Fréttir

8. febrúar 2024

Ísrael: Aukin harka ísra­elskra hersveita á Vest­ur­bakk­anum

Ísra­elskar hersveitir hafa síðustu fjóra mánuði beitt palestínskt fólk grimmi­legu ofbeldi á hernumda Vest­ur­bakk­anum á meðan heims­byggðin fylgist með ástandinu á Gaza. Hersveitir hafa drepið palestínskt fólk með ólög­mætum hætti, meðal annars með óhóf­legri og ónauð­synlegri vald­beit­ingu gegn mótmæl­endum og við hand­töku ásamt því að neita særðu fólki um lækn­is­að­stoð. Þetta kemur fram í nýrri rann­sókn Amnesty Internati­onal.  

Amnesty Internati­onal rann­sakaði fjögur tilvik sem er lýsandi fyrir ólögmæta og banvæna vald­beit­ingu ísra­elska hersins. Þrjú þessara tilvika áttu sér stað í október og eitt í nóvember. Í þessum fjórum tilvikum létust 20 palestínskir einstak­lingar, þar á meðal sjö börn. Rann­sak­endurnir tóku viðtöl við 12 viðmæl­endur, þar af tíu vitni sem voru meðal annars fyrstu viðbragðs­að­ilar eða íbúar á svæðinu. Tækni-og rann­sókn­ar­stofa Amnesty Internati­onal, Crisis Evidence Lab, sannreyndi 19 mynd­bönd og fjórar myndir sem tengjast þessum fjórum tilvikum.  

Rannsókn Amnesty International

Rann­sóknin leiddi einnig í ljós að ísra­elskar hersveitir komu í veg fyrir að lífs­hættu­lega særðir einstak­lingar fengju lækn­is­að­stoð og gerðu árásir á þá einstak­linga sem reyndu að aðstoða særða palestínska einstak­linga, meðal annars bráðaliða. 

Á síðustu mánuðum hefur Ísrael beitt aukinni hörku sem hefur leitt til dauðs­falla á Vest­ur­bakk­anum og spennan á svæðinu hefur aukist til muna. Í einu nýlegu tilfelli gerðu ísra­elskar hersveitir áhlaup í gervi heil­brigð­is­starfs­fólks. Á árinu 2023 létust 507 Palestínu­búar á Vest­ur­bakk­anum, þar af 81 barn. Þetta eru hæstu dánar­tölur síðan að Samhæf­ing­ar­skrif­stofa aðgerða Sameinuðu þjóð­anna í mann­úð­ar­málum (OCHA) byrjaði að skrá mann­fall Palestínubúa árið 2005. 

Frá 7. október 2023 hafa ísra­elskar örygg­is­sveitir beitt ólög­mætri og linnu­lausri vald­beit­ingu í lögreglu­að­gerðum á Vest­ur­bakk­anum sem veldur ótta og óhug íbúa. Einnig hefur ólög­mætri vald­beit­ingu verið beitt til að leysa upp mótmæli og samstöðufundi með Gaza þar sem krafist var lausnar palestínskra fanga. 

Á tíma­bilinu 7. október til 31. desember 2023, voru 299 Palestínu­búar drepnir, sem er 50% aukning miðað við fyrstu níu mánuði ársins. Að minnsta kosti 61 Palestínubúi var drepinn, þar á meðal 13 börn, á fyrstu 29 dögum ársins 2024 samkvæmt tölu­legum upplýs­ingum frá Samhæf­ing­ar­skrif­stofu aðgerða Sameinuðu þjóð­anna í mann­úð­ar­málum (OCHA).    

Amnesty Internati­onal óskaði eftir upplýs­ingum um tilfellin fjögur hjá ísra­elskum fjöl­miðla­full­trúum hersins og yfir­völdum í Jerúsalem í nóvember en hefur ekki enn fengið nein svör. Amnesty Internati­onal heldur áfram að rann­saka önnur tilfelli óhóf­legrar vald­beit­ingar í lögreglu­að­gerðum og árásum á Vest­ur­bakk­anum. 

Ísrael hefur lengi beitt óhóf­legri og banvænni vald­beit­ingu til brjóta á bak aftur mótmæli og sem hluti af aðskiln­að­ar­stefnu gegn palestínsku fólki. Þar hafa ólögmæt dráp, framin af full­trúum yfir­valda, fengið þrífast í refsi­leysi. 

