SMS
21. október 2025
Palestínski læknirinn Hussam Abu Safiya er framkvæmdastjóri Kamal Adwan-spítalans og hefur tjáð sig um hrun heilbrigðiskerfisins á Gaza. Hann var handtekinn að geðþótta af ísraelskum yfirvöldum 27. desember 2024 og hefur verið í haldi síðan.
Ísraelsher réðst inn á Kamal Adwan-spítalann, einn þeirra síðustu sem enn er starfandi á Gaza, og handtók Hussam Abu Safiya ásamt öðru heilbrigðisstarfsfólki og sjúklingum.
Hussam hefur rekið spítalann af elju og veitt börnum nauðsynlega læknisþjónustu. Hann varð sjálfur vitni að hruni heilbrigðiskerfisins á Gaza vegna hópmorðs Ísraels á Palestínubúum og hélt áfram störfum sínum þrátt fyrir að hafa misst son sinn í loftárás Ísraels. Hussam var handtekinn við að sinna sjúklingum sínum og skyldum á spítalanum, líkt og annað heilbrigðisstarfsfólk á undan honum.
Hussam Abu Safiya er í varðhaldi að geðþótta án ákæra og réttarhalda á grundvelli grimmilegrar löggjafar. Ísrael hefur ráðist á palestínskt heilbrigðisstarfsfólk og lagt heilbrigðiskerfið á Gaza í rúst með kerfisbundnum hætti þar sem ásetningurinn er að þröngva Palestínubúum til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu þeirra.
SMS-félagar krefjast þess að ísraelsk stjórnvöld leysi Hussam Abu Safiya og annað palestínskt heilbrigðisstarfsfólk skilyrðislaust úr haldi án tafar.
Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið hér.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu