Fréttir

29. ágúst 2023

Íran: Virði rétt fjöl­skyldna til að varð­veita minn­ingu ástvina sinna

Fjöl­skyldur einstak­linga sem voru myrtir af örygg­is­sveitum í Íran árið 2022 í uppreisn­inni fyrir frelsi kvenna verða að fá að minnast ástvina sinna nú þegar ár er liðið frá andláti þeirra. Írönsk stjórn­völd hafa ráðist á og ógnað fjöl­skyldum fórn­ar­lambanna af enn meiri þunga til að þagga niður í þeim.

Í nýrri skýrslu Amnesty Internati­onal sem var birt 21. ágúst 2023 er skýrt frá því hvernig írönsk yfir­völd hand­taka fjöl­skyldur fórn­ar­lamba og setja þær í varð­hald að geðþótta, koma á grimmi­legum takmörk­unum á frið­samar samkomur við grafreiti og sjá til þess að legsteinar séu eyði­lagðir.

Vægðarleysi yfirvalda

Enginn opinber aðili hefur verið látinn sæta ábyrgð á hundruð morða sem framin voru af örygg­is­sveitum í grimmi­legri herferð stjórn­valda gegn víðtækri uppreisn í Íran sem hófst í kjölfar dauða Möhsu (Zhinu) Amini í varð­haldi þann 16. sept­ember 2022. Yfir­völd hafa valdið syrgj­andi fjöl­skyldum sálar­kvölum og angist með ofbeld­is­fullri hátt­semi sinni sem er, samkvæmt alþjóða­lögum, brot á banni við pynd­ingum og annarri grimmi­legri ómann­legri eða vanvirð­andi meðferð eða refs­ingu.

„Vægð­ar­leysi íranskra yfir­valda á sér engin takmörk. Í óhugn­an­legri tilraun sinni til breiða yfir glæpi auka yfir­völd á þján­ingar og angist fjöl­skyldna fórn­ar­lambanna með því að koma í veg fyrir að þær geti gert kröfu um rétt­læti, sann­leika og skaða­bætur eða einfald­lega sett blóm á leiði ástvina sinna. Nú þegar ár er liðið frá uppreisn­inni óttast fjöl­skyldur fórn­ar­lambanna að yfir­völd muni beita sömu kúgun­ar­að­ferðum og áður til að koma í veg fyrir að þær geti haldið minn­ing­ar­at­hafnir.“

Diana Eltaway, svæð­is­stjóri Amnesty Internati­onal fyrir Mið-Aust­ur­lönd og Norður-Afríku.

 

Móðir Siavash Mahmoudi við gröf hans

Skýrsla Amnesty International

Skýrsla Amnesty Internati­onal greinir frá málum 36 fjöl­skyldna fórn­ar­lamba frá tíu hérð­uðum vítt og breitt um Íran sem sætt hafa mann­rétt­inda­brotum á undan­förnum mánuðum. Í þessum hópi eru fjöl­skyldur 33 einstak­linga sem voru myrtir af örygg­is­sveitum í mótmælum, fjöl­skyldur tveggja einstak­linga sem voru teknir af lífi í tengslum við mótmælin í kjölfar ósann­gjarnra rétt­ar­halda og ein fjöl­skylda þolanda pynd­inga sem framdi sjálfs­morð eftir að honum var sleppt úr haldi.

„Alþjóða­sam­fé­lagið verður að styðja fjöl­skyldur fórn­ar­lambanna með því að þrýsta á írönsk stjórn­völd að virða réttinn til tján­ingar- og funda­frelsis. Vernda verður fjöl­skyld­urnar frá varð­haldi að geðþótta, ógnunum og öðrum refsi­að­gerðum. Ríki heims verða enn fremur að kalla eftir því að írönsk yfir­völd leysi alla einstak­linga úr haldi sem hafa talað fyrir sann­leik­anum og rétt­læti vegna morð­anna, felli niður órétt­látar ákærur og ógildi sakfell­ingar og dóma gegn þeim sem sæta refs­ingum fyrir að tjá sig.“

Diana Eltaway, svæð­is­stjóri Amnesty Internati­onal fyrir Mið-Aust­ur­lönd og Norður-Afríku.

Gröf Möhsu (Zhinu) Amini í maí 2023 með brotið gler.

Mannréttindabrot gegn fjölskyldum fórnarlamba

Meðal mann­rétt­inda­brota sem fjöl­skyldur fórn­ar­lambanna sæta eru: hand­tökur og varð­hald að geðþótta, órétt­látar lögsóknir byggðar á óljósum og fölskum ákærum um þjóðarör­yggi sem stundum leiða til fanga­vistar eða dóma um svipu­högg, þving­un­ar­til­burðir í yfir­heyrslum hjá saksóknara eða örygg­is­sveita, ólög­mætt eftirlit og skemmd­ar­verk á gröfum ástvina.

Yfir­völd hafa einnig reynt að koma í veg fyrir minn­ing­ar­at­hafnir fjöl­skyldna fórn­ar­lambanna við leiði ástvina sinna m.a. á afmæl­is­degi þeirra. Fjöl­skyldur sem halda minn­ing­ar­at­hafnir hafa greint frá því að örygg­is­sveitir hafi leyst þær upp með ofbeldi, tekið myndir af öllum nærstöddum og barið og hand­tekið fjöl­skyldu­með­limi á staðnum.

 

Í júlí 2023 sagði móðir hins 16 ára gamla Artin Rahmani, sem var skotinn af örygg­is­sveitum þann 16. nóvember 2022 í Izeh í Khuzestan-héraði, eftir­far­andi á Twitter:

„Yfir­völd í Íran myrtu saklausan son minn, fang­elsuðu bróður minn og ættingja og boðuðu mig á skrif­stofu ríkis­sak­sóknara til að þagga niður í mér fyrir að leita rétt­lætis fyrir barnið mitt. Íranskir borg­arar njóta ekki rétt­arins til að mótmæla og allar tilraunir okkar til að leita frelsis eru bældar niður með miklu ofbeldi.“

Skemmdir á grafreitum

Amnesty Internati­onal skrá­setti og birti myndir sem sýna eyði­legg­ingu á grafreitum Möshu (Zhinu) Amini og 20 öðrum fórn­ar­lömbum frá 17 borgum. Grafreitir hafa verið skemmdir með tjöru, máln­ingu og íkveikju, legsteinar hafa verið brotnir og áletr­unum, sem lýsa fórn­ar­lömbum sem „píslar­vottum“ eða stað­hæfa að þau hafi dáið fyrir frelsið, hefur verið eytt. Yfir­völd hafa brugðist því hlut­verki sínu að rann­saka þessi mál og draga gerendur til ábyrgðar eða grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir endur­tekin skemmd­ar­verk á leiðum.

Í apríl 2023 sagði systir Milad Saeedi­anjoo sem var skotinn af örygg­is­sveitum í Izeh í Khuzestan-héraði þann 15. nóvember 2022 eftir­far­andi á Insta­gram:

„Til mann­eskj­unnar sem á afmæl­is­degi bróður míns greip í hár mitt, pyndaði mig með kylfu og traðkaði á leiði bróður míns fyrir framan mig… hver er þín dómsnið­ur­staða fyrir gjörðir þínar? Ég hef fengið sönnun fyrir því hver myrti bróður minn… fjöl­skylda mín hefur ekki lagt fram neina kvörtun fyrir dómstólum í Íran… af því það var tilgangs­laust að leggja fram kvörtun um morð­ingjann við sjálfan morð­ingjann…“

 

 

 

Sum leiðin voru eyði­lögð af örygg­is­sveitum fyrir framan fjöl­skyldu­með­limi. Önnur voru eyði­lögð að nóttu til eða á öðrum tímum þegar enginn var viðstaddur. Yfir­völd höfðu áður ítrekað hótað að eyði­leggja grafreiti sem sýndu uppreisn­inni fyrir frelsi kvenna stuðning eða sem inni­héldu ljóð­ræna frasa sem gáfu til kynna að fórn­ar­lömbin hafi dáið með óeðli­legum hætti vegna póli­tískrar kúgunar.

Fjöl­skylda Möhsu (Zhinu) Amini hefur talað opin­ber­lega um síend­ur­tekin skemmd­ar­verk sem unnin hafa verið á leiði hennar. Yfir­völd hafa lýst því yfir að þau hafi í hyggju að gera tölu­verðar breyt­ingar á Aichi-kirkju­garð­inum í Saqqez-héraði Kúrda, þar sem Mahsa er grafin, þannig að almenn­ingur hafi minna aðgengi að leiði hennar. Grafreitur Möhsu er staður þar sem fjöl­skyldur þeirra sem voru myrtir safnast saman til að styðja hvert annað í sorg sinni og stað­festa leit sína að rétt­læti.

Þörf á alþjóðlegum aðgerðum

Fjöl­skyldur fórn­ar­lambanna hafa þurft að þola hefndarað­gerðir fyrir að fordæma opin­ber­lega eða leggja fram form­lega kvörtun um morð á ástvinum sínum af örygg­is­sveitum, draga í efa frásögn stjórn­valda um hvernig dauða þeirra bar að, kalla eftir því að gerendur verði dregnir til ábyrgðar, halda minn­ing­ar­at­hafnir og fyrir að skrifa á samfé­lags­miðla hluti sem yfir­völdum hugnast ekki.

„Í ljósi kerf­is­bundins refsi­leysis í Íran skorar Amnesty Internati­onal á ríki heims að beita alþjóð­legri lögsögu og leggja fram hand­töku­skipun á hendur full­trúa íranska ríkisins, að meðtöldum þeim sem hafa skip­un­ar­vald, sem eru grun­aðir um að bera ábyrgð á glæpum samkvæmt alþjóða­lögum sem framdir voru í aðdrag­anda og á meðan á uppreisn­inni stóð og í kjölfar hennar.“

Diana Eltaway, svæð­is­stjóri Amnesty Internati­onal fyrir Mið-Aust­ur­lönd og Norður-Afríku.

Lestu einnig