SMS

12. maí 2021

Kólumbía: Hervaldi beitt gegn mótmæl­endum 

Síðan 28. apríl hafa þúsundir tekið þátt í mótmælum ðsvegar um Kólumbíu. Mótmælin byrjuðu vegna fyrir­hug­aðra skattalaga­breyt­inga en hafa þróast í mótmæli vegna viðbragða stjórn­valda v efna­hags- og félagslegum vandamálum í kjölfar kórónu­veirufar­ald­ursins. Stjórn­völd hafa brugðist við með hervaldi í nokkrum borgum þar sem mótmælendur eru beittir óhóf­legu valdi með vopnum sem hefur leitt tugi einstak­linga til dauða og enn fleiri særða. 

Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Mótmæl­endur hafa líka tekið upp þráðinn frá mótmælum sem stóðu yfir árið 2019 og krefjast þess að morð á leið­togum verði stöðvuð, frið­arsátt­málinn verði uppfylltur, heil­brigðis­kerfið verði bætt, farið verði í umbætur innan lögregl­unnar og margt fleira.

Síðan mótmælin hófust hafa yfir 40 einstak­lingar látist, 216 særst og 814 settir í varð­hald. Einnig hafa verið tilkynnt manns­hvörf og kynferð­is­legt ofbeldi.

 

 

Amnesty Internati­onal hefur stað­fest mynd­bönd þar sem sést til lögreglu beita banvænum vopnum auk annarra vopna eins og tára­gass, vatns­byssum og fleiru.

Mann­rétt­inda­brot sem framin eru af hálfu lögregl­unnar falla undir dóms­kerfi hersins og lögsögu hans sem kemur í veg fyrir að rétt­læti náist í málunum.

Sms-aðgerða­sinnar krefjast þess að forsetinn tryggi réttinn til að koma saman frið­sam­lega.

Lestu einnig