Fréttir

25. mars 2024

Ísland greiðir kjarna­framlag til UNRWA

Íslensk stjórn­völd hafa ákveðið að hefja á ný greiðslur til Palestínuflótta­manna­að­stoðar Sameinuðu þjóð­anna (UNRWA). Ísland var á meðal þeirra ríkja sem ákváðu í janúar að frysta greiðslur í kjölfar þess að Ísra­elar sögðu 12 af 30 þúsund starfs­mönnum UNRWA hefðu átt þátt í árás Hamas á Ísrael 7. október síðast­liðinn. Ákvörð­unin var mjög umdeild og gagn­rýnd af hálfu margra, þ.á.m. Amnesty Internati­onal.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal birti opin­bert bréf til Katrínar Jakobs­dóttur forsæt­is­ráð­herra og stofnaði til undir­skrift­ar­söfn­unar til hvatn­ingar um ákvörð­un­inni yrði snúið við. Í bréfinu var meðal annars bent á frysting fjár­magns eykur á þján­ingar yfir tveggja milljóna palestínskra flótta­manna sem skráðir eru flótta­menn hjá UNRWA. Þá sagði í bréfinu ásak­anir á hendur fáeinum einstak­lingum um verknað sem tengist ekki þeirra starfs­sviði rétt­læti aldrei jafn róttæka ákvörðun og ríkis­stjórn Íslands tók þar sem hún hefði hörmuleg áhrif á líf og afdrif milljóna einstak­linga.

 

 

3224 undirskriftir

frysta fjár­mögnun til UNRWA, sérstak­lega í ljósi þess enginn annar aðili í mann­úð­ar­starfi er til staðar sem getur fyllt skarðið, eykur mjög á vandann og brýtur í bága við fyrir­skipun Alþjóða­dóm­stólsins í Haag og ályktun örygg­is­ráðs Sameinuðu þjóð­anna um auka en ekki minnka mann­úð­ar­að­stoð til allra óbreyttra borgara á Gaza.

Þann 8. mars sendi Íslands­deild Amnesty Internati­onal forsæt­is­ráð­herra opinbert bréf ásamt undir­skriftum 3244 einstak­linga sem tóku undir ákall deild­ar­innar um snúa við ákvörðuninni um fryst­ingu.

Undan­farnar vikur hafa óháðar úttektir á starf­semi UNRWA átt sér stað, innra eftirlit verið styrkt og eftirlit aukið með starfs­fólki. Utanrík­is­ráð­herra gaf út yfir­lýs­ingu 19. mars um ákveðið hafi verið greiða kjarna­framlag Íslands til UNRWA fyrir gjald­daga, þann 1. apríl næst­kom­andi.

Með ákvörð­un­inni stendur Ísland við alþjóð­legar skuld­bind­ingar sínar og sýnir gott fordæmi og leið­toga­færni á alþjóða­vett­vangi er lýtur virð­ingu fyrir mannúð og mann­rétt­indum. Tölu­verður þrýst­ingur hafði verið í samfélaginu um stjórn­völd endurskoðuðu ákvörðun sína um frysta greiðslur til UNRWA og stóð meðal annars Íslands­deild Amnesty Internati­onal fyrir mótmælum á Austur­velli þann 1. mars til að kalla eftir því að frysting­unni yrði aflétt. 

Fjár­framlög til UNRWA skipta gríð­ar­legu máli þar sem ástandið á Gaza hefur hríð­versnað á sein­ustu misserum og mann­úð­ar­neyðin er skelfileg. Meira en helm­ingur íbúa Gaza stendur frammi fyrir hungursneyð. Grimmileg stefna Ísraels hefur valdið mannúðarneyðinni á Gaza  þar sem Ísrael hefur með vísvit­andi hætti svipt Palestínubúa mann­úðaraðstoð. Kerf­is­bundin hung­urs­neyð á sér stað á sama tíma og hrika­legar sprengjuárásir sem hafa drepið rúmlega 31.000 Palestínubúa og gert stór svæði norður­hluta Gaza óbyggileg.  

Lestu einnig