Skýrslur

5. desember 2024

Ísrael fremur hópmorð á Palestínu­búum á Gaza

Nýút­komin skýrsla Amnesty Internati­onal leiðir í ljós að nægj­an­legur grund­völlur er til þess að álykta að Ísrael hafi framið og haldi áfram að fremja hópmorð gegn Palestínu­búum á Gaza.

Skrifaðu undir ákall: Stöðva þarf hópmorðið á Gaza

Skýrslan, ‘You Feel Like You Are Subhuman’: Israel’s Genocide Against Palest­inians in Gaza, greinir frá hern­að­ar­legri sókn Ísraels í kjölfar banvænna árása undir forystu Hamas í suður­hluta Ísraels 7. október 2023. Síðan þá hefur Ísrael blygð­un­ar­laust leitt miklar hörm­ungar yfir Palestínubúa á Gaza í algjöru refsi­leysi.

„Skýrsla Amnesty Internati­onal sýnir að Ísrael hefur framið verknaði, sem eru bann­aðir samkvæmt sátt­mál­anum um ráðstaf­anir gegn og refs­ingar fyrir hópmorð, í þeim tilgangi að útrýma Palestínu­búum á Gaza. Þessir verkn­aðir fela meðal annars í sér að drepa Palestínubúa á Gaza, valda þeim alvar­legum líkam­legum eða andlegum skaða og þröngva þeim til þess að búa við lífs­skil­yrði sem miða að líkam­legri eyðingu þeirra. Í marga mánuði hefur Ísrael komið fram við Palestínubúa eins og um ómennskan hóp sem á ekki skilið mann­rétt­indi og virð­ingu og þar með sýnt ásetning um líkam­lega eyðingu þeirra.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæma­stjóri Amnesty Internati­onal

Rannsókn

Samkvæmt alþjóð­legu rétt­ar­kerfi er ekki nauð­syn­legt að gerendur nái að útrýma viðkom­andi hópi, að hluta til eða öllu leyti, til að fremja hópmorð. Hver sem á opin­berum vett­vangi hvetur með beinum hætti aðra til að fremja hópmorð skal sæta refs­ingu.

Skýrsla Amnesty Internati­onal rann­sakar brot Ísraels á Gaza yfir níu mánaða tímabil frá 7. október 2023 fram í byrjun júlí 2024. Tekin voru viðtöl við 212 einstak­linga, þeirra á meðal Palestínubúa sem eru þolendur og vitni, yfir­völd á Gaza og heil­brigð­is­starfs­fólk. Gerð var vett­vangs­rann­sókn og greining á fjöldi rafrænna og sjón­rænna sönn­un­ar­gagna ásamt gervi­hnatta­myndum. Einnig voru yfir­lýs­ingar ísra­elsks embætt­is­fólks og heryf­ir­valda skoð­aðar. Samtökin deildu niður­stöðum sínum margsinnis með ísra­elskum yfir­völdum en fengu engin svör frá þeim áður en skýrslan var gefin út.

„Niður­stöður okkar verða að leiða til vakn­ingar alþjóða­sam­fé­lagsins. Þetta er hópmorð sem verður að stöðva strax.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæma­stjóri Amnesty Internati­onal

Mynd: AFP via Getty Images.

Umfang án fordæmis

Viðbrögð Ísraels í kjölfar árása Hamas 7. október 2023 hafa leitt til þess að fólkið á Gaza er komið að þolmörkum. Grimmileg hern­að­ar­sókn Ísraels hefur fram til dagsins 7. október 2024 drepið rúmlega 42 þúsund Palestínubúa, þar á meðal rúmlega 13.300 börn og sært rúmlega 97 þúsund. Margir þeirra létu lífið í beinum eða handa­hófs­kenndum árásum af ásettu ráði, þar sem jafnvel heilu stór­fjöl­skyld­urnar þurrk­uð­ustu út. Eyði­legg­ingin hefur aldrei verið meiri og sérfræð­ingar segja að umfang og hraði eyði­legg­ing­ar­innar sé ekki sambærileg neinum öðrum átökum á 21. öldinni, þar sem heilu borg­irnar hafi verið jafn­aðar við jörðu og mikil­vægir innviðir, land­bún­að­ar­land og trúar­svæði hafi verið eyði­lögð. Stór svæði Gaza hafa verið gerð óbyggileg.

Ísrael hefur búið til aðstæður á Gaza þar sem Palestínu­búar eiga á hættu að hljóta hægfara dauð­daga vegna lífs­hættu­legs samspils vannær­ingar, hungurs og sjúk­dóma. Auk þess hafa Palestínu­búar frá Gaza sætt varð­haldi án samskipta við umheiminn, pynd­ingum og annarri illri meðferð af hálfu Ísraela.

Ljóst er að um er að ræða ásetning um hópmorð þegar horft er á hern­að­ar­lega sókn Ísraels og þær afleið­ingar sem stefnur og aðgerðir Ísraels hafa haft í víðu samhengi.

Ásetningur um útrýmingu

Til að sýna fram á ásetning Ísraels um að útrýma Palestín­búum á Gaza gerði Amnesty Internati­onal heild­ræna grein­ingu á fram­ferði Ísraels á Gaza, rýndi í yfir­lýs­ingar ísra­elskra embætt­is­manna og heryf­ir­valda, sérstak­lega frá hátt­settum aðilum, sem fela í sér afmennskun og hvatn­ingu á hópmorði og skoðaði þetta í samhengi við aðskiln­að­ar­stefnu Ísraels, ómann­úð­lega herkví á Gaza og ólög­mætt hernám Ísraels á palestínsku svæði í 57 ár.

Amnesty Internati­onal rann­sakaði stað­hæf­ingar Ísraels um að ísra­elski herinn hefði með lögmætum hætti beint árásum sínum að Hamas og öðrum vopn­uðum hópum á Gaza og að fordæma­lausa eyði­legg­ingin og synjun á mann­úð­ar­að­stoð væri afleiðing ólög­mæts fram­ferðis Hamas og annarra vopn­aðra hópa á borð við að þeir hafi stað­sett hermenn sína innan um óbreytta borgara og hindrað mann­úð­ar­að­stoð.

Niður­staða Amnesty Internati­onal er sú að þessar stað­hæf­ingar Ísraels eru ekki trúverð­ugar. Þó að hermenn vopn­aðra hópa séu stað­settir nálægt eða í þéttri byggð leysir það Ísrael ekki undan þeirri skyldu sinni að gæta fyllstu varúðar til verndar óbreyttum borg­urum og að forðast handa­hófs­kenndar árásir eða árásir sem valda óhóf­legum skaða.

Rann­sóknin leiddi í ljós að Ísrael hefur ítrekað brugðist þessari skyldu sinni og brotið þar með fjöl­mörg alþjóðalög sem er ekki hægt að rétt­læta út frá aðgerðum Hamas. Amnesty Internati­onal fann enga sönnun þess að hindrun mann­úð­ar­að­stoðar af hálfu Hamas gæti gefið skýr­ingu á gífur­legum takmörk­unum Ísraels á lífs­nauð­syn­legri mann­úð­ar­að­stoð.

Í grein­ing­unni voru önnur möguleg rök skoðuð, eins og hvort að fram­ferði Ísraels væri vegna gáleysis eða einfald­lega hvort viljinn væri að útrýma Hamas án þess að skeyta nokkru um það hvort Palestínu­búum yrði útrýmt í leið­inni, sem væri þá grimmi­legt skeyt­ing­ar­leysi fyrir lífi þeirra fremur en ásetn­ingur um hópmorð.

Hvort sem að Ísrael sjái útrým­ingu Palestínubúa sem nauð­syn­legan þátt í að útrýma Hamas eða sem ásætt­an­lega auka­af­leið­ingu þessa mark­miðs þá er ljóst að það viðhorf að ekki þurfi að taka tillit til Palestínubúa, því þeir skipti ekki máli, í raun sönnun um ásetning um hópmorð.

Í aðdrag­anda margra ólög­mætra aðgerða, sem Amnesty Internati­onal hefur skráð, höfðu ísra­elskir embætt­is­menn hvatt til þeirra. Samtökin skoðuðu 102 yfir­lýs­ingar sem voru gefnar út af ísra­elsku embætt­is­fólki, heryf­ir­völdum og öðrum aðilum frá 7. október 2023 til 30. júní 2024 þar sem kallað var eftir aðgerðum sem teljast til hópmorðs eða slíkar aðgerðir rétt­lættar.

Af þeim voru 22 yfir­lýs­ingar, frá hátt­settu embætt­is­fólki sem stjórnaði árásum, þar sem virtist vera kallað eftir aðgerðum sem geta talist til hópmorð og slíkar aðgerðir rétt­lættar. Það er bein sönnun fyrir ásetn­ingi um hópmorð. Þessi tals­máti var ítrek­aður, meðal annars á meðal ísra­elskra hermanna við störf eins og kom fram í hljóð- og mynd­bands­upp­tökum sem Amnesty Internati­onal sann­reyndi þar sem hermenn kölluðu eftir því að „þurrka út“ Gaza eða gera það óbyggi­legt ásamt því að fagna eyði­legg­ingu heimila, moskna og háskóla.

 

Dráp og alvarlegur líkamlegur og andlegur skaði

Amnesty Internati­onal hefur skrá­sett verknaði sem teljast til hópmorðs þar sem verið er að drepa Palestínubúa og valda þeim alvar­legum andlegum og líkam­legum skaða í þeim tilgangi að útrýma þeim. Amnesty Internati­onal fór yfir niður­stöður rann­sókna á 15 loft­árásum frá 7. október til 20. apríl 2024 þar sem 334 óbreyttir borg­arar voru drepnir, þar á meðal 141 barn, og hundruð særðust. Amnesty Internati­onal gat ekki fundið neina sönnun fyrir því að þessar árásir beindust að hern­að­ar­legum skot­mörkum.

Í einni árás, sem er lýsandi dæmi, þann 20. apríl 2024, var gerð loft­árás sem eyði­lagði hús fjöl­skyld­unnar Abdelal í Al-Jneinah, hverfi í aust­ur­hluta Rafah, þar sem þrjár kynslóðir voru drepnar á meðan þau sváfu, þar á meðal börn.

Þó svo að þessar árásir séu aðeins lítið brot af loft­árásum Ísraels þá gefa þær til kynna mynstur þar sem ítrekað eru gerðar beinar árásir á óbreytta borgara og borg­ara­legar eignir eða handa­hófs­kenndar árásir af ásettu ráði. Árás­irnar voru einnig gerðar þannig að þær myndu að öllum líkindum valda miklu mann­falli og skaða á meðal óbreyttra borgara.

Október 2023 – leitað í rústum í árás þar sem átta einstak­lingar létu lífið. Mynd: Ali Jadallah/Anadolu via Getty Image

 

Að skapa lífskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu

Skýrslan greinir frá því hvernig Ísrael hefur af ásetn­ingi skapað lífs­skil­yrði fyrir Palestínubúa á Gaza sem leiða með tímanum til útrým­ingar þeirra. Þessi lífs­skil­yrði eru þrenns konar sem saman hafa stig­vax­andi áhrif:

Í fyrsta lagi, tjón eða eyði­legging lífs­nauð­syn­legra innviða og annarra ómiss­andi hluta sem halda íbúum á lífi, í öðru lagi víðtækar og yfir­grips­miklar rýmingar að geðþótta sem voru einnig rugl­ings­legar þar sem næstum allir íbúar Gaza voru neyddir til brott­flutn­inga og í þriðja lagi hindrun á dreif­ingu nauð­syn­legrar þjón­ustu, mann­úð­ar­að­stoðar og annarra nauð­synja inn á Gaza og innan svæð­isins.

Í kjölfar 7. október 2023 var herkví á Gaza hert með því að loka fyrir rafmagn, vatn og eldsneyti. Herkví Ísraels á því níu mánaða tíma­bili sem var skoðað var ólögmæt og kæfandi þar sem Ísrael stjórnaði aðgengi að allri orku, tryggði ekki mikil­væga mann­úð­ar­að­stoð til Gaza og hindraði innflutning á og dreif­ingu á nauð­synjum og mann­úð­ar­að­stoð, sérstak­lega á svæðum fyrir norðan Wadi Gaza. Ísrael gerði þar með mann­úð­ar­neyðina enn þung­bærari.

