Íran

Íslensk stjórnvöld beiti sér á alþjóðavettvangi

Í Íran fer ástand mann­rétt­inda stöðugt versn­andi. Stjórn­völd brjóta á rétti borgara sinna til tján­ing­ar­frelsis, félaga- og funda­frelsis. Konur verða fyrir marg­vís­legri mismunun og þeim refsað fyrir að láta sjá sig opin­ber­lega án höfuðslæðu. Baráttu­konur fyrir mann­rétt­indum eru fang­els­aðar fyrir að mótmæla ástandinu með frið­sömum hætti. Pynd­ingum og annarri illri meðferð er beitt án þess að gerendur séu dregnir til ábyrgðar. Þá er dauðarefs­ingin enn lögleg í Íran, auk þess sem aftökur eru fram­kvæmdar án dóms og laga.

Blóðug herferð gegn mótmæl­endum

Að undan­förnu hafa yfir­völd í Íran staðið fyrir grimmi­legum aðgerðum í kjölfar mótmæla lands­manna sem brutust út þann 15. nóvember síðast­liðinn. Þúsundir mótmæl­enda hafa verið hand­teknir, auk blaða­manna, baráttu­fólks fyrir mann­rétt­indum og háskóla­nema til að koma í veg fyrir að þeir veki máls á þeirri miskunn­ar­lausu kúgun sem á sér stað í Íran.

Amnesty Internati­onal hefur tekið viðtöl við tugi einstak­linga sem hafa lýst því hvernig írönsk stjórn­völd, vegna mótmæl­anna, halda póli­tískum föngum í einangrun og beita þving­uðum manns­hvörfum, pynd­ingum og annarri illri meðferð.

Samkvæmt skýrslum Amnesty Internati­onal voru að minnsta kosti 304 myrtir og þúsundir særðust dagana 15. til 18. nóvember þegar yfir­völd leystu upp frið­samleg mótmæli með mann­skæðum aðgerðum. Írönsk yfir­völd hafa neitað að opin­bera tölur yfir fjölda látinna.

Frásagnir vitna og ættingja fórn­ar­lamba, upplýs­ingar frá mann­rétt­inda­sinnum og blaða­fólki utan Írans og mynd­bönd sem Amnesty Internati­onal hefur rann­sakað ítar­lega sýna skýrt  að örygg­is­sveitir hafa af ásettu ráði beitt skot­vopnum gegn óvopn­uðum mótmæl­endum sem engin ógn stafaði af. Meiri­hluti dauðs­falla sem Amnesty Internati­onal hefur rann­sakað voru af völdum byssu­skota í höfuð, háls og önnur lífs­nauð­synleg líffæri sem bendir til þess að örygg­is­sveitir hafi myrt mótmæl­endur af  ásettu ráði.

Sameinuðu þjóð­irnar hafa lýst því yfir að þær búi yfir upplýs­ingum sem benda til þess að að minnsta kosti 12 börn séu meðal hinna látnu. Samkvæmt rann­sóknum Amnesty Internati­onal eru þeirra á meðal hinn 15 ára gamli Mohammad Dastankhah sem var myrtur í Shiraz í Fars-héraði er hann gekk framhjá mótælum á leið heim úr skól­anum og hinn 17 ára gamli Alireza Nouri sem var myrtur í Shahriar í Teheran-héraði.

Skrifaðu undir núna og kallaðu eftir því að íslensk stjórn­völd veki athygli á stöðu mann­rétt­inda í Íran og krefjist aðgerða á alþjóða­vett­vangi!

+ Lesa meira

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.