SMS

5. maí 2020

Kólumbía: Baráttu­kona í hættu í útgöngu­banni

Þann 17. apríl heyrði Jani Silva sex byssu­skot í um 30 metra fjar­lægð frá heimili sínu í Puerto Asís í suðvest­ur­hluta Kólumbíu. Fimm dögum síðar heyrði hún þrjú byssu­skot, þá í um 50 metra fjar­lægð frá heimili sínu. Þessi tvö atvik áttu sér stað eftir að frjálsu félaga­sam­tökin Inter-Ecclesi­astical Comm­ission of Justice and Peace  fengu upplýs­ingar um fyrir­hugað morð á Jani í lok mars.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Jani Silva er umhverfis-, mann­rétt­inda- og frið­arsinni sem hefur barist fyrir innleið­ingu frið­arsátt­mála á svæðinu og er tals­maður skóg­ræktar. Einnig hefur hún fordæmt umhverf­isáhrif olíu­fram­leið­enda, þar á meðal Amer­isur sem er orku­fyr­ir­tæki starf­rækt í Putumayo í Kólumbíu.

 

Jani hefur oft áður fengið hótanir en ekki er ljóst hver stendur að baki þeim. Síðan forseti Kólumbíu, Iván Duque, lýsti yfir sóttkví á landsvísu þann 24. mars vegna kórónu­veirufar­ald­ursins hafa 14 mann­rétt­inda­sinnar verið myrtir. Atvikið þann 22. apríl átti sér stað meðan útgöngu­bann stóð yfir.

SMS-félagar krefjast þess að Jani Silva fái vernd, bæði á ferða­lögum og heima við.

Lestu einnig