Í ofanálag eru víðtækar skemmdir á heim­ilum, sjúkra­húsum, land­bún­að­ar­landi, mann­virkjum fyrir vatn og hrein­læti ásamt fjöl­mennum nauð­ung­ar­flutn­ingum hefur allt þetta leitt til hörmu­legs hungurs og aukinnar útbreiðslu á sjúk­dómum. Afleið­ing­arnar eru sérstak­lega alvar­legar fyrir smábörn og þung­aðar konur eða konur með börn á brjósti og búast má við alvar­legum og langvar­andi áhrifum á heilsufar þeirra.

Ísrael hefur ítrekað haft tæki­færi til að bæta mann­úð­ar­ástandið á Gaza. Þrátt fyrir það hafa ekki verið gerðar neinar ráðstaf­anir, eins og að veita nægj­an­legan aðgang að Gaza, létta á ströngum takmörk­unum eða greiða leiðina fyrir mann­úð­ar­að­stoð. Á sama tíma fer ástandið hrað­versn­andi.

Ítrek­aðar skip­anir um rýmingu hafa leitt til þess að nærri 1,9 millj­ónir Palestínubúa, um 90% íbúa Gaza, hafa þurft að flytjast á svæði þar sem eru ómann­úð­legar aðstæður. Sumir íbúar hafa þurft að flytjast á brott allt að tíu sinnum. Þessir nauð­ung­ar­flutn­ingar hafa skilið marga eftir án atvinnu og í miklu áfalli en áfallið er ekki síst vegna þess að 70% íbúa eru flótta­fólk eða afkom­endur flótta­fólks frá þorpum og bæjum sem Ísrael hrakti á brott árið 1948 á tímum sem eru kall­aðir Nakba (hörm­ungar).

Þrátt fyrir að aðstæður á Gaza séu ómann­úð­legar neita ísra­elsk yfir­völd að íhuga aðgerðir sem gætu verndað vega­lausa óbreytta borgara og tryggt þeim grunnnauð­synjar. Það sýnir ásetning hjá þeim.

Ísra­elsk yfir­völd hafa einnig neitað að leyfa vega­lausu fólki að snúa aftur á heimili sín í norð­ur­hluta Gaza eða flytja þau til bráða­birgða á önnur svæði á hernumda svæðinu í Palestínu eða í Ísrael. Enn er mörgum Palestínu­búum neitað um þann rétt sinn til að snúa aftur til síns heima samkvæmt alþjóða­lögum á þau svæði sem þeir voru hraktir frá árið 1948. Þessi neitun kemur þrátt fyrir að vita að Palestínu­búar á Gaza hafa engan öruggan stað til að flýja til.

Kröfur Amnesty International

  • Ríki þurfa að grípa til öflugra og langvar­andi aðgerða, sama hversu óþægi­legt það kann að vera fyrir  banda­menn Ísraels.
  • Fram­fylgja þarf hand­töku­skipun Alþjóð­lega saka­mála­dóm­stólsins (ICC) á hendur Benjamin Netanyahu forsæt­is­ráð­herra og Yoav Gallant fyrr­ver­andi varn­ar­mála­ráð­herra fyrir stríðs­glæpi og glæpi gegn mannúð, sem voru gefnar út í síðasta mánuði. Ríki verða að virða niður­stöðu dómstólsins og almenna megin­reglu þjóða­réttar með því að hand­taka og fram­vísa þeim einstak­lingum sem eftir­lýstir eru af Alþjóð­lega saka­mála­dóm­stólnum.
  • Alþjóð­legi saka­mála­dóm­stóllinn (ICC) verður tafar­laust að skoða að bæta hópmorði inn í rann­sókn sína.

  • Ríki heims verða að beita öllum löglegum leiðum til að draga gerendur til ábyrgðar. Hópmorð má ekki líðast án refs­ingar.
  • Sleppa þarf öllum gíslum skil­yrð­is­laust.
  • Draga þarf Hamas og aðra palestínska vopnaða hópar sem bera ábyrgð á glæp­unum sem framdir voru 7. október til ábyrgðar.
  • Örygg­isráð Sameinuðu þjóð­anna þarf að beita mark­vissum refsi­að­gerðum gegn ísra­elskum embætt­is­mönnum og Hamas-liðum sem eru bendl­aðir við brot á alþjóða­lögum.

 

Lestu einnig