SMS

21. október 2025

Ísrael: Palestínskur læknir hand­tekinn við störf sín

Palestínski lækn­irinn Hussam Abu Safiya er fram­kvæmda­stjóri Kamal Adwan-spít­alans og hefur tjáð sig um hrun heil­brigðis­kerf­isins á Gaza. Hann var hand­tekinn að geðþótta af ísra­elskum yfir­völdum 27. desember 2024 og hefur verið í haldi síðan.

Ísra­elsher réðst inn á Kamal Adwan-spít­alann, einn þeirra síðustu sem enn er starf­andi á Gaza, og handtók Hussam Abu Safiya ásamt öðru heil­brigð­is­starfs­fólki og sjúk­lingum.

Hussam hefur rekið spít­alann af elju og veitt börnum nauð­syn­lega lækn­is­þjón­ustu. Hann varð sjálfur vitni að hruni heil­brigðis­kerf­isins á Gaza vegna hópmorðs Ísraels á Palestínu­búum og hélt áfram störfum sínum þrátt fyrir að hafa misst son sinn í loft­árás Ísraels. Hussam var hand­tekinn við að sinna sjúk­lingum sínum og skyldum á spít­al­anum, líkt og annað heil­brigð­is­starfs­fólk á undan honum.

Hussam Abu Safiya er í varð­haldi að geðþótta án ákæra og rétt­ar­halda á grund­velli grimmi­legrar löggjafar. Ísrael hefur ráðist á palestínskt heil­brigð­is­starfs­fólk og lagt heil­brigðis­kerfið á Gaza í rúst með kerf­is­bundnum hætti þar sem ásetn­ing­urinn er að þröngva Palestínu­búum til þess að búa við lífs­skil­yrði sem miða að líkam­legri eyðingu þeirra.

SMS-félagar krefjast þess að ísra­elsk stjórn­völd leysi Hussam Abu Safiya og annað palestínskt heil­brigð­is­starfs­fólk skil­yrð­is­laust úr haldi án tafar.

Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið hér.

Lestu einnig