Árás á Nour Shams í október

Frá 7. október 2023 hafa ísra­elskar hersveitir gert áhlaup af auknum þunga, næstum daglega, á hernumda Vest­ur­bakk­anum. Þessi áhlaup eru sögð vera húsleitar- og hand­töku­að­gerðir. Rúmlega 54% af 4.382 Palestínu­búum særðust í slíkum aðgerðum á Vest­ur­bakk­anum samkvæmt tölum Samhæf­ing­ar­skrif­stofu Sameinuðu þjóð­anna (OCHA).   

Ísra­elsher og landa­mæra­sveit Ísraels beittu óhóf­legri vald­beit­ingu í aðgerð sinni í flótta­manna­búð­unum Nour Sham í Tulkarem sem hófst þann 19. október og stóð yfir í 30 klukku­stundir. Í þessari aðgerð voru 13 Palestínu­búar drepnir, þar á meðal sex börn, þar af fjögur undir sextán ára aldri og 15 einstak­lingar voru hand­teknir.  

Á fréttamiðlum var haft eftir heim­ild­ar­manni ísra­elska hersins að einn landa­mæra­lög­reglu­maður hafi verið drepinn og níu aðrir særst eftir að Palestínu­búar köstuðu heima­gerðri sprengju í átt að þeim.  

Íbúi á svæðinu sagði Amnesty Internati­onal að meðan á aðgerð­inni stóð hafi ísra­elskir hermenn ráðist inn á 40 heimili þar sem persónu­legir munir voru eyði­lagðir og holur boraðar í veggi fyrir leyniskyttur. Lokað var fyrir vatn og rafmagn í flótta­manna­búð­unum og hermenn eyði­lögðu opin­bera vegi, rafmagns­kerfi og vatns­leiðslur með jarð­ýtum. 

Taha Mahamid

Taha Mahamid, 15 ára, var á meðal þeirra sem var drepinn. Hann var skotinn til bana fyrir framan húsið sitt þegar hann var athuga hvort ísra­elski herinn hefði yfir­gefið svæðið. Taha var óvopn­aður og ógnaði ekki ísra­elskum hermönnum þegar hann var skotinn, samkvæmt vitn­is­burði og mynd­böndum sem Amnesty Internati­onal skoðaði. Systir hans tók upp mynd­band sem tækni- og rann­sókn­ar­stofa Amnesty Internati­onal sann­reyndi og þar sést Taha kíkja eftir því hvort ísra­elskir hermenn væru á svæðinu. Hann hnígur niður á götuna fyrir framan húsið sitt eftir að þrjú skot­hljóð heyrast. 

Tatima, systir Taha, sagði Amnesty Internati­onal:

„Honum var ekki gefið neitt tæki­færi. Á einu augna­bliki var bróðir minn drepinn. Þrisvar sinnum var skotið án miskunnar. Fyrsta skotið hæfði hann í fótinn. Annað skotið í magann. Þriðja skotið í augað. Það voru engin árekstrar, engin átök.“

Vitni greindi Amnesty Internati­onal frá því að faðir Taha, Ibrahim Mahamid, hafi í kjöl­farið reynt að halda á syni sínum í öruggt skjól en ísra­elskar hersveitir hafi skotið hann í bakið. Mynd­band sem ein af systrum Taha tók upp og Amnesty Internati­onal hefur sann­reynt sýnir föður þeirra liggja á jörð­inni við hliðina á Taha. Fatima Mahamid, systir Taha, sagði:

„Hann [Ibrahim, faðir þeirra] lyfti upp höndum til að sýna þeim [hermönn­unum] að hann hefði ekkert í höndum sér. Hann vildi aðeins ná í son sinn. Hann var skotinn með einu skoti og faðir minn féll við hlið Taha.“

Ibrahim Mahamid hlaut alvar­lega innvortis áverka og þurfti að færa hann á gjör­gæslu. Hvorki Taha né Ibrahim Mahamid ógnuðu hersveitum né öðrum þegar þeir voru skotnir. Þessi óhóf­lega og banvæna vald­beiting ber að rann­saka sem stríðs­glæp þar sem ásetn­ingur er að drepa eða valda miklum þján­ingum og skaða á líkama og heilsu.  

Skemmdarverk

Um það bil 12 tímum eftir morðið á Taha Mahamid réðst ísra­elski herinn inn á heimili fjöl­skyldu hans og læsti fjöl­skyldu­með­limi, þar á meðal þrjú ung börn, inn í herbergi undir eftir­liti hermanns í um það bil tíu tíma. Hermenn boruðu holur á veggi tveggja herbergja til að stað­setja leyniskyttur. Eitt vitnið sagði þá hafa gert leit á heim­ilinu, barið fjöl­skyldu­með­limi og losað þvag við dyra­þrepið.  

