Fréttir

16. maí 2022

Ísland: Álit nefndar Sameinuðu þjóð­anna gegn pynd­ingum

Íslands­deild Amnesty Internati­onal fagnar nýút­komnu áliti og tilmælum nefndar Sameinuðu þjóð­anna gegn pynd­ingum til íslenskra stjórn­valda er varða beit­ingu einangr­un­ar­vistar í gæslu­varð­haldi.

Nefndin gerir m.a. alvar­legar athuga­semdir við íslenskan lagaramma sem veitir svigrúm fyrir allt að fjög­urra vikna einangrun í gæslu­varð­haldi og lengri tíma ef sakborn­ingur er grun­aður um að hafa framið glæp sem tíu ára fanga­vist liggur við eða meira. Nefndin lýsir einnig yfir áhyggjum sínum af tilfellum þar sem einangrun einstak­linga í gæslu­varð­haldi varði lengst í 33 daga árið 2020 og 37 daga árið 2021.

Að auki er bent á að það valdi áhyggjum að a.m.k. 54% af gæslu­varð­halds­föngum hafi sætt einangrun á árunum 2012-2021 og að dómarar samþykktu í 98,77% tilvika kröfu ákæru­valdsins um einangrun í gæslu­varð­haldi á árunum 2016-2018.

Nefndin telur það einnig áhyggju­efni að í einstaka tilfellum hafi börn sætt einangrun í gæslu­varð­haldi og mögu­lega einstak­lingar með geðfötlun.

Álit og tilmæli nefnd­ar­innar í heild sinni má lesa hér.

Íslands­deildin tekur undir með nefnd Sameinuðu þjóð­anna sem fagnar vilja íslenska ríkisins til að endur­skoða laga- og verklagsramma og hvetur stjórn­völd að bregðast við tilmælum nefnd­ar­innar.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal sendi inn umsögn varð­andi beit­ingu einangr­un­ar­vistar í gæslu­varð­haldi með tilmælum til nefndar Sameinuðu þjóð­anna gegn pynd­ingum í apríl síðast­liðnum.

Sjá nánar vinnu nefnd­ar­innar og önnur skjöl hér.  

Lestu einnig