SMS

19. september 2025

Ísland: Alþing­is­menn þurfa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva hópmorðið á Gaza

Ísrael fremur hópmorð (e. genocide) á Palestínu­búum á Gaza. Við krefj­umst þess að alþing­is­menn á Íslandi geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva það. 

Íslands­deild Amnesty Internati­onal hefur áður kallað eftir því að utan­rík­is­ráð­herra Íslands gríptil aðgerða til að stöðva hópmorðið en í ljósi sífellt alvar­legrar stöðu á Gaza eru frekari aðgerðir nauð­syn­legar.

SMS-félagar Amnesty skora á alþing­is­menn að leita allra leiða til að íslensk stjórn­völd: 

  • Viður­kenni að Ísrael fremur hópmorð (þjóð­armorð) á Palestínu­búum á Gaza.  
  • Haldi áfram að krefjast tafar­lauss og varan­legs vopna­hlés.  
  • Andmæli öllum tilraunum Ísraels til að koma á varan­legum ísra­elskum her og ísra­elskum land­töku­byggðum á Gaza, breyta landa­mærum svæð­isins og lýðfræði­legri samsetn­ingu eða minnka land­svæðið.   
  • Styðji hópmorðs­ákæru Suður-Afríku á hendur Ísrael fyrir Alþjóða­dóm­stólnum í Haag og leiti allra leiða til að tryggja að Ísrael fram­fylgi þeim bráða­birgða­ráð­stöf­unum sem dómstóllinn hefur fyrir­skipað í málinu. 
  • Fordæmi aðskiln­að­ar­stefnu Ísraels, ómann­úð­lega herkví á Gaza og ólög­mætt hernám á palestínsku svæði. 
  • Haldi áfram að styðja UNRWA og aðrar stofn­anir Sameinuðu þjóð­anna gegn árásum Ísraels og annarra ríkja.  
  • Leiti allra leiða til að tryggja mann­úð­ar­að­stoð fyrir íbúa Gaza.  
  • Banni flutn­inga um loft- og land­helgi Íslands á hergögnum og hvers kyns búnaði og tækjum sem notuð eru í hern­að­ar­legum tilgangi ef grunur er um að þau verði notuð í Ísrael og þar með hætta á að þau verði notuð til að fremja hómorð.  
  • Banni innflutning á vörum frá land­töku­svæðum Ísraels. 
  • Beiti Ísrael þving­un­ar­að­gerðum, til að mynda ferða­banni og fryst­ingu fjár­muna tiltek­inna einstak­linga og lögaðila sem eiga þátt í að Ísrael viðhaldi ólög­mætu hernámi. 

Lestu einnig