Í mynd­bandi sem Amnesty Internati­onal hefur sann­reynt sést jarðýta ísra­elska hersins skemma þrönga götu í Nour Shams-flótta­manna­búð­unum. Í mynd­bandi sem Rauði hálf­máni palestínska samfé­lagsins birti og tækni-og rann­sókn­ar­stofa Amnesty Internati­onal hefur einnig sann­reynt sjást veru­legar skemmdir á vegum í Nour Sham-flótta­manna­búð­unum, sem tafði sjúkra­brott­flutn­inga særðra einstak­linga á meðan á áhlaupi hersins stóð yfir.  

©MOSAB SHAWER/AFP via Getty Images. Jarðýta að skemma palestínskt hús á Vestu­bakk­anum, árið 2022.

Óhófleg valdbeiting gegn palestínskum mótmælendum

Fjöl­mörg samstöðu­mót­mæli með palestínsku fólki á Gaza hafa farið fram á Vest­ur­bakk­anum frá 7. október 2023. Í flestum tilfellum hafa þessar kröfu­göngur farið fram frið­sam­lega en sumir mótmæl­endur hafa sést kasta steinum sem viðbrögð við harka­legum afskiptum ísra­elskra hersveita. Vald­beiting ísra­elska hersins vegna grjót­kasts ungmenna  hefur leitt til dauðs­falla sem er brot á rétt­inum til lífs, samkvæmt alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum og alþjóð­legum stöðlum um vald­beit­ingu í löggæslu. Banvænni vald­beit­ingu skal aðeins beitt þegar líf fólks er í bráðri hættu en hún telst ekki vera hófleg viðbrögð við grjót­kasti.  

Í einu tilviki, þann 13. október í Tulkarem, greindu tvö vitni Amnesty Internati­onal frá því að ísra­elskar hersveitir, sem stað­settar voru í eftir­litsturni hersins við aðal­inn­gang bæjarins og á þökum heimila í nágrenninu, hafi skotið á hóp sem saman­stóð af að minnsta kosti 80 óvopn­uðum Palestínu­búum sem tóku þátt í frið­sam­legum samstöðu­mót­mælum með Gaza. 

Tvö vitni sem starfa í fjöl­miðlum og voru á svæðinu sögðu hvort um sig við Amnesty Internati­onal að þau hefðu séð ísra­elskar hersveitir skjóta tveimur tára­g­as­hylkjum í átt að hópi fólks og að stuttu síðar hafi verið skotið úr byssu án viðvör­unar. Þau sáu fjóra einstak­linga sem urðu fyrir skoti og særðust við að flýja skotin. Nokkrum mínútum síðar beindu ísra­elskar hersveitir skotum sínum í áttina að fjöl­miðla­fólki þrátt fyrir að það hafi verið vel merkt í vestum. Vitnin tvö földu sig á bak við vegg ásamt þremur börnum og þurftu að bíða þar í tvo tíma. 

Á meðan þau voru þar urðu þau vitni að því að palestínskur maður á hjóli særðist þegar ísra­elskur hermaður skaut hann. Annað vitnið sá einnig mótmæl­anda skotinn í höfuðið og greindi frá því að hann hefði verið skotinn skyndi­lega og fallið til jarðar. Hann lést síðar af sárum sínum. 

Harkaleg viðbrögð

Enn eitt atvikið átti sér stað 27. nóvember þegar ísra­elskar hersveitir beittu hóp Palestínubúa óhóf­legri vald­beit­ingu í Beit­unia, nálægt Ramallah. Hópurinn hafði safnast saman til að taka á móti fanga sem hafði verið leystur úr haldi frá Ofer-fang­elsinu í kjölfar  samkomu­lags á milli Ísraels og Hamas í tíma­bundnu mann­úð­ar­hléi á Gaza.  

Vitni sögðu Amnesty Internati­onal frá því þegar ísra­elski herinn skaut byssu­skotum og gúmmí­kúlum í átt að hópnum og varpaði tára­g­as­hylkjum með drónum. Þau sögðu einnig að ísra­elskar hersveitir hefðu keyrt jarð­ýtum og herjeppum inn í hóp Palestínubúa.  

Eitt vitnið sá Yassine Al-Asmar skotinn í bringuna og horfði á þegar sjúkra­bílar komust ekki að honum vegna skotárása ísra­elskra hersveita. Vinir Yassine gátu aftur á móti komið honum í burtu og farið með hann á sjúkrahús í Ramallah þar sem hann var úrskurð­aður látinn skömmu síðar.  

Mynd­bönd sem tækni- og rann­sókn­ar­stofa Amnesty Internti­onal sann­reyndi sýna mótmæl­endur kasta grjóti og brenna dekk og að minnsta kosti eina mann­eskju kasta bens­ín­sprengju á jarðýtu.  

Beiting skot­vopna er ekki rétt­læt­anleg viðbrögð við grjót­kasti eða dekkja­brennu samkvæmt alþjóða­lögum. Það er skýrt í alþjóða­lögum að notkun skot­vopna er ekki rétt­læt­anleg nema í þeim undan­tekn­ing­ar­til­fellum þar sem um er að ræða bráða lífs­hættu eða mikla hættu á alvar­legu líkams­tjóni. 

Þessar skotárásir þarf að rann­saka sem mögu­lega stríðs­glæpi.

Komið í veg fyrir læknisaðstoð

Það hindra lækn­is­að­stoð er aðferð sem ísra­elski herinn á öllum hernumdu svæð­unum í Palestínu hefur beitt með kerf­is­bundnum hætti líkt og Amnesty Internati­onal hefur skrá­sett í fjöl­mörg ár og er hluti af aðskiln­að­ar­stefnu Ísraelsríkis gegn Palestínu­búum

Samkvæmt alþjóða­lögum ber ísra­elskum hersveitum skylda að tryggja að særðir einstak­lingar af völdum hermanna fái aðgang að lækn­is­með­ferð. 

Amnesty Internati­onal hefur rann­sakað fimm tilvik þar sem ísra­elskar hersveitir komu í veg fyrir lífs­nauð­syn­lega lækn­is­að­stoð fyrir særða einstak­linga í mótmælum eða árásum hersins. Einnig var skotið á Palestínubúa sem reyndu að koma hinum særðu til aðstoðar, þar á meðal bráðaliða.  

Í Austur-Jerúsalem, í Ein Al-Lozeh í Silwan hverfinu, þann 10. október myrti ísra­elskur landa­mæra­lög­reglu­full­trúi Ali Abbasi sem var óvopn­aður og var að reyna koma Abd Al-Rahman Faraj til bjargar sem hafði verið skotinn af sömu örygg­is­sveit á svæðinu.

Árekstrar komu upp á milli Palestínubúa og ísra­elskrar landa­mæra­lög­reglu í hverfinu. Palestínu­búar notuðu flug­elda en ísra­elska hersveitin skot­vopn. Tækni- og rann­sókn­ar­stofa Amnesty Internati­onal sann­reyndi þrjú mynd­bönd frá mismun­andi sjón­ar­hornum sem sýndu flug­elda lenda á hlið og aftan á lögreglubíl.

Í þessum átökum var Abd Al-Rahman Faraj skotinn. Stuttu síðar reyndi Ali Abbasi að draga Faraj í öruggt skjól. Vitni, sem af örygg­is­ástæðum óskaði nafn­leyndar, sagði Amnesty Internati­onal að ísra­elsk hersveit hefði skotið Ali Abbasi í höfuðið þegar hann reyndi að draga Faraj í burtu. 

Vitnið sagði að ísra­elskar hersveitir hefðu hótað að skjóta fólk sem reyndi að koma mönn­unum tveimur til aðstoðar og hindrað að sjúkra­bíll gæti sinnt fórn­ar­lömbum sem voru látin blæða út í rúman klukku­tíma. Fórn­ar­lömbin voru síðar sótt af ísra­elskum hersjúkrabíl og hafa aðstand­endum ekki enn verið afhent lík þeirra.  

Tálmun sjúkrabíla

Svipað gerðist í Tulkarem á mótmælum þann 13. október. Vitni sögðu að ísra­elskar sveitir hefðu skotið palestínskan mann sem var á reið­hjóli og bráðaliða sem reyndi að bjarga viðkom­andi.

„Hann var öskr­andi. Og síðan kom einn bráðaliði sjúkra­bíls og reyndi að færa hann til að bjarga honum en ísra­elsk leyniskytta hélt áfram að skjóta. Ég sá þetta með mínum eigin augum að ísra­elskar leyniskyttur skutu á bráðaliða og sjúkrabíl.“

Í þriðja dæminu í Nour Shams þann 19. október sáu þrjú vitni, þar á meðal bráðaliði á vett­vangi, að tveir sjúkra­bílar voru stöðv­aðir við innganginn á flótta­manna­búð­unum og þeim ekki leyft að komast til særða einstak­linga. Vitnin sögðu að íbúar hefðu neyðst til að flytja þá á spítala í einka­bílum.  

