Fréttir
16. maí 2022Íslandsdeild Amnesty International fagnar nýútkomnu áliti og tilmælum nefndar Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum til íslenskra stjórnvalda er varða beitingu einangrunarvistar í gæsluvarðhaldi.
Nefndin gerir m.a. alvarlegar athugasemdir við íslenskan lagaramma sem veitir svigrúm fyrir allt að fjögurra vikna einangrun í gæsluvarðhaldi og lengri tíma ef sakborningur er grunaður um að hafa framið glæp sem tíu ára fangavist liggur við eða meira. Nefndin lýsir einnig yfir áhyggjum sínum af tilfellum þar sem einangrun einstaklinga í gæsluvarðhaldi varði lengst í 33 daga árið 2020 og 37 daga árið 2021.
Að auki er bent á að það valdi áhyggjum að a.m.k. 54% af gæsluvarðhaldsföngum hafi sætt einangrun á árunum 2012-2021 og að dómarar samþykktu í 98,77% tilvika kröfu ákæruvaldsins um einangrun í gæsluvarðhaldi á árunum 2016-2018.
Nefndin telur það einnig áhyggjuefni að í einstaka tilfellum hafi börn sætt einangrun í gæsluvarðhaldi og mögulega einstaklingar með geðfötlun.
Álit og tilmæli nefndarinnar í heild sinni má lesa hér.
Íslandsdeildin tekur undir með nefnd Sameinuðu þjóðanna sem fagnar vilja íslenska ríkisins til að endurskoða laga- og verklagsramma og hvetur stjórnvöld að bregðast við tilmælum nefndarinnar.
Íslandsdeild Amnesty International sendi inn umsögn varðandi beitingu einangrunarvistar í gæsluvarðhaldi með tilmælum til nefndar Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum í apríl síðastliðnum.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu