Ísrael fremur hópmorð (e. genocide) á Palestínubúum á Gaza. Við krefjumst þess að alþingismenn á Íslandi geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva það.
Íslandsdeild Amnesty International hefur áður kallað eftir því að utanríkisráðherra Íslands grípi til aðgerða til að stöðva hópmorðið en í ljósi sífellt alvarlegrar stöðu á Gaza eru frekari aðgerðir nauðsynlegar.
SMS-félagar Amnesty skora á alþingismenn að leita allra leiða til að íslensk stjórnvöld:
- Viðurkenni að Ísrael fremur hópmorð (þjóðarmorð) á Palestínubúum á Gaza.
- Haldi áfram að krefjast tafarlauss og varanlegs vopnahlés.
- Andmæli öllum tilraunum Ísraels til að koma á varanlegum ísraelskum her og ísraelskum landtökubyggðum á Gaza, breyta landamærum svæðisins og lýðfræðilegri samsetningu eða minnka landsvæðið.
- Styðji hópmorðsákæru Suður-Afríku á hendur Ísrael fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag og leiti allra leiða til að tryggja að Ísrael framfylgi þeim bráðabirgðaráðstöfunum sem dómstóllinn hefur fyrirskipað í málinu.
- Fordæmi aðskilnaðarstefnu Ísraels, ómannúðlega herkví á Gaza og ólögmætt hernám á palestínsku svæði.
- Haldi áfram að styðja UNRWA og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna gegn árásum Ísraels og annarra ríkja.
- Leiti allra leiða til að tryggja mannúðaraðstoð fyrir íbúa Gaza.
- Banni flutninga um loft- og landhelgi Íslands á hergögnum og hvers kyns búnaði og tækjum sem notuð eru í hernaðarlegum tilgangi ef grunur er um að þau verði notuð í Ísrael og þar með hætta á að þau verði notuð til að fremja hómorð.
- Banni innflutning á vörum frá landtökusvæðum Ísraels.
- Beiti Ísrael þvingunaraðgerðum, til að mynda ferðabanni og frystingu fjármuna tiltekinna einstaklinga og lögaðila sem eiga þátt í að Ísrael viðhaldi ólögmætu hernámi.