Fjöl­skyldu­með­limir, sem urðu vitni að því þegar Ibrahim Mahamid var skotinn þegar hann reyndi að koma syni sínum Taha til bjargar, sögðu að í rúman klukku­tíma var komið í veg fyrir að hann fengi lækn­is­að­stoð. Einnig var rætt við bráðaliða sem stað­festi að hann hefði reynt í klukku­tíma að komast til Ibrahim Mahamid en ísra­elskar hersveitir stöðvuðu sjúkra­bílinn við innganginn á flótta­manna­búð­unum og á meðan blæddi Ibrahim. 

AFP via Getty Images-Ísra­elskur hermaður við sjúkrabíl Rauða hálf­mánans á Vest­ur­bakk­anum

Skotið á bráðaliða

Í áhlaupi Ísra­els­hers í Jenin þann 9. nóvember var ráðist á heil­brigð­is­starfs­fólk sem reyndi að hlúa að einstak­ling með skotsár í Jenin-flótta­manna­búð­unum. Ísra­elskar sveitir drápu 13 Palestínubúa í þessari aðgerð sinni sem stóð yfir í 12 tíma, bæði í vopn­uðum átökum og loft­árásum. 

Samkvæmt einu vitni skutu ísra­elskar hersveitir Sabreen Obeidi, bráðaliða Rauða hálf­mánans, í bakið þegar hún var inn í sjúkrabíl sem var kyrr­stæður í Jenin-flótta­manna­búð­unum. 

Í sama áhlaupi þann 9. nóvember skutu ísra­elskar sveitir á tvo aðra sjúkra­bíla Rauða hálf­mánans sem komu inn í Jenin-flótta­manna­búð­irnar til að sækja særða einstak­linga. Í mynd­bandi úr myndavél í sjúkra­bílnum sem tækni- og rann­sókn­ar­stofa Amnesty Internati­onal sann­reyndi sést að skot­hríð lendir á veginum um það bil 2 metrum fyrir framan bílinn. Bráðaliði í sjúkra­bílnum sagði Amnesty Internati­onal einnig frá því að hann hefði séð leyniskyttu í bygg­ingu á svæðinu skjóta tvo aðra bráðaliða.  

Alþjóðalög krefjast virð­ingar og verndar fyrir heil­brigð­is­starfs­fólk sem og fyrir særða og veika einstak­linga. Að hindra lækn­is­með­ferð er brot á rétt­inum til heilsu, rétt­inum til öryggis, banni við pynd­ingum og annarri grimmi­legri, ómann­úð­legri og niður­lægj­andi meðferð eða refs­ingu. Að auki er hætta á að brotið sé á rétt­inum til lífs.  

Amnesty Internati­onal hefur í áraraðir skrá­sett morð sem ísra­elskar hersveitir hafa framið sem hluti af kerf­is­bund­inni aðskiln­að­ar­stefnu gegn palestínsku fólki. Það er tími til kominn að saksóknari alþjóð­lega saka­mála­dóm­stólsins rann­saki þessi morð og ólög­mæta aðskiln­að­ar­stefnu sem Ísrael beitir í rann­sókn sinni á ástandinu í Palestínu.  

Alþjóðlegir staðlar

Vest­ur­bakkinn er hernuminn af Ísrael og sem hernáms­ríki ber Ísrael skylda til að fylgja alþjóða­lögum ásamt fjórða Genfarsátt­mál­anum og lögum um hernám.  

Við löggæslu á mótmælum og annars konar löggæslu á Vest­ur­bakk­anum, eins í húsleitar- og hand­töku­að­gerðum, verða ísra­elskar hersveitir að virða mann­rétt­indi, þar á meðal tján­ingar- og funda­frelsi, og réttinn til lífs og öryggis. Að auki ber þeim skylda til að virða alþjóð­lega staðla um mann­rétt­indi í löggæslu, eins og í megin­reglum Sameinuðu þjóð­anna um vald­beit­ingu og notkun skot­vopna við löggæslu.  

Þessir staðlar banna vald­beit­ingu við löggæslu nema að uppfylltum ströngum skil­yrðum. Vald­beit­ingu skal eingöngu beita þegar hún er nauð­synleg til að sinna skyldu við löggæslu. Skot­vopn má aðeins nota sem allra síðasta úrræðið. Lögreglu­fólk og hermenn mega aðeins beita skot­vopnum við löggæslu til að vernda sig eða annað fólk frá bráðri lífs­hættu eða alvar­legu líkams­tjóni.

Eingöngu má skjóta fólk til bana þegar það er eina leiðin til að vernda líf annars einstak­lings. Morð af ásettu ráði og ásetn­ingur um að valda einstak­lingum sem eiga að njóta verndar alvar­legu líkams­tjóni eru gróf brot á fjórða Genfarsátt­mál­anum og teljast stríðs­glæpir.  

Lestu einnig