SMS

9. júlí 2021

Kína: Tíbet­skur munkur í fang­elsi fyrir skilaboð á netinu

Rinchen Tsultrim, 29 ára tíbet­skur munkur, var dæmdur í fjög­urra og hálfs árs fang­elsi í mars 2020 án rétt­látrar máls­með­ferðar. Fjöl­skylda hans fékk ekki upplýs­ingar um dóminn fyrr en ári síðar þegar yfir­völd tilkynntu loks að hann væri í haldi í ónefndu fang­elsi í Chengdu í Sichuan-héraði.

Fjöl­skylda Rinchem Tsultrim telur að hann sé í fang­elsi fyrir að tjá póli­tískar skoð­anir sínar á WeChat-spjall­for­riti og eigin vefsíðu. Þar sem hann fær hvorki að hitta fjöl­skyldu sína eða lögfræðing þá er ekki vitað um líðan hans og líkams­ástand.

Rinchen Tsultrim byrjaði að tjá skoð­anir sínar árið 2008 á WeChat og eigin vefsíðu í kjölför óróa í Tíbet. Árið 2018 fékk hann viðvörun frá örygg­is­deild á vegum ríkisins um að láta af gagn­rýni á kínversk stjórn­völd á netinu. Hann var í kjöl­farið undir eftir­liti og lokað var fyrir vefsíðu hans.

Bakgrunnur

Kínversk stjórn­völd hafa beitt hörku gegn trúar­legum minni­hluta­hópum í landinu, þá sérstak­lega í Xianjiang og Tíbet. Erfitt er að komast til og frá svæðum þar sem Tíbetar búa þar sem aðgangur er takmark­aður, sérstak­lega fyrir fjöl­miðla­fólk, fræði­fólk og mann­rétt­inda­samtök sem gerir það að verkum að erfitt er að rann­saka stöðu mann­rétt­inda á svæðinu.

Sms-félagar krefjast lausnar Rinchen Tsultrim og að hann fái að hitta fjöl­skyldu sína og lögfræðing á meðan hann er í haldi.

Lestu einnig