Fréttir

30. janúar 2024

Ísrael þarf að fram­fylgja niður­stöðum alþjóða­dóm­stólsins í Haag

Samkvæmt Amnesty Internati­onal er fyrir­skipun alþjóða­dóm­stólsins í Haag um bráða­birgða­ráð­staf­anir vegna málsóknar Suður-Afríku á hendur Ísraels um hópmorð mikil­vægt skref sem gæti hjálpað til veita palestínsku fólki á á Gaza vernd gegn þján­ingum og óaft­ur­kræfum skaða.  

Niður­staða alþjóða­dóm­stólsins felur í sér sex bráða­birgða­ráð­staf­anir. Má þar nefna að Ísrael forðist aðgerðir sem brjóta í bága við sátt­mála um ráðstaf­anir gegn og refs­ingar fyrir hópmorð, hindri og refsi fyrir beina og opin­bera hvatn­ingu til hópmorðs og geri skil­virkar ráðstafanir til að tryggja að óbreyttir borgarar á Gaza fái mann­úð­ar­að­stoð. Það sem mestu skiptir er að dómstóllinn fyrir­skipaði Ísrael að varð­veita sönn­un­ar­gögn um hópmorð og skila inn skýrslu til dómstólsins innan mánaðar um allar þær ráðstaf­anir sem Ísrael hefur gert 

Tafarlaust vopnahlé

Niður­staðan er stjórn­valdsleg áminning um mikil­vægi alþjóðalaga til að hindra hópmorð og vernda alla þolendur grimmd­ar­verka. Hún sendir skýr skilaboð um að heim­urinn muni ekki standa hljóður á hlið­ar­lín­unni á meðan Ísrael heldur áfram grimmi­legri hern­að­ar­legri herferð til stráfella íbúa á Gaza og valda dauða, hryll­ingi og þján­ingum palestínsks fólks á skala sem á sér ekki fordæmi.

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.  

Niður­staða dómstólsins dugir þó ekki til að binda enda á grimmdarverk og eyði­legg­ingu sem íbúar Gaza búa við. Sterk merki um að hópmorð eigi sér stað á Gaza og svívirðilegt virð­ing­ar­leysi Ísrael gagn­vart alþjóða­lögum undir­strika brýna nauðsyn fyrir öflugan og samræmdan þrýsting á Ísrael að stöðva árásir á palestínskt fólk. 

Tafar­laust vopnahlé allra aðila er enn frumskil­yrði jafnvel þó að dómstóllinn hafi ekki fyrir­skipað slíkt. Það er skil­virk­asta leiðin til að hrinda í fram­kvæmd öllum bráða­birgða­ráð­stöf­unum og binda enda á fordæma­lausar þján­ingar óbreyttra borgara.   

Það er mikið í húfi. Bráða­birgða­ráð­staf­anir sem alþjóða­dóm­stóllinn fyrir­skipaði gefur til kynna að dómstóllinn lítur svo á að líf palestínsks fólks á Gaza í heild sinni sé í hættu. Ísra­elsk stjórn­völd verða að fram­fylgja niður­stöðum alþjóða­dóm­stólsins í Haag án tafar. Öllum ríkjum, líka þeim sem voru gagn­rýnin eða á móti málsókn Suður-Afríku um hópmorð, ber skylda til að tryggja að þessum ráðstöf­unum verði fram­fylgt.

Heims­leið­togar Banda­ríkj­anna, Bret­lands, Þýska­lands og annarra Evrópu­sam­bands­ríkja verða að gefa til kynna að þeir virði bind­andi niður­stöður dómstólsins og geri allt sem í þeirra valdi stendur til að fram­fylgja skyldum sínum til að koma í veg fyrir hópmorð. Að bregðast þessari skyldu gæti haft alvarleg áhrif á trúverð­ug­leika og traust til alþjóð­legs rétt­ar­kerfis. 

