Fréttir

15. nóvember 2023

Ísrael/Hernumdu svæðin í Palestínu: Ómann­úðleg meðferð palestínskra fanga

Ísra­elsk yfir­völd hafa beitt varð­haldi án dóms­úrskurðar, sem er ein tegund varð­halds að geðþótta, í auknum mæli gegn palestínsku fólki á hernumda svæðinu á Vest­ur­bakk­anum ásamt því að palestínskir fangar hafa sætt ómann­úð­legri og niður­lægj­andi meðferð frá 7. október síðast­liðnum. Tilvik um pynd­ingar og dauðsföll í varð­haldi síðasta mánuðinn hafa heldur ekki verið rann­sökuð af ísra­elskum yfir­völdum samkvæmt Amnesty Internati­onal. 

Frá því 7. október síðast­liðinn hafa ísra­elskar hersveitir hand­tekið rúmlega 2.200 palestínska menn og konur samkvæmt tölum frá samtök­unum Palestínski fanga­klúbburinn. Tölur frá mann­rétt­inda­sam­tök­unum HaMoked sýna að frá 1. október til 1. nóvember hafi fjöldi palestínsks fólks í varð­haldi án dóms­úrskurðar, sem hefur hvorki fengið á sig ákæru eða rétt­ar­höld, aukist úr 1.319 í 2.070. 

Rannsókn Amnesty International

„Síðast­liðinn mánuð höfum við orðið vitni að veru­legri aukn­ingu á beit­ingu varð­halds án dóms­úrskurðar í Ísrael, sem er varð­hald án ákæru eða rétt­ar­halda og getur verið fram­lengt út í hið óend­an­lega. Rétt fyrir harðn­andi átök sem hófust þann 7. október var beit­ingu þessa varð­halds þá þegar í hámarki ef litið er til síðustu tveggja áratuga.

Heba Morayef, fram­kvæmda­stjóri svæð­is­deildar Miðaust­ur­landa og Norður-Afríku hjá Amnesty Internati­onal 

Vitn­is­burður fanga sem hafa verið leystir úr varð­haldi og mann­rétt­inda­lög­fræð­inga ásamt mynd­bands­upp­tökum og mynd­efni gefa ákveðna mynd af þeim pynd­ingum og illri meðferð sem fangar hafa sætt af hálfu ísra­elskra hersveita síðastliðinn mánuð. Þar á meðal má nefna grófar barsmíðar ásamt niður­læg­ingu á föngum þar sem þeir eru meðal annars látnir halda lúta höfði, krjúpa á gólfinu við fanga­taln­ingu og syngja ísra­elsk lög. 

Varð­hald án dóms­úrskurðar er ein helsta leið Ísraels til að halda uppi aðskiln­að­ar­stefnu gegn palestínsku fólki. Vitn­is­burður og mynd­bönd benda einnig til fjölda tilvika pynd­inga og annarrar illrar meðferðar af hálfu Ísra­els­hers, þar á meðal barsmíðar og niður­lægj­andi meðferð af ásettu ráði gegn palestínsku fólki í haldi við skelfi­legar aðstæður.“

Heba Morayef, fram­kvæmda­stjóri svæð­is­deildar Miðaust­ur­landa og Norður-Afríku hjá Amnesty Internati­onal 

Rann­sak­endur Amnesty Internati­onal tóku viðtöl við 12 einstak­linga, þar á meðal sex fyrrum fanga, þrjá ættingja fanga og þrjá lögfræðinga sem eru að vinna í málum einstak­linga sem voru nýlega hand­teknir. Rann­sak­endur fóru einnig yfir birta vitn­is­burði annarra fyrrum fanga og rýndu í mynd­bönd og myndir.  

Aftökur án dóms og laga og gísla­taka Hamas og annarra vopn­aðra hópa þann 7. október eru stríðs­glæpir og ber að fordæma sem slíka en ísra­elsk yfir­völd mega ekki nota þessar árásir til að rétt­læta ólög­mætar árásir sínar og hóprefs­ingu óbreyttra borgara á umkringda Gazasvæðinu fyrir gjörðir ákveð­inna einstak­linga. Ekki heldur til að rétt­læta pynd­ingar, geðþótta­varð­hald og önnur brot á rétt­indum palestínskra fanga. Bann við pynd­ingum er með öllu ófrá­víkj­an­legt og á það meðal annars við um, og þá sérstak­lega, á tímum sem þessum.“ 

Heba Morayef, fram­kvæmda­stjóri svæð­is­deildar Miðaust­ur­landa og Norður-Afríku hjá Amnesty Internati­onal 

Vitnisburður

Amnesty Internati­onal hefur í áratugi skrá­sett pynd­ingar ísra­elskra yfir­valda í varð­haldi á Vest­ur­bakk­anum. Undan­farið hefur mynd­böndum og myndum verið deilt á netinu sem sýna grimmi­legar aðferðir ísra­elskra hermanna þar sem þeir berja og niður­lægja palestínskt fólk í haldi á meðan það er nakið með bundið fyrir augun og hendur bundnar. Þetta sýnir með hroll­vekj­andi hætti þær pynd­ingar og niður­læg­ingar sem palestínskir fangar verða fyrir.  

Á einni mynd­inni sem Amnesty Internati­onal skoðaði eru þrír palestínskir menn með bundið fyrir augun og naktir við hlið hermanna sem eru klæddir ólífug­rænum búningi eins og ísra­elski land­herinn notar. Rann­sókn Haaretz-dagblaðsins sem birtist 19. október komst að því að myndin var tekin þann 12. október.

Einn af þremur þolend­unum á mynd­inni sagði Amnesty Internati­onal að land­töku­fólk hefði haldið honum í byrjun og barið hann en tveimur tímum síðar kom ísra­elskur jeppi:  

 

„Einn af ísraelsku liðs­for­ingj­unum sem komu, kom til mín og sparkaði í mig vinstra megin. Síðan hoppaði hann á höfuðið mitt með báðum fótum sem ýtti andliti mínu lengra ofan í moldina og hann hélt áfram að sparka í mig þar sem ég var með andlitið í moldinni með hendurnar bundnar aftur fyrir bak. Hann tók síðan upp hníf og reif öll fötin af mér fyrir utan nærbux­urnar og notaði hluta af rifnu fötunum mínum til að binda fyrir augun mín.

Hann bætti við:

Barsmíðarnar hættu ekki, á einum tíma­punkti byrjaði hann að hoppa á bakinu á mér, þrisvar eða fjórum sinnum, á meðan hann öskraði: drepstu, drepstu ruslið þitt“. Á endanum, rétt áður en þetta loksins hætti, pissaði annar liðs­for­ingi á andlit og líkama á meðan hann öskraði að við ættum að deyja.

Harkalegar yfirheyrslur

Amnesty Internati­onal talaði einnig við tvær konur sem voru hand­teknar að geðþótta og þeim haldið í 14 klukku­stundir á lögreglu­stöð á hernumda svæðinu í Austur-Jerúsalem. Þar voru þær niður­lægðar, gerð líkams­leit á þeim, hæðst að þeim og þær beðnar um að bölva Hamas. Þær voru seinna leystar úr haldi án ákæru. 

Í mynd­bandi sem Amnesty Internati­onal rýndi í og var fyrst birt á samfé­lags­miðlum þann 31. október sjást níu menn í haldi. Þeir voru að öllum líkindum palestínskir vegna grein­an­legs hreims. Sumir eru alveg naktir en aðrir hálfnaktir, bundið er fyrir augu þeirra og þeir í hand­járnum. Í kringum þá eru að minnsta kosti 12 hermenn í ólífug­rænum búningum og með hríðskotariffla. Bæði búning­arnir og vopnin eru stað­al­bún­aður ísra­elska land­hersins. Einn hermað­urinn sést sparka í höfuðið á einum fang­anum.  

 

Einn palestínskur fyrrum fangi sem var nýverið leystur úr haldi frá hernumda svæðinu í Austur-Jerúsalem ræddi við Amnesty Internati­onal með því skil­yrði að hann yrði nafn­laus. Hann sagði að lögreglu­menn sem sáu um yfir­heyrslur hefðu barið hann af hörku ásamt öðrum sem voru í haldi með þeim afleið­ingum að hann var allur marinn og með þrjú brotin rifbein.

Hann lagði áherslu á að ísra­elsku lögreglu­menn­irnir sem yfir­heyrðu hann hafi barið þá ítrekað í höfuðið og öskrað á þá að þeir ættu alltaf að lúta höfði, á sama tíma skipuðu þeir þeim að „lofsama Ísrael og bölva Hamas“.  

Dauðsföll í varðhaldi

Samkvæmt ísra­elskum yfir­völdum hafa fjórir palestínskir fangar látið lífið frá 7. október við kring­um­stæðum sem hafa ekki enn verið rann­sak­aðar með hlut­lausum hætti. Tveir fang­anna voru verka­menn frá hernumda svæðinu á Gaza og voru í haldi án samskipta við umheiminn af hálfu Ísra­els­hers í varð­haldsmið­stöð á vegum hersins. Dauðs­fall þeirra var aðeins opin­berað eftir að ísra­elska dagblaðið Haaretz sendi fyrir­spurn.  

Pynd­ingar og ill meðferð á einstak­lingum, sem njóta verndar samkvæmt alþjóð­legum mann­úð­ar­lögum á hernumdum svæðum, eru stríðs­glæpir. Varð­hald einstak­linga sem njóta verndar utan hernumdra svæða, eins og í tilfelli palestínskra fanga frá hernumdu svæð­unum sem er haldið í Ísrael er einnig brot á alþjóð­legum mann­úð­ar­lögum þar sem það telst þving­aður flutn­ingur. 

 

Ómannúðleg og niðurlægjandi meðferð í fangelsum

Fang­els­is­mála­stofnun Ísraels upplýsti mann­rétt­inda­sam­tökin HaMoked um að þann 1. nóvember hafi 6.809 palestínskir fangar verið í haldi. Ísra­elsk yfir­völd fram­lengdu neyð­ar­að­gerðir í fang­elsum þann 31. október sem gefur þjóðarör­ygg­is­ráð­herra Ísraels nánast óhindrað vald til að neita dæmdum föngum heim­sókn frá lögfræði eða fjöl­skyldu, að halda föngum í yfir­fullum klefum, neita þeim um útivist og grípa til grimmi­legra hóprefs­inga á borð við að loka fyrir vatn og rafmagn klukku­tímum saman. Þessar neyð­ar­að­gerðir valda því að meðferð fanga verður enn grimmi­legri og ómann­úð­legri sem er brot á banni við pynd­ingum og illri meðferð.  

Sanaa Salameh, eigin­kona fangans Walid Daqqah sem er með banvænan sjúkdóm, sagði Amnesty Internati­onal að frá 7. október hafi hvorki hún né lögfræð­ingur hans fengið leyfi til að hitta hann eða fá upplýs­ingar um heilsu hans. Hún segir. 

„Ég veit ekki hvort hann fái þá lækn­is­með­ferð sem hann þarfnast. Ég er ekki í neinu sambandi við hann. Ég er ekki einu sinni með örlitlar upplýs­ingar mér til hugg­unar.“ 

 

Palestínski lögfræð­ing­urinn Hassan Abadi sem hefur heim­sótt að minnsta kosti fjóra fanga í hverri viku frá 7. október sagði Amnesty Internati­onal að palestínskum föngum hefði verið neitað um útivist og ein þeirra niður­lægj­andi meðferða sem þeir sæta er að krjúpa á gólfinu á meðan það er fanga­talning.

Hann bætti einnig við að allar eigur palestínskra fanga væri teknar af þeim og jafnvel brenndar, þar á meðal bækur, dagbækur, bréf, föt, matur og fleira. Dömu­bindi palestínskra kvenna hafa einnig verið fjar­lægð af fang­els­is­mála­yf­ir­völdum. Samkvæmt Abadi er hann með skjól­stæðing, konu sem var handtekin og svo bundið fyrir augun á henni á lögreglu­stöð nálægt Hebron þar se einn lögreglu­mað­urinn hótaði henni með nauðgun.   

Aukning á geðþóttavarðhaldi

Beiting varð­halds án dóms­úrskurðar gegn palestínsku fólki hefur aukist á árinu 2023 en veruleg aukning varð eftir 1. október. Palestínskir fangar sem eru skil­greindir af Ísrael sem „örygg­is­fangar“ eru oft í haldi án ákæru eða rétt­ar­halda. Í flestum tilfellum eru þeir settir í varð­hald án dóms­úrskurðar sem hægt er að fram­lengja ótak­markað á sex mánaða fresti.  

Varð­hald án dóms­úrskurðar er varð­hald þar sem einstak­lingar eru í haldi af yfir­völdum ríkis á grund­velli leyni­legs öryggis sem hvorki sakborn­ingur né lögfræð­ingur hans geta skoðað forsend­urnar fyrir. Það þýðir í reynd að einstak­lingar fá ekki sann­gjarna máls­með­ferð sem allir fangar eiga rétt á samkvæmt alþjóða­lögum. Amnesty Internati­onal hefur komist að þeirri niður­stöðu að Ísrael noti varð­hald án dóms­úrskurðar sem leið til að ofsækja palestínskt fólk en ekki sem forvarn­ar­að­gerð sem er aðeins beitt við sérstakar kring­um­stæður. 

  • Ísra­elsk yfir­völd verða tafar­laust að stöðva allar ómann­úð­legar neyð­ar­að­gerðir sem palestínskir fangar hafa sætt og veita þeim aðgang að lögfræð­ingi og leyfa fjöl­skyldu­heim­sóknir án tafar.
  • Leysa þarf alla palestínska fanga úr haldi sem eru í haldi að geðþótta.
  • Ísrael verður að veita alþjóðanefnd Rauða krossins brýnt leyfi til að heim­sækja fang­elsi og varð­haldsmið­stöðvar og til að hafa eftirlit með aðstæðum palestínskra fanga.  
  • Ísra­elsk dóms­mála­yf­ir­völd verða einnig að hefja hlut­lausa og sjálf­stæða rann­sókn vegna tilkynn­inga um pynd­ingar og aðra illa meðferð og draga hina ábyrgu sem hafa gerst sekir um pynd­ingar eða gefið skip­anir um pynd­ingar fyrir dóm.  

Lestu einnig