SMS

11. júlí 2019

Íran: Unglingur á hættu á að vera tekinn af lífi

Átján ára unglingur, Daniel Zein­ola­bedini, sem er í haldi í Mahabad-fang­elsi í Vestur-Azer­baijan héraði í Íran, á hættu á að vera tekinn af lífi. Hann var dæmdur til dauða fyrir mann­dráp í júní 2018 eftir ósann­gjörn rétt­ar­höld þegar hann var aðeins 17 ára. Aftaka væri alvar­legt brot á alþjóða­lögum.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Daniel var hand­tekinn 26. sept­ember 2017 eftir að hafa verið yfir­heyrður fyrir mannrán og morð á hinum 19 ára gamla Sadegh Barmaki sem var stunginn og brenndur lifandi. Daniel var ákærður ásamt fjórum öðrum mönnum og þann 3. júní var hann dæmdur til dauða fyrir aðild sína að morðinu. Tveir aðrir þeirra ákærðu voru einnig dæmdir til dauða en tveir voru dæmdir til fang­elsis­vistar.

Amnesty fordæmir dauðarefs­ingar og er alfarið á móti þeim í öllum tilfellum undir öllum kring­um­stæðum, algjör­lega óháð því hver á hana yfir höfði sér, hvort sem sá aðili er sekur eða saklaus eða hvernig hún eigi að vera fram­kvæmd.

+ Lesa meira

Lestu einnig