Fréttir
12. september 2024Amnesty International kallar eftir rannsókn á eyðileggingu borgaralegra innviða af hálfu ísraelska hersins á Gaza og telur að þessar hernaðaraðgerðir teljist stríðsglæpir.
Rannsókn Amnesty sýnir að á tímabilinu frá október 2023 til maí 2024 hafi Ísraelsher með ólögmætum hætti eyðilagt heimili, skóla, moskur á austurhluta Gaza. Þessi eyðilegging, sem átti að stækka „hlutlaust svæði“ af öryggisástæðum, hafði áhrif á þúsundir íbúa og gerði stór svæði óbyggileg.
Mynd: © Ali Jadallah/Anadolu via Getty Images
Helstu niðurstöður rannsóknar Amnesty International
Alþjóðalög
Samkvæmt 147. grein fjórða Genfarsamningsins eru umfangsmiklar eyðileggingar á eignum sem eru ekki hernaðarlega nauðsynlegar og framkvæmdar með ólögmætum hætti og af tilefnislausu brot á sáttmálanum og þar af leiðandi stríðsglæpur.
Amnesty International bendir á að ef markmið Ísraela var að skapa hlutlaust svæði til að vernda fólk í Ísrael gegn árásum vopnaðra hópa, hefði verið hægt að leita annarra valkosta innan ísraelsks landsvæðis án þess að valda svo miklum skaða á borgaralegum eignum.
Í ljósi þess að eyðileggingin var það umfangsmikil og kerfisbundin og án lögmæts hernaðarlegs gildis ber að rannsaka þessar hernaðaraðgerðir sem stríðsglæpi. Að auki sýna sönnunargögn að sum heimili hafi verið eyðilögð í þeim tilgangi að refsa óbreyttum borgurum fyrir árásir vopnaðara hópa sem er einnig brot á alþjóðalögum sem ber að rannsaka.
Ákall um ábyrgð
Amnesty International kallar eftir ítarlegri rannsókn á þessum hernaðaraðgerðum. Í rannsókninni er bent á að eyðileggingin verði ekki réttlætt með öryggissjónarmiðum Ísraels þar sem hún virðist óhófleg og framkvæmd í refsingarskyni. Alþjóðalög banna árásir á borgaraleg mannvirki nema þau séu notuð í hernaðarlegum tilgangi á þeim tíma sem árásin er gerð. Í Gaza voru mörg mannvirki sem voru eyðilögð borgaraleg, og eyðing þeirra virðist hafa verið gerð í refsingarskyni frekar en nauðsynleg vegna hernaðarlegra ástæðna.
Rannsókn Amnesty International leggur fram sönnunargögn um mögulega stríðsglæpi sem ísraelski herinn hefur framið og kallar eftir ábyrgð og virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum. Samtökin krefjast þess að alþjóðasamfélagið taki þessar ásakanir alvarlega og rannsaki hvort eyðileggingin í Gaza sé brot á Genfarsamningunum og öðrum mannréttindalögum.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu