Fréttir

20. febrúar 2024

Ísrael verður að binda enda á hernám Palestínu

Ísrael verður að binda enda á grimmi­legt hernám Gaza og Vest­ur­bakkans, þar á meðal Austur-Jerúsalem, sem Ísrael hefur viðhaldið síðan 1967, samkvæmt yfir­lýs­ingu Amnesty Internati­onal nú þegar opinber máls­með­ferð hefst hjá Alþjóða­dóm­stólnum í Haag (ICJ) til að kanna laga­legar afleið­ingar langvar­andi hernáms Ísraels.

Opinber máls­með­ferð fer fram í Haag dagana 19. – 26. febrúar 2024 í kjölfar þess að alls­herj­ar­þing Sameinuðu þjóð­anna samþykkti ályktun í desember 2022 þar sem óskað var eftir ráðgef­andi áliti frá Alþjóða­dóm­stólnum (ICJ) um lögmæti stefnu Ísraels á hernumdu svæð­unum í Palestínu og þær afleið­ingar sem fram­ferði Ísraels hefur á önnur ríki og Sameinuðu þjóð­irnar. Rúmlega 50 ríki, Afrík­u­sam­bandið, Arab­a­banda­lagið og Samtök um íslamska samvinnu munu taka þátt í máls­með­ferð­inni.

Eitt lengsta og mannskæðasta hernám heims

„Hernám Ísraels í Palestínu er lengsta og eitt mann­skæð­asta hernám heims. Í áratugi hefur það einkennst af víðtækum og kerf­is­bundnum mann­rétt­inda­brotum gegn Palestínu­búum. Hernámið hefur kynt undir og fest í sessi aðskiln­að­ar­stefnu Ísraels sem þröngvað hefur verið upp á alla Palestínubúa. Í gegnum árin hefur hernám Ísraels þróast í varan­legt hernám sem er gróft brot á alþjóða­lögum.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Núver­andi átök á Gaza hafa beint sjónum að skelfi­legum afleið­ingum þess að leyfa alþjóð­legum glæpum Ísraels á hernumdu svæð­unum í Palestínu að viðgangast refsi­laust í allan þennan tíma. Alþjóða­dóm­stóllinn hefur úrskurðað að þar ríki raun­veruleg hætta á hópmorði. Heim­urinn verður að horfast í augu við að afnám ólög­legs hernáms Ísraels er forsenda þess að stöðva viðvar­andi mann­rétt­inda­brot í Ísrael og á hernumdu svæð­unum í Palestínu.

Varanlegt hernám

Samkvæmt alþjóð­legum mann­úð­ar­lögum skal hernám svæðis vera tíma­bundið meðan á átökum stendur. Hernáms­ríki ber að tryggja hags­muni íbúa yfir­ráða­svæð­isins meðan á hernáminu stendur og valda sem minnstu uppróti, eins og kostur er, á svæðinu, þar á meðal með því að virða gild­andi lög og forðast að innleiða lýðfræði­legar breyt­ingar eða gera miklar breyt­ingar á hernumda land­svæðinu.

Hernám Ísraels samræmist ekki þessum grund­vall­ar­reglum alþjóð­legra mann­úð­ar­laga. Sú stað­reynd að lengd hernáms Ísraels spannar nú meira en hálfa öld, ásamt ólög­legri, opin­berri innlimun yfir­valda á hernum­inni Austur-Jerúsalem og að stór hluti Vest­ur­bakkans hafi í raun verið innlimaður með upptöku og stækkun land­töku­svæða, gefa skýrar vísbend­ingar um að ætlun Ísra­els­manna sé að hernámið verði varan­legt og til hags­bóta fyrir hernáms­ríkið og borgara þess.

Gaza er enn hernumið, jafnvel eftir fráhvarf ísra­elska hersins og land­töku­fólks árið 2005, þar sem Ísrael hefur haldið yfir­ráðum yfir land­svæðinu og íbúum þess, meðal annars með yfir­ráðum yfir landa­mærum þess, land­helgi, loft­rými og íbúa­skrá. Í 16 ár hefur ólögleg herkví Ísraels á Gaza takmarkað mjög ferða­frelsi og vöru­flutn­inga, lagt efnahag Gaza í rúst með endur­teknum árásum þar sem þúsundir óbreyttra borgara hafa látist og særsts og stór hluti innviða og húsnæðis á Gaza hefur verið eyði­lagður.

Agnès Callamard hvetur öll ríki til að endur­skoða samskipti sín við Ísrael til að tryggja að þau leggi ekki sitt af mörkum til að viðhalda hernáminu eða aðskiln­að­ar­stefn­unni. Evrópskir utan­rík­is­ráð­herrar komu saman í Brussel þann 19. febrúar og undir­strikaði hún á að þörfin fyrir skýra og sameinaða kröfu um afnám hernáms Ísraels hafi aldrei verið brýnni.

Líf undir hernámi

Palestínu­búar sæta fjölda mann­rétt­inda­brota undir hernámi Ísraels en hernáminu er viðhaldið með stofn­ana­væddri og kerf­is­bund­inni kúgun og yfir­ráðum. Lög sem mismuna og kúga tengjast, að því er virðist, hernáminu en þjóna í raun aðskiln­að­ar­stefnu Ísraels þar sem þau hafa sundrað og aðskilið Palestínubúa víðs­vegar um hernumdu svæðin í Palestínu á sama tíma og Ísrael rænir auðlindir þeirra, takmarkar rétt­indi þeirra og frelsi að geðþótta og stjórnar næstum öllum þáttum í lífi þeirra.

Palestínu­búar á Gaza hafa orðið fyrir fjöl­mörgum árásum Ísra­els­hers, að minnsta kosti sex sinnum á árunum 2008 til 2023, auk þess að sæta herkví sem nær yfir land, loft og sjó sem hefur átt sinn þátt í að viðhalda yfir­ráðum og hernámi Ísraels á Gaza. Í þessum árásum hefur Amnesty Internati­onal skrá­sett ólög­mætar árásir, sem jafn­gilda stríðs­glæpum og jafnvel glæpum gegn mannúð. Herkví er hóprefsing þar sem hópi fólks er refsað fyrir aðgerðir einstak­linga.

 

Á Vest­ur­bakk­anum, þar á meðal hernumdu Austur-Jerúsalem, sæta Palestínu­búar óhóf­legri vald­beit­ingu, ólög­mætu drápi, geðþótta­hand­tökum, varð­haldi án dóms­úrskurðar, þving­uðum brott­flutn­ingi, niðurrifi heimila, upptöku á landi og nátt­úru­auð­lindum og þeim neitað um grund­vall­ar­rétt­indi og frelsi. Ferða­frelsi Palestínubúa hefur verið skert með fjölda­eft­ir­liti, tálm­unum, þar á meðal múrveggjum/girð­ingum, laga­legum skerð­ingum, hundruðum eftir­lits­stöðvum  vegatálmum, leyf­is­veit­ingum að geðþótta og þeir sviptir rétt­indum sínum.

„Í 56 ár hafa Palestínu­búar á hernumdu svæð­unum í Palestínu verið inni­lok­aðir, sætt kúgun og kerf­is­bund­inni mismunun undir hrotta­legu hernámi Ísraels. Sérhverjum þætti í daglegu lífi þeirra hefur verið raskað og stjórnað af ísra­elskum yfir­völdum sem hafa skert rétt­indi þeirra til að ferðast um, afla sér lífs­við­ur­væris, mennt­unar, sækja um störf við sitt hæfi og njóta mann­sæm­andi lífs­gæða. Auk þess hafa þeir verið sviptir aðgangi að land sínu og nátt­úru­auð­lindum.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Grimmileg landtökustefna

Eitt skýr­asta dæmið um afdrátt­ar­laust virð­ing­ar­leysi Ísraels fyrir alþjóða­lögum er stofnun og sífelld útbreiðsla ísra­elskra land­töku­byggða um öll hernumdu svæðin í Palestínu og ólög­lega innlimun hernumdu Austur-Jerúsalem í kjölfar stríðsins árið 1967 sem var síðan sett í stjórn­ar­skrá árið 1980. Nú eru a.m.k. 300 ólög­legar ísra­elskar land­töku­byggðir og útvarð­ar­stöðvar á Vest­ur­bakk­anum, þar á meðal í hernumdu Austur-Jerúsalem, þar sem rúmlega 700.000 ísra­elskt land­töku­fólk býr.

„Ísrael hefur einnig viðhaldið grimmi­legri land­töku­stefnu með því að stækka linnu­laust ólög­legar land­töku­byggðir í bága við alþjóðalög með hrika­legum afleið­ingum fyrir mann­rétt­indi og öryggi Palestínubúa. Ofbeld­is­fullt ísra­elskt land­töku­fólk hefur ráðist á Palestínubúa svo áratugum skiptir í nánast algjöru refsi­leysi.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

©AFP via Getty Images. Kona gefur ísra­elskum hermönnum bend­ingum á Vest­ur­bakk­anum

Harðneskjulegt stjórnkerfi

Harð­neskju­legt stjórn­kerfi Ísraels á hernumdu svæð­unum í Palestínu felur í sér mikinn fjölda hern­að­ar­eft­ir­lits­stöðva, girð­inga/múrveggja auk herstöðva og eftir­lits ásamt hern­að­ar­legar fyrir­skip­anir. Yfirráð Ísraela yfir landa­mærum á hernumdu svæð­unum í Palestínu, íbúa­skrá, gjald­miðli þeirra og aðgengi að vatni, rafmagni, fjar­skipta­þjón­ustu, mann­úðar- og þróun­ar­að­stoð hafa haft hörmuleg efna­hagsleg og félagsleg áhrif á Palestínubúa.

Yfirráð Ísraels hefur aldrei verið grimmi­legra á Gaza á þeim 16 árum sem Ísrael hefur haldið svæðinu í herkví og hefur verið hert enn frekar síðan 9. október 2023. Herkvíin, ásamt endur­teknum hern­að­ar­að­gerðum Ísraels, hefur leitt Gaza í eina alvar­leg­ustu mann­úðar- og mann­rétt­inda­neyð nútímans.

 

 

 „Sem hernáms­ríki ber Ísrael skylda til að tryggja vernd og velferð allra þeirra sem búa á yfir­ráða­svæðinu. Þess í stað hefur Ísrael framið gróf og kerf­is­bundin mann­rétt­inda­brot refsi­laust. Ísrael nefnir nauðsyn þess að viðhalda öryggi sem ástæðu fyrir grimmi­legri stefnu sinni. En öryggi getur aldrei rétt­lætt aðskiln­að­ar­stefnu, ólög­lega innlimun, land­töku­byggðir eða stríðs­glæpi gegn íbúum sem njóta verndar. Eina leiðin til að tryggja öryggi Ísraela og Palestínubúa er að standa vörð um mann­rétt­indi allra.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Afnám hernáms

Afnám hernáms felur í sér að endur­vekja rétt­indi Palestínubúa með því að aflétta grimmi­legri herkví á Gaza, niðurrif land­töku­byggða Ísraela á Vest­ur­bakk­anum, þar á meðal í Austur-Jerúsalem, og draga til baka ólög­lega innlimun. Palestínu­búar fá þá ferða­frelsi þar sem þeir búa og fjöl­skyldur sem eru aðskildar vegna mismun­andi laga­legrar stöðu, eins og dval­ar­leyfi á mismun­andi stöðum í Austur-Jerúsalem, á Vest­ur­bakk­anum og Gaza, fengju að sameinast á ný. Það myndi lina þján­ingu fjölda fólks og binda enda á víðtæk mann­rétt­inda­brot.

Með þessum hætti yrði einnig ráðist á rót vandans vegna endur­tekins ofbeldis og stríðs­glæpa gegn ísra­elsku fólki. Það hjálpar til við að bæta mann­rétt­inda­vernd og tryggja rétt­læti og skaða­bætur fyrir þolendur beggja megin átak­anna.

©MAHMUD HAMS/AFP – Getty Images

Bakgrunnur

Þann 30. desember 2022 samþykkti alls­herj­ar­þing Sameinuðu þjóð­anna ályktun A/RES/77/247 þar sem óskað var eftir ráðgef­andi áliti Alþjóða­dóm­stólsins í Haag á lykil­spurn­ingum varð­andi laga­legar afleið­ingar langvar­andi hernáms, land­töku og innlimun á palestínsku land­svæði sem hefur verið hernumið frá 1967 Auk þessa var farið fram á álit Alþjóða­dóm­stólsins á því hvernig stefna og starfs­hættir Ísraels hafa áhrif á laga­lega stöðu hernámsins og hvaða laga­legar afleið­ingar þessi staða hefur fyrir öll ríki og Sameinuðu þjóð­irnar.

Búist er við að dómstóllinn muni gefa út ráðgef­andi álit sitt síðar á þessu ári.

Í sex áratugi hefur Amnesty Internati­onal skrá­sett hvernig ísra­elskir hermenn hafa framið alvarleg mann­rétt­inda­brot í á hernumdu svæð­unum í Palestínu refsi­laust. Árið 2022 gáfu samtökin út skýrsluna, Aðskiln­að­ar­stefna Ísraels gegn palestínsku fólki: Grimmi­legt stjórn­kerfi og glæpur geng mannúð. Skýrslan greinir frá því hvernig hernámið og Ísra­elsher hafa viðhaldið aðskiln­að­ar­stefn­unni. Niður­stöður og tilmæli skýrsl­unnar undir­strika brýna nauðsyn þess að binda enda á hernám Ísraels sem gerir Ísrael kleift að fremja glæpi gegn mannúð og stríðs­glæpi.

Lestu einnig