Fréttir

21. ágúst 2019

Íslands­heim­sókn Kumi Naidoo aðal­fram­kvæmda­stjóra Amnesty Internati­onal

Aðal­fram­kvæmd­ar­stjóri Amnesty Internati­onal, Kumi Naidoo, var staddur hér á landi síðast­liðinn föstudag fram til þriðju­dags. Margt dreif á daga hans hér á Íslandi en síðast­liðinn laug­ardag tók hann þátt í Reykjavík Pride með ungl­iða­hreyf­ingu Íslands­deild­ar­innar, var viðstaddur afhjúp­unar minn­is­varða um jökulinn Ok á sunnu­daginn, hitti Guðlaug Þór Þórð­arson utan­rík­is­ráð­herra Íslands og stóð að lokum fyrir hádeg­isum­ræðum á skrif­stofu Íslands­deild­ar­innar á mánu­daginn.

Kumi er reynslu­mikill aðgerðasinni og hefur frá unga aldri starfað í þágu mann­rétt­inda í heimalandi sínu, Suður-Afríku. Aðeins 15 ára skipu­lagði hann sín fyrstu mótmæli gegn aðskiln­að­ar­stefn­unni og var rekinn úr skóla fyrir vikið. Eftir það tók hann virkan þátt í aðgerðum gegn aðskiln­að­ar­stefn­unni sem leiddu til þess að árið 1986, 21 árs að aldri, var Kumi neyddur í útlegð til Bret­lands. Hann snéri ekki aftur til heima­lands síns fyrr en árið 1990, eftir að Nelson Mandela var leystur úr haldi.

Áður en Kumi tók til starfa hjá Amnesty Internati­onal, fyrir ári síðan, gegndi hann starfi aðal­fram­kvæmda­stjóra Green­peace Internati­onal. Aðgerðasinninn Kumi var á þeim tíma meðal annars hand­tekinn fyrir að klifra upp á olíu­bor­pall á Græn­landi árið 2011 en þar afhenti hann undir­skrift­arlista gegn olíu­borun í Atlants­hafi.

Image may contain: 5 people, people smiling, sky, tree and outdoor

Kumi tók þátt í Reykjavík Pride síðast­liðinn laug­ardag ásamt ungl­iða­hreyf­ingu Íslands­deild­ar­innar. Fyrir gönguna spjallaði Kumi við ungliða. Hann lagði áherslu á mikil­vægi ungra aðgerða­sinna og hvatti hreyf­inguna til að halda ótrauð áfram. Hann lagði áherslu á mikil­vægi þess að gleyma ekki að hafa húmor fyrir hlut­unum og skemmta sér þegar barist er fyrir mann­rétt­indum.

Kumi deildi sögu frá fyrstu mótmæla­göngu sinni þegar hann mótmælti ójöfnuði hvítra og svartra innan mennta­kerf­isins í Suður-Afríku og hrópaði fremstur í flokki „We want equality“ (Við viljum jafn­rétti). Þegar orðin bárust til enda fylk­ing­ar­innar höfðu skila­boðin aðeins skolast til og kallað var „we want colour tv“ (Við viljum lita­sjón­varp).

„Á þessum árum langaði mig líklegast jafn mikið í jafn­rétti og lita­sjón­varp,“ sagði hann hlæj­andi en á þeim tíma var það fjar­lægur draumur fyrir svartan strák í Suður-Afríku.

Á mánu­daginn hitti Kumi síðan Guðlaug Þór Þórð­arson utan­rík­is­ráð­herra ásamt Björgu Maríu Odds­dóttur formanni Íslands­deildar Amnesty Internati­onal og Önnu Lúðvíks­dóttur fram­kvæmda­stjóra deild­ar­innar. Rætt var um setu Íslands í mann­rétt­inda­ráði Sameinuðu þjóð­anna og þakkaði Kumi Íslandi fyrir að leggja fram ályktun í ráðinu í júlí síðast­liðnum sem varðaði ástand mann­rétt­inda­mála á Filipps­eyjum. Íslensk stjórn­völd sýndu þar forystu í verki.

Þá hvatti Kumi íslensk stjórn­völd til að halda áfram gagn­rýni sinni í ráðinu á mann­rétt­inda­ástandið í Sádi-Arabíu. Amnesty Internati­onal kallar eftir því að mann­rétt­inda­ráðið leggi fram ályktun um stöðu mann­rétt­inda í Sádí-Arabíu sem feli meðal annars í sér að komið verði á fót sérstöku eftir­lit­s­kerfi til að fylgjast með mann­rétt­inda­brotum í landinu.

Þá voru lofts­lagsmál og hlýnun jarðar einnig rædd á fund­inum.

Kumi hitti einnig félaga Íslands­deildar Amnesty Internati­onal en deildin stóð fyrir hádeg­isum­ræðum um helstu áskor­anir í barátt­unni fyrir mann­rétt­indum allra. Kumi nefndi nokkrar helstu áskor­an­irnar, þá allra helst uppgang einræð­is­stjórn­ar­fars víðs­vegar um heiminn, aukinn ójöfnuð ríkra og fátækra, útbreiðslu útlend­ing­ar­haturs í heim­inum og hlýnun jarðar. Mikil­vægt sé að við tengjum lofts­lagsmál við mann­rétt­indi þar sem minni­hluta­hópar og fólk í þróun­ar­löndum verða mest fyrir barðinu á afleið­ingum þess.

„Góðu frétt­irnar varð­andi hlýnun jarðar er að jörðin þarfnast ekki björg­unar. Jörðin hefur það ágætt. Hvers vegna segi ég það? Jú, því ef við höldum áfram á þeirri braut sem við erum á þá er loka­út­koman sú að mann­kynið deyr út. Jörðin mun hins vegar ná sér aftur á strik. Skógar munu vaxa aftur og vatns­lindir endur­nýjast. Vandinn sem tengist hlýnun jarðar snýr fyrst og fremst um að tryggja framtíð barna og barna­barna okkar.“

Kumi Naidoo, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal

Lestu einnig