Skýrslur

1. september 2022

Íran/Tyrk­land: Skotið á fólk á flótta frá Afgan­istan við landa­mæri

Íranskar og tyrk­neskar örygg­is­sveitir hafa ítrekað þvingað afganskt fólk til að snúa aftur til Afgan­istan þegar það reynir að fara yfir landa­mærin í leit að öryggi. Meðal aðferða er að skjóta í átt að fólkinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Amnesty Internati­onal, „They don’t treat us like humans“. Einnig er greint frá fjölda tilfella, einkum á írönskum landa­mærum, þar sem örygg­is­sveitir skutu á fólk þegar það klifraði yfir veggi eða skreið undir grind­verk.

Afgansk fólk, sem tekst að komast yfir landa­mærin til Íran og Tyrk­lands, er ítrekað hand­tekið að geðþótta (þ.e. án lögmætrar ástæðu) eða sætir pynd­ingum eða annarri illri meðferð áður en það er þvingað til baka með ólög­mætum hætti.

Rannsókn Amnesty International

Rann­sak­endur Amnesty Internati­onal heim­sóttu Afgan­istan í mars 2022 og tóku viðtöl í borg­inni Herat og landa­mæra­bænum Islam Qala. Tekin voru 74 viðtöl við Afgana sem höfðu verið þving­aðir úr landi frá Íran og Tyrklandi. Af þeim sögðu 48 þeirra að skotið hefði verið í áttina að þeim þegar þeir reyndu að fara yfir landa­mærin. Enginn þeirra gat sótt um alþjóð­lega vernd í þessum löndum og meiri­hlutinn var þving­aður aftur til Afgan­istan. Það brýtur í bága við alþjóðalög.

„Hætt­urnar eru ekki aðeins við landa­mærin. Margir afganskir viðmæl­endur okkar voru í varð­haldi að geðþótta, annað­hvort í Tyrklandi eða Íran, þar sem þeir sættu pynd­ingum og annarri illri meðferð áður en þeim var vísað til baka með ólög­mætum hætti. Við köllum eftir því að tyrk­nesk og írönsk yfir­völd hætti án tafar öllum þving­uðum endur­send­ingum og brott­vís­unum á Afgönum, bindi enda á pynd­ingar og annarri illri meðferð og tryggi örugga leið fyrir afganskt fólk til að fara úr landi og sækja um alþjóð­lega vernd. Örygg­is­sveitir verða hætta að beita skot­vopnum með ólög­mætum hætti gegn afgönsku fólki á landa­mærum og draga verður gerendur mann­rétt­inda­brota til ábyrgðar fyrir ólögmæt dráp (e.unlawful killing) og pynd­ingar,“ segir Marie Forestirer Rann­sak­andi Amnesty Internati­onal um málefni flótta- og farand­fólks.

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að alþjóða­sam­fé­lagið styðji fjár­hags­lega eða með öðrum hætti þau lönd sem hafa tekið á móti miklum fjölda fólks frá Afgan­istan, þar á meðal Íran og Tyrk­land. Mikil­vægt er að tryggja að fjár­magnið verði ekki nýtt á þann hátt að það stuðli að mann­rétt­inda­brotum.

Evrópu­sam­bandið hefur nú þegar veitt Tyrklandi fjár­magn fyrir nýjum landa­mæra­vegg og nokkrum „brott­vís­un­ar­mið­stöðvum“. Amnesty Internati­onal hefur stað­fest að Afganir hafi verið í haldi í þessum miðstöðvum. Önnur lönd verða einnig að bjóða upp á fleiri tæki­færi fyrir endur­bú­setu fólks frá Afgan­istan sem þarfnast verndar.

Löng og hættuleg leið

Hundruð þúsundir Afgana hafa flúið land síðan Talíbanar tóku við völdum þar í landi í ágúst 2021. Nágranna­lönd Afgan­istan hafa lokað landa­mærum sínum fyrir afganskt fólk án ferða­skil­ríkja. Fólkið hefur því engra annarra kosta völ en að forðast landa­mæra­eft­irlit. Til að fara yfir landa­mæri Íran með þessum hætti þarf að skríða undir girð­ingu nálægt landa­mæra­eft­ir­litinu í Herat-héraðinu í Afgan­istan eða klifra yfir tveggja metra vegg í Nimroz-héraði.

Þau sem eru ekki hand­tekin strax af örygg­is­sveit Írans þurfa að halda áfram leið sinni til borga í Íran eða halda áfram að tyrk­neskum landa­mærum sem eru í 2000 km fjar­lægð í norð­vest­ur­hluta Íran. Fólk frá Afgan­istan er þvingað til baka með ólög­mætum og ofbeld­is­fullum hætti á báðum landa­mærum, annars vegar milli Afgan­istan og Íran þar sem það er þvingað aftur til Afgan­istan og hins vegar á milli Íran og Tyrk­lands, þar sem það eru þvingað aftur til Íran.

Rann­sak­endur Amnesty Internati­onal fóru til Afgan­istan og Tyrk­lands í mars og maí 2022. Tekin voru viðtöl við lækna, starfs­fólk frjálsra félaga samtaka og opin­bert starfs­fólk í Afgan­istan auk 74 Afgana sem höfðu reynt að fara yfir til Tyrk­lands eða Íran. Samkvæmt skrán­ingum Amnesty Internati­onal voru 255 tilfelli um ólög­mætar brott­vís­anir frá mars 2021 til maí 2022.

Drepnir í tilraun sinni til að komast til Íran

Amnesty Internati­onal tók viðtöl við ættingja sex karl­manna og 16 ára drengs sem voru drepnir af írönskum örygg­is­sveitum í tilraun sinni til að komast yfir landa­mæri Íran á tíma­bilinu frá apríl 2021 til janúar 2022. Samtökin hafa skráð 11 dauðs­föll af völdum íranskra örygg­is­sveita en að öllum líkindum er talan mun hærri. Skortur er á áreið­an­legum og opin­berum tölum.

Í samtali við Amnesty Internati­onal sögðust afganskir læknar og starfs­fólk við mann­úð­ar­störf hafa skráð að minnsta kosti 59 dauðs­föll og 31 meiðsli frá ágúst til desember 2021.

Ghulam* lýsti því hvernig 19 ára frændi hans var skotinn til bana í ágúst 2021:

„Hann kom að landa­mæra­veggnum, klifraði upp hann og stakk höfuð sitt upp fyrir vegginn. Hann var skotinn í höfuðið, í vinstra gagn­augað. Hann féll til jarðar á afgönsku landa­mær­unum.“

 

Sumar skotárásir áttu sér stað á írönsku land­svæði. Sakeena*, 35 ára, sagði að 16 ára sonur hennar  hefði verið skotinn til bana þegar þau voru að ganga í burtu frá írönsku landa­mær­unum.

„Ég heyrði son minn hrópa til mín. Hann hafði verið skotinn tvisvar í rifbeinin. Ég veit ekki hvað gerðist eftir að ég féll í yfirlið. Þegar ég komst aftur til meðvit­undar var ég í Afgan­istan. Ég sá að sonur minn var dáinn. Ég sat við hliðina á líki hans í leigubíl.“

Skotárásir af völdum tyrkneskra öryggissveita

Amnesty Internati­onal tók viðtöl við 35 einstak­linga sem höfðu reynt að fara yfir landa­mærin til Tyrk­lands. Af þeim sögðu 23 að skotið hefði verið í áttina að þeim. Rann­sak­end­urnir tóku viðtal við afganskan mann sem sagði að hann hefði orðið vitni að því þegar þrír unglings­piltar voru drepnir af tyrk­neskum örygg­is­sveitum. Önnur vitni lýstu áverkum sex karl­manna og þriggja drengja af völdum tyrk­neskra örygg­is­sveita. Amnesty Internati­onal tók einnig viðtal við tvo menn sem hlutu skotsár á tyrk­neskum landa­mær­unum.

Aref, fyrrum leyni­þjón­ustu­maður í Afgan­istan, flúði eftir að hafa fengið lífláts­hót­anir frá Talíbönum. Hann sagði að hann hefði séð ung börn sem særðust af völdum tyrk­neskra örygg­is­sveita.

„Það var skotið beint í áttina til okkar, ekki í loftið. Ég varð vitni að því að kona og tvö börn særðust. Tveggja ára barn fékk skot í nýrað og sex ára barn fékk skot í hand­legginn. Ég var mjög ótta­sleginn.“

Engin bráð hætta virðist hafa stafað af þeim sem voru drepin eða særðust sem setti örygg­is­sveitir eða annað fólk í hættu. Ekkert gaf til kynna að hætta væri á dauðs­falli eða alvar­legu líkams­tjóni sem þýðir að beiting skot­vopna í þessum tilfellum var ólögmæt og af geðþótta­ástæðum.  Í sumum tilfellum virðist sem að íranskar örygg­is­sveitir hafi hleypt af skotum í þeim tilgangi að drepa, til dæmis með því að skjóta beint í áttina að einstak­lingum af stuttu færi.

„Rann­saka þarf öll dauðs­föll þar sem skot­vopni var beitt af ásettu ráði með ólög­mætum hætti af full­trúum yfir­valda sem mögu­lega aftöku án dóms og laga.“

Marie Forestier, rann­sak­andi Amnesty Internati­onal um málefni flótta- og farand­fólks. 

Refsi­leysi er algengt fyrir pynd­ingar, aftökur án dóms og laga og ólögmæt dráp yfir­valda sem er útbreitt í Íran. Amnesty Internati­onal kallar enn og aftur eftir því að mann­rétt­indaráð Sameinuðu þjóð­anna tryggi ferli þar sem sönn­un­ar­gögn verði varð­veitt til að hægt verði að rann­saka og draga til ábyrgðar gerendur fyrir alvar­leg­ustu brotin á alþjóð­legum lögum í Íran.

Varðhald og pyndingar

Allir þeir viðmæl­endur sem náðu að komast inn fyrir landa­mæri Íran og Tyrk­lands án þess að vera þving­aðir strax til baka voru hand­teknir að geðþótta. Varð­halds­tími var allt frá einum eða tveimur dögum upp í tvo og hálfan mánuð. Tuttugu og þrír þeirra lýstu meðferð sem telst til pynd­inga og annarrar illrar meðferðar á meðan þeir voru í varð­haldi í Íran og 21 lýsti því sama í varð­haldi í Tyrklandi.

Hamid lýsti því hvernig tyrk­neskar örygg­is­sveitir börðu hann og vin hans í varð­haldi:

„Einn af lögreglu­mönn­unum barði vin minn með skaftinu á byss­unni og síðan settist lögreglu­maður á vin minn eins og hann væri stóll. Hann sat þarna og kveikti á síga­rettu. Síðan barði hann mig líka með byss­unni í fæturna.“

Nokkrir viðmæl­endur sem voru hand­teknir í Íran hlutu skotsár. Amir sæðist þegar skot frá tyrk­neskum örygg­is­sveitum straukst við höfuð hans. Amir var þving­aður aftur til Íran og þar var hann hand­tekinn af írönskum örygg­is­sveit­ar­mönnum sem börðu hann í höfuðið.

„Ég var barinn beint í sárið svo það fór að blæða á ný. Eitt skipti sagði ég, vinsam­legast berjið mig ekki í höfuðið og vörð­urinn á varð­haldsmið­stöð­inni sagði: Hvar? Ég sýndi honum hvar og þá lamdi hann mig á sama stað.“

Ellefu Afganir sem voru þving­aðir til baka með ólög­mætum hætti af tyrk­neskum yfir­völdum höfðu verið í haldi í einni af sex brott­vís­un­ar­mið­stöðvum í Tyrklandi sem var að hluta til fjár­magnað af Evrópu­sam­bandinu.

„Fram­kvæmda­stjórn Evrópu­sam­bandsins verður að tryggja að fjár­magn sem Tyrklandi er veitt í tengslum við málefni farand- og flótta­fólks stuðli ekki að mann­rétt­inda­brotum. Haldi Evrópu­sam­bandið áfram að fjár­magna varð­haldsmið­stöðvar þar sem fólk frá Afgan­istan er sett í varð­hald áður en því er vísað á brott með ólög­mætum hætti er hætta á að Evrópu­sam­bandið verði samsekt í þessum brotum,“

Marie Forestier, rann­sak­andi Amnesty Internati­onal um málefni flótta- og farand­fólks. 

Neitað um alþjóðlega vernd

Enginn viðmæl­andi Amnesty Internati­onal gat sótt um alþjóð­lega vernd í Íran eða Tyrklandi. Þeir sögðust hafa reynt að segja yfir­völdum að þeir ættu á hættu að sæta mann­rétt­inda­brotum ef þeir færu aftur til Afgan­istan en lítið var gert úr ótta þeirra.

Íranskar örygg­is­sveitir sendu fólkið sem var í haldi með rútu að landa­mærum Afgan­istan en tyrk­neskar örygg­is­sveitir sendu það aftur til Íran við óformleg landa­mæri. Tíu þeirra sem var vísað úr landi fóru með flugi til Afgan­istan. Tyrk­land hóf leiguflug til Afgan­istan í lok janúar 2022. Í lok apríl var tilkynnt á vefsíðu útlend­inga­stofn­unar Tyrk­lands að 6805 afganskir ríkis­borg­arar hefðu verið fluttir til baka með leiguflugi.

Allir viðmæl­endur sögðu að tyrk­nesk og írönsk yfir­völd hefðu þvingað þá til baka. Amnesty Internati­onal varð einnig vitni að því þegar fólk í haldi grét og féll í yfirlið þegar það frétti að það ætti að fara aftur til Afgan­istan. Einn maður reyndi að taka sitt eigið líf með því að stökkva út um gluggann.

Átta einstak­lingar sem voru hand­teknir og síðan fluttir úr landi með leiguflugi frá Tyrklandi sögðu að tyrk­nesk yfir­völd hefðu þvingað þá til að skrifa undir skjöl því til stað­fest­ingar að þeir hefðu farið sjálf­vilj­ugir úr landi.

Einn mann­anna sagði: „Ég sagði að ég væri í hættu í Afgan­istan. Þeim var sama. Ég var barinn og mér ýtt upp við vegg. Ég féll niður á jörðina. Tveir menn héldu í fótleggi mína og einn settist á bringuna. Tveir aðrir settu fingur mína á blaðið.“

Þessi frásögn er í samræmi við fyrri rann­sókn Amnesty Internati­onal um „sjálf­viljuga“ flutn­inga frá Tyrklandi.

Alþjóð­lega megin­reglan um að vísa fólki ekki aftur þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu bannar ríkjum að senda fólk til baka á svæði þar sem hætta er á að það verði fyrir ofsóknum eða öðrum alvar­legum mann­rétt­inda­brotum. Amnesty Internati­onal brýnir fyrir tyrk­neskum og írönskum yfir­völdum að sinna skyldum sínum og setja fólk ekki í hættu með því að þvinga það til að snúa aftur til Afgan­istan.

Alþjóða­sam­fé­lagið verður að tryggja að fólk í Afgan­istan sem er í hættu geti fundið örugga leið úr landi og samræmi viðbrögð sín til að deila ábyrgð vegna móttöku á afgönsku flótta­fólki.

 

Lestu einnig