Fréttir

12. maí 2020

Íslenskur full­trúi í alþjóð­legu ungmenna­ráði

Íslands­deild Amnesty Internati­onal kynnir með stolti fyrsta full­trúa deild­ar­innar í Global Youth Collective, alþjóð­legu ungmenna­ráði Amnesty Internati­onal. Þórhildur Elísabet Þórs­dóttir var valin í byrjun maí sem full­trúi okkar í ráðinu. Hún hefur verið meðlimur ungl­iða­hreyf­ingar Íslands­deild­ar­innar um langt skeið og sinnt þar ýmsum sjálf­boða­liða- og aðgerða­störfum. Hún var formaður stjórnar ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar frá 2016 til 2019, verið full­trúi deild­ar­innar á ráðstefnum og fundum erlendis og stofnaði Háskóla­félag Amnesty í Háskóla Íslands ásamt öðrum haustið 2018. Þórhildur situr nú í aðal­stjórn Íslands­deild­ar­innar og er jafn­framt yngsti stjórn­ar­með­lim­urinn en hún var aðeins 19 ára þegar hún var kosin í stjórnina í mars 2019.

Alþjóð­legt ungmennaráð Amnesty Internati­onal saman­stendur af 16 öflugum ungum aðgerða­sinnum og starfs­fólki samtak­anna alls staðar að úr heim­inum. Hópurinn er valinn út frá leið­toga­hæfni og þátt­töku í ungl­ið­a­starfi og er hlut­verk þeirra meðal annars að leggja til hugmynda­auðgi og skap­andi nálganir í starfi samtak­anna. Þá er þeim ætlað að leita tæki­færa og leiða til að fram­kvæma markmið alþjóð­legu ungmenna­áætl­unar Amnesty Internati­onal. Ráðið starfar í fimm heims­álfum og vinnur að aukinni þátt­töku ungmenna og sér til þess að sýn ungmenna spili hlut­verk í öllu starfi Amnesty Internati­onal: í stjórn­sýslu, herferð­a­starfi, stefnu­mótun og mann­rétt­ind­a­starfi.

Í ráðinu fá raddir ungra aðgerða­sinna og málefni sem eru ungu fólki hugleikin hljóm­grunn. Meðlimir ráðsins hafa áhrif á skipulag samtak­anna á alþjóða­vísu með ráðgjöf og upplýs­ingum um hvernig þörfum ungra aðgerða­sinna getur verið betur mætt í öllu starfi samtak­anna.

Í ráðinu eru að jafnaði tveir ungl­iðar og einn starfs­maður frá hverjum heims­hluta. Þórhildur er full­trúi Evrópu og Mið-Asíu ásamt ungliða frá Portúgal og starfs­manni frá skrif­stofu samtak­anna í Bretlandi. Hver full­trúi er valinn af meðlimum ráðsins í samstarfi við alþjóða­skrif­stofu Amnesty Internati­onal til tveggja ára í senn. Þórhildur er vel að því komin að ganga til liðs við ráðið og verð­ugur full­trúi. Hún hefur sýnt mikla leið­toga­hæfni, áræðni og sinnt störfum sínum innan raða ungl­iða­hreyf­ingar Íslands­deild­ar­innar af óeig­ingirni, dugnaði og gleði. Íslands­deild Amnesty Internati­onal samgleðst Þórhildi inni­lega og óskar henni góðs gengis í þessu nýja hlut­verki í þágu mann­rétt­inda.

Til hamingju Þórhildur okkar!

Lestu einnig