Fréttir

27. nóvember 2023

Ísland: Forsæt­is­ráð­herra tekur á móti metfjölda undir­skrifta

Anna Lúðvíks­dóttir fram­kvæmda­stjóri Íslands­deildar Amnesty Internati­onal og Þórunn Pálína Jóns­dóttir lögfræð­ingur deild­ar­innar afhentu Katrínu Jakobs­dóttur forsæt­is­ráð­herra ákall með uppfærðum undir­skriftalista um vopnahlé í átökum Ísraels og vopn­aðra hópa á Gaza þann 23. nóvember. Í heildina söfn­uðust 11.733 undir­skriftir. Utan­ríkisráðherra hafði áður móttekið sama uppfærða listann þann 21. nóvember.   

Í ákallinu er þess krafist að Katrín Jakobs­dóttir forsæt­is­ráð­herra Íslands og Bjarni Bene­diktsson utan­rík­is­ráð­herra leggi sitt af mörkum til að alþjóða­sam­fé­lagið kalli tafar­laust eftir vopna­hléi í átökum Ísraels og Gaza og að bundinn verði endi á mann­úð­ar­neyðina á Gaza­svæðinu.

Aldrei hafa jafn margar undir­skriftir safnast fyrir mál sem Íslands­deildin hefur tekið fyrir. 

Kröfur Amnesty International

Full­trúar deild­ar­innar ræddu við ráðherra um hræði­legt ástand mála á Gaza­svæðinu og ítrekuðu kröfu Amnesty Internati­onal um að allir aðilar í átök­unum semji án tafar um vopnahlé til að binda enda á blóð­baðið og tryggja að mann­úð­ar­að­stoð komist til Gaza. Þá var lögð áhersla á  varan­legt vopnahlé en ekki tíma­bundið eins og núver­andi samkomulag milli stríð­andi aðila kveður um.  

Katrín Jakobs­dóttir var hvött til að nota hvert tæki­færi til að koma afstöðu með mannúð og mann­rétt­indum á fram­færi  í milli­ríkja­sam­skiptum Íslands og annarra ríkja. Einnig var ráðherra hvattur til að beita sér fyrir því að Ísland skrifi undir samning Sameinuðu þjóð­anna um aðskiln­að­ar­stefnu (e. Internati­onal Convention on the Supp­ression and Punis­h­ment of the Crime of Apart­heid).  

 

Þá notaði Íslands­deildin tæki­færið og bætti við kröf­urnar sem komu fram í ákallinu við og hvatti ráðherra til að beita diplóma­tískum þrýst­ingi gagn­vart ísra­elsku ríkis­stjórn­inni og krefjast tafar­lauss vopna­hlés. Einnig hvöttu full­trúar deild­ar­innar ráðherra til að beita banda­rísku ríki­s­tjórnina þrýst­ingi, vegna áhrifa­mik­illa tengsla hennar við hina ísra­elsku, um að kalla eftir vopna­hléi og stöðva vopna­flutning á svæðið í ljósi þess að alþjóðalög eru þver­brotin.  

Undir­skriftum var safnað í gegnum netákall, SMS-aðgerðanet  deild­ar­innar og á Face­book frá 27. október til 17. nóvember.  

Lestu einnig