Fréttir

12. september 2024

Ísrael/hernumda svæðið í Palestínu: Rann­sókn á hern­að­ar­að­gerðum ísra­elska hersins á Gaza nauð­synleg

Amnesty Internati­onal kallar eftir rann­sókn á eyði­legg­ingu borg­ara­legra innviða af hálfu ísra­elska hersins á Gaza og telur að þessar hern­að­ar­að­gerðir teljist stríðs­glæpir.

Rann­sókn Amnesty sýnir að á tíma­bilinu frá október 2023 til maí 2024 hafi Ísra­elsher með ólög­mætum hætti eyðilagt heimili, skóla, moskur á aust­ur­hluta Gaza. Þessi eyði­legging, sem átti að stækka „hlut­laust svæði“ af örygg­is­ástæðum, hafði áhrif á þúsundir íbúa og gerði stór svæði óbyggileg.

Mynd: © Ali Jadallah/Anadolu via Getty Images

Helstu niðurstöður rannsóknar Amnesty International

  • Eyði­legging borg­ara­legra innviða: Gervi­hnatta­myndir og mynd­bönd á samfé­lags­miðlum sem rann­sóknar- og tækni­deild Amnesty Internati­onal greindi sýna að ísra­elski herinn eyði­lagði yfir 3.500 bygg­ingar og spillti land­bún­að­ar­landi veru­lega. Svæðið sem var eyðilagt er 1-1,8 km á breidd meðfram aust­ur­hluta Gaza og er um 58 ferkíló­metrar að stærð, eða um16% af Gaza. 
  • Umfang eyði­legg­ingar:  Yfir 90% bygg­inga og 59% land­bún­að­ar­lands á umræddu svæði voru eyði­lögð eða urðu fyrir alvar­legum skemmdum. Skýrsla Amnesty sýnir að eyði­legg­ingin hafi haldið áfram eftir að ísra­elski herinn tók yfir stjórn aðgerða  á svæðinu, sem gefur til kynna að þessar hern­að­ar­að­gerðir hafi ekki verið nauð­syn­legar. 

  • Hóprefsing og stríðs­glæpir: Kerf­is­bundin eyðing borg­ara­legra mann­virkja, sérstak­lega þegar hún er fram­kvæmd eftir að átökum lýkur vekur áhyggjur um að verið sé að beita hóprefs­ingu  sem er brot á alþjóð­legum mann­úð­ar­lögum. Ísrael segir að þeir hafi eyðilagt mann­virki sem tengdust hryðju­verkum eins og göngum og skot­svæði eldflauga en það rétt­lætir ekki umfangs­mikla eyðingu íbúða­byggða og land­bún­að­ar­svæða. 
  • Áhrif á óbreytta borgara: Stækkun hlaut­lausa svæð­isins hefur leitt til þess að þúsundir Palestínubúa hafa misst heimili sín og lífs­við­ur­væri. Í bæjum eins og Khuza’a misstu íbúar heimili og bújarðir. Svæðið var einnig gjöf­ul­asta matvæla­fram­leiðslu­svæði Gaza og er nú eyðilagt. 

Alþjóðalög

Samkvæmt 147. grein fjórða Genfarsamningsins eru umfangs­miklar eyðileggingar á eignum sem eru ekki hern­að­ar­lega nauð­syn­legar og fram­kvæmdar með ólög­mætum hætti og af tilefn­is­lausu brot á sátt­mál­anum og þar af leið­andi  stríðs­glæpur.  

Amnesty Internati­onal bendir á ef markmið Ísraela var skapa hlut­laust svæði til vernda fólk í Ísrael gegn árásum vopn­aðra hópa, hefði verið hægt leita annarra valkosta innan ísra­elsks land­svæðis án þess valda svo miklum skaða á borg­ara­legum eignum.  

Í ljósi þess eyðileggingin var þ umfangsmikil og kerf­isbundin og án lögmæts hern­aðarlegs gildis ber rannsaka þessar hern­að­ar­aðgerðir sem stríðsglæpi. auki sýna sönn­unargögn sum heimili hafi ver eyðilögð í þeim tilgangi refsa óbreyttum borgurum fyrir árásir vopnaðara hópa sem er einnig brot á alþjóðalögum sem ber rannsaka.  

Ákall um ábyrgð

Amnesty Internati­onal kallar eftir ítar­legri rann­sókn á þessum hern­aðaraðgerðum. Í rann­sókn­inni er bent á eyðileggingin verði ekki rétt­lætt með öryggissjón­ar­miðum Ísraels þar sem hún virðist óhófleg og fram­kvæmd í refs­ing­ar­skyni. Alþjóðalög banna árásir á borg­araleg mann­virki nema þau séu notuð í hern­að­ar­legum tilgangi á þeim tíma sem árásin er gerð. Í Gaza voru mörg mann­virki sem voru eyðilögð borg­araleg, og eyðing þeirra virðist hafa verið gerð í refs­ing­ar­skyni frekar en nauð­synleg vegna hern­að­ar­legra ástæðna. 

Rann­sókn Amnesty Internati­onal leggur fram sönn­un­ar­gögn um mögu­lega stríðs­glæpi sem ísra­elski herinn hefur framið og kallar eftir ábyrgð og virðingu fyrir alþjóð­legum mann­úð­ar­lögum. Samtökin krefjast þess að alþjóða­sam­fé­lagið taki þessar ásakanir alvarlega og rannsaki hvort eyði­legg­ingin í Gaza sé brot á Genfar­samn­ingunum og öðrum mann­rétt­inda­lögum. 

Lestu einnig