Hætta á hópmorði

Ríki verða að grípa til aðgerða til að hindra yfir­stand­andi brot á alþjóða­lögum, þar á meðal með því að setja alhliða vopna­við­skipta­bann á Ísrael og palestínska vopnaða hópa. Amnesty Internati­onal hefur varað við því að hætta sé á hópmorði á Gaza þar sem tölur um mann­fall palestínsks fólks eru sláandi háar, eyði­legging vegna vægð­ar­lausra sprengju­árása Ísraels eru víðtækar og mann­úð­ar­að­stoð hefur ekki verið leyfð í skjóli ólög­mætrar herkvíar. Allt þetta hefur valdið hörmu­legum þján­ingum á meðal íbúa Gaza.

Önnur hættumerki eru meðal annars vaxandi haturs­full orðræða hjá sumu ísra­elsku embættisfólki, þar á meðal Benjamin Netanyahu forsæt­is­ráð­herra, ásamt því saga Ísraels sýnir að palestínskt fólk hefur verið kúgað og því mismunað með aðskiln­að­ar­stefnu. Sé veruleg hætta á að hópmorð eigi sér stað ber ríkjum skylda að hindra slíkt samkvæmt alþjóða­lögum. 

Rúmlega 26.000 íbúar Gaza, flestir óbreyttir borg­arar, hafa verið drepnir í vægð­ar­lausum sprengju­árásum Ísraels á Gaza. Talið er að um tíu þúsund þeirra sem saknað er liggi enn undir rúst­unum. Að minnsta kosti 1,8 millj­ónir íbúa Gaza eru vega­lausir og hafa ekki full­nægj­andi aðgengi að mat, vatni, skýli, hrein­læti eða lækn­is­þjón­ustu.  

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að Ísrael, Hamas og aðrir palestínskir vopn­aðir hópar hætti tafa­laust öllum hern­að­ar­legum aðgerðum á Gaza.

Ísrael verður að afnema ólög­mæta og ómann­úð­lega herkví og leyfa án skil­yrða nauð­syn­lega mann­úð­ar­að­stoð fyrir palestínskt fólk sem þjáist vegna skipu­lagðrar hung­urs­neyðar. Að auki er kallað eftir því að Hamas og aðrir vopn­aðir hópar sleppi þeim gíslum sem enn eru í haldi.  

Bakgrunnur

Suður-Afríka hóf málsókn á hendur Ísrael þann 29. desember fyrir alþjóða­dóm­stólnum í Haag á grund­velli brota á sátt­mála um ráðstaf­anir gegn og refs­ingar fyrir hópmorð vegna ásakana um hópmorð á palestínsku fólki í kjölfar árása sem áttu sér stað 7. október 2023 þar sem 1200 einstak­lingar, að mestu óbreyttir borg­arar, voru drepnir í Ísrael af Hamas og öðrum vopn­uðum hópum ásamt því að 240 gíslar voru teknir. Málið var tekið fyrir í Haag þann 11. og 12. janúar 2024. 

Alþjóða­dóm­stóllinn í Haag er aðal­dóm­stóll Sameinuðu þjóð­anna. Dómstóllinn tekur ekki fyrir mál einstak­linga heldur er hlut­verk hans að útkljá laga­lega deilur ríkja í samræmi við alþjóðalög. Það felur meðal annars í sér túlkun, beit­ingu og uppfyll­ingu ákvæða úr sátt­mála sem varðar hópmorð ásamt því að úrskurða um ábyrgð ríkja á hópmorðum. 

Samkvæmt 94. gr. sátt­mála Sameinuðu þjóð­anna eru niður­stöður alþjóða­dóm­stólsins bind­andi fyrir alla deilu­aðila. 

Verði þeim ekki fram­fylgt ber að fara með málið til örygg­is­ráðs Sameinuðu þjóð­anna sem koma með tilmæli eða ákveða hvaða ráðstaf­anir þurfi að grípa til svo niður­stöðum verði fram­fylgt.   

Lestu einnig