Íran
Í Íran fer ástand mannréttinda stöðugt versnandi. Stjórnvöld brjóta á rétti borgara sinna til tjáningarfrelsis, félaga- og fundafrelsis. Konur verða fyrir margvíslegri mismunun og þeim refsað fyrir að láta sjá sig opinberlega án höfuðslæðu. Baráttukonur fyrir mannréttindum eru fangelsaðar fyrir að mótmæla ástandinu með friðsömum hætti. Pyndingum og annarri illri meðferð er beitt án þess að gerendur séu dregnir til ábyrgðar. Þá er dauðarefsingin enn lögleg í Íran, auk þess sem aftökur eru framkvæmdar án dóms og laga.
Blóðug herferð gegn mótmælendum
Að undanförnu hafa yfirvöld í Íran staðið fyrir grimmilegum aðgerðum í kjölfar mótmæla landsmanna sem brutust út þann 15. nóvember síðastliðinn. Þúsundir mótmælenda hafa verið handteknir, auk blaðamanna, baráttufólks fyrir mannréttindum og háskólanema til að koma í veg fyrir að þeir veki máls á þeirri miskunnarlausu kúgun sem á sér stað í Íran.
Amnesty International hefur tekið viðtöl við tugi einstaklinga sem hafa lýst því hvernig írönsk stjórnvöld, vegna mótmælanna, halda pólitískum föngum í einangrun og beita þvinguðum mannshvörfum, pyndingum og annarri illri meðferð.
Samkvæmt skýrslum Amnesty International voru að minnsta kosti 304 myrtir og þúsundir særðust dagana 15. til 18. nóvember þegar yfirvöld leystu upp friðsamleg mótmæli með mannskæðum aðgerðum. Írönsk yfirvöld hafa neitað að opinbera tölur yfir fjölda látinna.
Frásagnir vitna og ættingja fórnarlamba, upplýsingar frá mannréttindasinnum og blaðafólki utan Írans og myndbönd sem Amnesty International hefur rannsakað ítarlega sýna skýrt að öryggissveitir hafa af ásettu ráði beitt skotvopnum gegn óvopnuðum mótmælendum sem engin ógn stafaði af. Meirihluti dauðsfalla sem Amnesty International hefur rannsakað voru af völdum byssuskota í höfuð, háls og önnur lífsnauðsynleg líffæri sem bendir til þess að öryggissveitir hafi myrt mótmælendur af ásettu ráði.
Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að þær búi yfir upplýsingum sem benda til þess að að minnsta kosti 12 börn séu meðal hinna látnu. Samkvæmt rannsóknum Amnesty International eru þeirra á meðal hinn 15 ára gamli Mohammad Dastankhah sem var myrtur í Shiraz í Fars-héraði er hann gekk framhjá mótælum á leið heim úr skólanum og hinn 17 ára gamli Alireza Nouri sem var myrtur í Shahriar í Teheran-héraði.
Skrifaðu undir núna og kallaðu eftir því að íslensk stjórnvöld veki athygli á stöðu mannréttinda í Íran og krefjist aðgerða á alþjóðavettvangi!
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía
Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.

Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum

Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.

Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu