Fréttir

18. febrúar 2019

Ísland: Líkamar intersex fólks eru ekki mistök sem þarf að leið­rétta!

Einstak­lingar sem fæðast með líffræðileg kynein­kenni sem eru ekki dæmi­gerð fyrir karl­menn eða konur sæta hindr­unum í aðgengi að full­nægj­andi heil­brigð­is­þjón­ustu á Íslandi. Það stofnar líkam­legri og andlegri heilsu þeirra í hættu, að sögn Amnesty Internati­onal. Sumir einstak­lingar með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni fæðast með kynein­kenni sem teljast ekki algjör­lega karl- eða kven­kyns, eru sambland af karl- og kven­kyns einkennum, eða eru hvorki karl- né kven­kyns. Margt fólk með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni kýs að kalla sig intersex, aðrir vilja hins vegar ekki nota það hugtak.

Í niður­stöðum nýrrar skýrslu Amnesty Internati­onal, No Shame in Diversity: The right to health for people with variations of sex character­istics in Iceland, kemur fram að þegar einstak­lingar með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni og fjöl­skyldur þeirra leita eftir þjón­ustu í íslenska heil­brigðis­kerfinu þá dregur skortur á skýru mann­rétt­inda­miðuðu verklagi og þverfag­legri nálgun, ásamt ónógum félags­legum stuðn­ingi, úr mögu­leikum þeirra til að njóta líkam­legrar og andlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er.

 

Frum­varp til laga um kynrænt sjálfræði, sem áætlað er að lagt verði fyrir Alþingi í febrúar, ætti að skapa tæki­færi til að vernda rétt­indi intersex barna og full­orð­inna en í núver­andi drögum að frum­varpinu er vöntun á mikil­vægri vernd fyrir intersex börn. Þá sérstak­lega hvað varðar ákvæði til að koma í veg fyrir ónauð­syn­legar, óaft­ur­kræfar og inngrips­miklar aðgerðar á börnum sem fæðast með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni.

 

Amnesty Internati­onal bendir á að þrátt fyrir að jöfn­uður milli kynj­anna sé, samkvæmt Alþjóða­efna­hags­ráðinu, hvergi meiri en hérlendis og að Ísland tróni í efsta sæti yfir kynja­jöfnuð níunda árið í röð, þá bregðast íslensk stjórn­völd enn því hlut­verki sínu að koma á mann­rétt­inda­miðuðu verklagi innan heil­brigð­is­þjón­ust­unnar og tryggja einstak­lingum með ódæmi­gerð kynein­kenni þeirrar þjón­ustu sem þeir þurfa á að halda.

„Ísland er þekkt fyrir jafn­rétti kynj­anna. Engu að síður veldur það miklum áhyggjum hvernig heil­brigðis­kerfið á Íslandi sinnir intersex fólki. Litið er á intersex börn og full­orðna sem vandamál sem þurfi að laga og sú stað­reynd að þau skortir heil­brigð­is­þjón­ustu sem tekur mið af mann­rétt­indum þeirra, getur valdið líkam­legri og andlegri þján­ingu, lífið á enda,“ segir Laura Carter rann­sak­andi innan deildar sem sinnir málefnum er varða kynhneigð og kynvitund hjá aðal­stöðvum Amnesty Internati­onal.

 

„Viðmæl­endur okkar greindu frá því að þeim fyndist sem læknar hlustuðu ekki á hvað þeir vildu fyrir sjálfa sig eða börnin sín heldur kysu frekar að grípa til þess að lagfæra líkama intersex einstak­linga með skurð­að­gerð eða horm­óna­með­ferð. Á síðustu árum hefur orðið mikil vitund­ar­vakning um þessi mál, sem fyrst og síðast er að þakka þrot­lausri vinnu intersex aðgerða­sinna en þar sem vill­andi upplýs­ingar og fordómar eru enn við lýði verður intersex fólk enn fyrir skaða.

Amnesty Internati­onal skorar á íslensk yfir­völd að koma á skýrum mann­rétt­inda­mið­uðum viðmið­un­ar­reglum og skil­virkum félags­legum stuðn­ingi við einstak­linga með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni þannig að þeir njóti líkam­legrar og andlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er.

 

Áætlað er að í kringum 68 börn fæðist með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni á hverju ári á Íslandi, þ.e. horm­ón­a­starf­semi, kynkirtla, kynlitn­inga eða kyn- og æxlun­ar­færi sem eru með einhverju móti öðru­vísi en hjá flestum konum og körlum sem þýðir að heild­ar­fjöldi einstak­linga með ódæmi­gerð kynein­kenni er um 6000 manns.

 

Amnesty Internati­onal fann dæmi þess að fólk með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni á erfitt með að nálgast heil­brigð­is­þjón­ustu sem tekur mið af mann­rétt­indum þeirra sem í sumum tilvikum hefur valdið langvar­andi skaða.

Einstak­lingar sem Amnesty Internati­onal ræddi við segja að skortur á viðeig­andi meðferð hafi haft skaðleg áhrif á lífs­gæði þeirra til margra ára. Í sumum tilvikum var um að ræða erfið­leika við að nálgast lækna­skýrslur og skort á upplýs­ingum um hvað hafi verið gert við líkama þeirra.

 

„Heil­brigð­is­þjón­usta fyrir intersex fólk er alls ekki nægi­lega góð því það er litið á okkur sem frávik sem þarf að laga … stór hluti heilsu­far­svandans er vegna lækn­is­með­ferðar sem við hlutum sem börn. Það væru ekki öll þessi dæmi um bein­þynn­ingu eða bein­rýrð ef við hefðum ekki verið látin sæta kynkirtla­töku sem börn og ófull­nægj­andi horm­óna­með­ferð sem unglingar,” segir Kitty, stofn­andi og formaður samtak­anna Intersex Ísland.

Hún bætir við:

„Ég vil sjá að þessi breyti­leiki sé jafn eðli­legur og hvað annað. Ég vil ekki að fólk þurfi að fara í felur eða skammast sín. Ég vil sjá skilning og viður­kenn­ingu á fjöl­breyti­leik­anum, að hann sé af hinu góða.“

 

Íslands­deild Amnesty Internati­onal fagnar þeim skrefum sem ríkis­stjórn Íslands er nú að taka í átt að því að koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks með löggjöf um kynrænt sjálfræði í samræmi við nýút­komin tilmæli Evrópu­ráðsins vegna mann­rétt­inda intersex fólks.

 

Amnesty Internati­onal skorar á íslensk yfir­völd að tryggja og vernda jafna meðferð einstak­linga með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni bæði í lögum og fram­kvæmd. Fyrir­liggj­andi frum­varp um kynrænt sjálfræði veitir tæki­færi til þess að takast á við þessa áskorun en eins og drögin líta út í dag er tæki­færið ekki nýtt til þess að koma í veg fyrir ónauð­synleg lækn­is­fræðileg inngrip sem miða að því að laga líkama barna að stöðl­uðum kynja­hug­myndum með skurð­að­gerðum, ófrjó­sem­is­að­gerðum og öðrum meðferðum á intersex börnum án upplýsts samþykkis þeirra, án þess að fela í sér hegn­ing­ar­á­kvæði.

Amnesty Internati­onal skorar einnig á íslensk yfir­völd að koma á sérhæfðri og þverfag­legri nálgun á meðferð einstak­linga með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni og móta og innleiða skýrt mann­rétt­inda­miðað verklag til að tryggja að börn og full­orðnir með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni njóti mann­rétt­inda­verndar sem tryggir frið­helgi líkama þeirra, sjálfræði og sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt. Yfir­völd skulu tryggja að ekkert barn með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni sæti skað­legum, óaft­ur­kræfum og ónauð­syn­legum inngripum í líkama þeirra.

 

Hér má lesa skýrsluna:

Lestu einnig