Fréttir
27. nóvember 2023Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International og Þórunn Pálína Jónsdóttir lögfræðingur deildarinnar afhentu Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra ákall með uppfærðum undirskriftalista um vopnahlé í átökum Ísraels og vopnaðra hópa á Gaza þann 23. nóvember. Í heildina söfnuðust 11.733 undirskriftir. Utanríkisráðherra hafði áður móttekið sama uppfærða listann þann 21. nóvember.
Í ákallinu er þess krafist að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands og Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra leggi sitt af mörkum til að alþjóðasamfélagið kalli tafarlaust eftir vopnahléi í átökum Ísraels og Gaza og að bundinn verði endi á mannúðarneyðina á Gazasvæðinu.
Aldrei hafa jafn margar undirskriftir safnast fyrir mál sem Íslandsdeildin hefur tekið fyrir.
Kröfur Amnesty International
Fulltrúar deildarinnar ræddu við ráðherra um hræðilegt ástand mála á Gazasvæðinu og ítrekuðu kröfu Amnesty International um að allir aðilar í átökunum semji án tafar um vopnahlé til að binda enda á blóðbaðið og tryggja að mannúðaraðstoð komist til Gaza. Þá var lögð áhersla á varanlegt vopnahlé en ekki tímabundið eins og núverandi samkomulag milli stríðandi aðila kveður um.
Katrín Jakobsdóttir var hvött til að nota hvert tækifæri til að koma afstöðu með mannúð og mannréttindum á framfæri í milliríkjasamskiptum Íslands og annarra ríkja. Einnig var ráðherra hvattur til að beita sér fyrir því að Ísland skrifi undir samning Sameinuðu þjóðanna um aðskilnaðarstefnu (e. International Convention on the Suppression and Punishment of the Crime of Apartheid).
Þá notaði Íslandsdeildin tækifærið og bætti við kröfurnar sem komu fram í ákallinu við og hvatti ráðherra til að beita diplómatískum þrýstingi gagnvart ísraelsku ríkisstjórninni og krefjast tafarlauss vopnahlés. Einnig hvöttu fulltrúar deildarinnar ráðherra til að beita bandarísku ríkistjórnina þrýstingi, vegna áhrifamikilla tengsla hennar við hina ísraelsku, um að kalla eftir vopnahléi og stöðva vopnaflutning á svæðið í ljósi þess að alþjóðalög eru þverbrotin.
Undirskriftum var safnað í gegnum netákall, SMS-aðgerðanet deildarinnar og á Facebook frá 27. október til 17. nóvember.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu