SMS

27. júlí 2022

Kólumbía: Rann­sakið morðið á Kevin Agudelo í tengslum við mótmæli

Rann­saka þarf morðið á Kevin Agudelo sem átti sér stað í aðgerðum lögreglu. Þúsundir fólks fór út á götur í þjóð­ar­verk­falli í mörgum borgum Kólumbíu árið 2021 til að krefjast réttar síns. Viðbrögð stjórn­valda var að ráðast á og refsa þeim einstak­lingum sem létu í sér heyra. Flest mann­rétt­inda­brot í tengslum við mótmælin áttu sér stað í borg­inni Cali. 

Ein mesta ofbeld­is­nóttin átti sér stað þann 3. maí 2021 þegar nokkrar lögreglu­sveitir beittu banvænum vopnum og tára­gasi gegn fólki sem var að halda minn­ing­ar­at­höfn um ungan mann sem var að sögn drepinn af lögreglu í kröfu­göngu daginn áður. Athöfnin var við hring­torg í Siloé-hverfinu í Cali og létu þrír einstak­lingar lífið þetta kvöld, þeirra á meðal var Kevin Agudelo, ungur fótbolta­leik­maður. Þessi lögreglu­að­gerð hefur verið kölluð „Siloé-aðgerðin“. 

Við hlupum eins og brjál­æð­ingar til að bjarga lífi okkar, skotin og tára­gasið komu úr öllum áttum. Þetta var of mikið, við vorum óvopnuð og við gátum engan veginn svarað fyrir okkur, þeir beindu rifflum að okkur sem eru notuð í stríði,“ segir ungur maður um atburða­rásina kvöldið sem Kevin dó.  

Tryggja þarf að rétt­læti nái fram að ganga! 

Sms-félagar krefjast þess að ríkissak­sóknari Kólumbíu tryggi að rann­sókn fari fram á dauða Kevin Agudelo og öðrum mann­rétt­inda­brotum í tengslum við Siloé-aðgerðina til að þetta gerist aldrei aftur.

Smelltu hér til að skoða Mynd­band um atburð­ar­rásina.

Varúð, mynd­efnið getur valdið óhug.

Lestu einnig