Fréttir
27. október 2023Amnesty International sendir frá sér brýnt ákall um tafarlaust vopnahlé allra aðila á hernumdum svæði Gaza og í Ísrael til að koma í veg fyrir frekara mannfall meðal óbreyttra borgara og til að tryggja aðgang að hjálpargögnum á Gaza þar sem nú ríkir mannúðarneyð af áður óþekktri gráðu.
Amnesty International gengur til liðs við sérstakan skýrslugjafa um mannréttindi á palestínska yfirráðasvæðinu frá hernámi 1967, stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem starfa í Palestínu og marga mannréttindasérfræðinga, sem kalla einnig eftir vopnahléi, ásamt aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og sérstökum sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi.
„Þörf er á brýnum aðgerðum til að vernda óbreytta borgara og koma í veg fyrir frekari mannlegar þjáningar. Við hvetjum alla aðila alþjóðasamfélagsins til að koma saman og krefjast tafarlauss vopnahlés allra aðila í átökunum.“
Agnès Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International.
Þjáningar óbreyttra borgara
Frá því hræðilegu árásirnar í suðurhluta Ísrael hinn 7. október áttu sér stað, þar sem Hamas og aðrir vopnaðir hópar drápu að minnsta kosti 1.400 einstaklinga og tóku yfir 200 gísla, sem að sögn ísraelskra yfirvalda voru flestir óbreyttir borgarar, hafa ísraelskir hermenn gert þúsundir loft- og landárása á Gazasvæðið. Í þessum árásum hafa að minnsta kosti 6.546 einstaklingar látið lífið, aðallega óbreyttir borgarar, þar af að minnsta kosti 2.704 börn, að sögn palestínska heilbrigðisráðuneytisins á Gaza. Rúmlega 17.439 hafa særst og yfir 2.000 lík eru enn föst undir rústunum. Á sama tíma er heilbrigðiskerfið í molum.
„Undanfarnar tvær og hálfa viku höfum við orðið vitni að hryllingi á ólýsanlegum mælikvarða í Ísrael og hernumdu svæðin í Palestínu. Meira en tvær milljónir manna á Gazasvæðinu reyna að lifa af hörmulega mannúðarneyð og mannfall óbreyttra borgara hefur aldrei verið jafn mikið. Yfir 6.500 einstaklingar hafa verið drepnir á Gaza og að minnsta kosti 1.400 í Ísrael og þúsundir hafa særst. Meira en 200 einstaklingar hafa verið teknir í gíslingu af Hamas. Alvarleg brot á alþjóðlegum mannúðarlögum, þar á meðal stríðsglæpir, af hálfu allra aðila deilunnar eru framin af fullum þunga. Andspænis slíkri fordæmalausri eyðileggingu og þjáningu verður mannúð að verða yfirsterkari,“
Agnès Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International.
Yfirvofandi sókn ísraelska hersins inn á Gaza mun að öllum líkindum hafa skelfilegar afleiðingar fyrir óbreytta borgara á Gaza, líkt og hótanir ísraelska hersins gagnvart óbreyttum borgurum sem eftir eru í norðurhluta Gaza fela í sér. Óbreyttir borgarar í Ísrael halda einnig áfram að verða fyrir árásum vegna handahófskenndra eldflaugaárása frá Hamas og vopnuðum hópum á Gaza.
„Í ljósi fordæmalausrar mannúðarneyðar á Gaza sem versnar dag frá degi er mikilvægt að samið verði án tafar um vopnahlé allra aðila til að gera hjálparstofnunum kleift að veita neyðaraðstoð og dreifa hjálpargögnum með öruggum hætti án skilyrða. Sjúkrahús geta þá fengið lífsnauðsynleg lyf, vatn og búnað sem þau þurfa sárlega á að halda og unnið að endurbótum á sjúkradeildum sem hafa eyðilagst.”
Agnès Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International.
Vopnahlé
Amnesty International hefur skrásett gögn um stríðsglæpi Ísraelshers og Hamas og annarra vopnaðra hópa. Vopnahlé gæti einnig opnað rými fyrir óháðar rannsóknir á mannréttindabrotum og stríðsglæpum allra aðila meðal annars á vegum Alþjóðlega sakamáladómstólsins og óháðu rannsóknarnefndarinnar á hernumdu svæðin í Palestínu. Starf þeirra er mikilvægt til að binda enda á langvarandi refsileysi fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð ásamt því að tryggja réttlæti og skaðabætur fyrir þolendur. Það er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að þessi grimmdarverk endurtaki sig og ráðist verði á rót vanda þessara átaka, sem felur meðal annars í sér að binda enda á aðskilnaðarstefnu Ísraels gegn palestínsku fólki.
„Tafarlaust vopnahlé er einnig áhrifaríkasta leiðin til að vernda óbreytta borgara á meðan stríðsaðilar halda áfram að fremja alvarleg brot. Það gæti hindrað frekari mannfall óbreyttra borgara á Gaza og veitt ráðrúm til að tryggja örugga lausn gísla.”
Agnès Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International.
Kröfur
Amnesty International ítrekar ákall sitt um:
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu