur í Tehran liggj­andi á jörð­unni þar sem þeim blæðir. Annað mynd­band sýnir konu liggj­andi á jörð­unni í blóð­polli, vein­andi af sárs­auka. Fólk sem aðstoðar þær í mynd­bandinu talar um að þær hafi verið skotnar. Amnesty Internati­onal hefur þó ekki getað fundið út hvers konar skot­færi voru notuð.

Amnesty Internati­onal hefur að auki í fórum sínum tvær rönt­gen­myndir sem sýna smákúlur fastar í hnjá­liði hjá einum mótmæl­enda og í ökkla hjá öðrum. Einnig hefur Amnesty Internati­onal fengið skilaboð frá nokkrum særðum mótmæl­endum með myndum af sárum sínum  en þeir sögðust ekki hafa farið í meðferð á spítala til að láta fjar­lægja smákúl­urnar þrátt fyrir miklar kvalir, af ótta við hand­töku.

Örygg­is­sveitir og leyni­þjón­usta Írans hafa verið mikið inn á sjúkra­húsum sem veldur áhyggjum um hvort hand­taka eigi mótmæl­endur sem leita sér lækn­is­með­ferðar. Sumar lækna­stofur og sjúkrahús í Tehran hafa vísað særðum mótmæl­endum frá með þeim orðum að þeir verði hand­teknir ef örygg­is­sveitir og leyni­þjón­usta komist að því að þeir hafi verið að mótmæla.

Amnesty Internati­onal hefur upplýs­ingar um að í a.m.k. tveimur borgum Amol og Tehran, hafi stjórn­völd neitað að veita fjöl­skyldum upplýs­ingar um stað­setn­ingu einstak­linga sem hafa verið hand­teknir en það telst vera þvingað manns­hvarf og er glæpur samkvæmt alþjóða­lögum.

Bakgrunnur

Mótmæli hófust 11. janúar eftir að írönsk yfir­völd viður­kenndu að hafa óvart skotið niður úkraínska farþega­flugvél til að krefjast rétt­lætis og póli­tískra breyt­inga.

Þessi mótmæli koma í kjöl­farið á mótmælum sem fóru fram dagana 15. til 18. nóvember þar sem rúmlega 300 mótmæl­enda féllu og þúsundir einstak­linga voru hand­teknir í grimmi­legum aðgerðum íranskra stjórn­valda.

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að Mann­rétt­indaráð Sameinuðu þjóð­anna haldi sérstakan fund um Íran til að gerð verði rann­sókn á ólög­mætum aftökum á mótmæl­endum, hand­tökum, þving­uðum manns­hvörfum og pynd­ingum fanga sem hafa átt sér stað í Íran frá 15. nóvember síðast­liðnum.

Skrifaðu undir ákall Amnesty Internati­onal 

Lestu einnig