Fréttir

11. febrúar 2020

Kórónu­veiran og mann­rétt­indi

Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin hefur lýst yfir neyð­ar­ástandi á heimsvísu vegna útbreiðslu kórónu­veirunnar (2019-nCov), sem braust út í lok árs 2019 og á rætur sínar að rekja til kínversku borg­ar­innar Wuhan í Hubei-héraði.

Áætlað er að frá byrjun febrúar hafi rúmlega 40 þúsund smitast af veirunni um heim allan. Kínversk yfir­völd hafa greint frá rúmlega 900 dauðs­föllum af völdum kórónu­veirunnar en flest smit og dauðs­föll hafa verið í Hubei-héraði. Veiru­sýk­ingin hefur nú dreift sér víða og nær til 24 annarra landa.

„Ritskoðun, mismunun, hand­tökur að geðþótta­ástæðum og önnur mann­rétt­inda­brot eiga ekki að líðast í barátt­unni gegn kórónu­veirufar­aldr­inum. Mann­rétt­inda­brot hindra fremur en greiða fyrir réttum viðbrögðum við hættu­ástandi á sviði heil­brigð­is­mála og grafa undan skil­virkni þeirra.“

Nicholas Bequ­elin fram­kvæmda­stjóri Austur-og Suðaustur-Asíu­deildar Amnesty Internati­onal. 

Ritskoðun í byrjun

Kínversk stjórn­völd hafa gerst sek um marg­vís­legar og víðtækar tilraunir til að bæla niður upplýs­ingar um kórónu­veiruna og hættuna sem af henni stafar fyrir heilsu almenn­ings. Í lok desember 2019 deildu læknar í Wuhan-borg með samstarfs­fólki sínu áhyggjum af sjúk­lingum sem sýndu sams­konar einkenni og þeir sem greindust með SARS- veiruna í suður­hluta Kína árið 2002 og lýsir sér í alvar­legum öndun­ar­færa­erf­ið­leikum. Þaggað var niður í umræddum læknum þegar í stað og þeim refsað af stað­ar­yf­ir­völdum fyrir að dreifa sögu­sögnum.

„Kínverskt heil­brigð­is­starfs­fólk reyndi að vara við veirunni. Ef stjórn­völd hefðu ekki reynt að gera lítið úr hætt­unni þá hefði heim­urinn getað brugðist skjótar við útbreiðslu veirunnar,“

Nicholas Bequ­elin.

Mánuði síðar var tilkynning birt á netinu þar sem hæstiréttur Kína gerði athuga­semdir við ákvörðun yfir­valda í Wuhan sem margir álitu vera sigur fyrir læknana.

Kínversk stjórn­völd reyndu að gera lítið úr faraldr­inum sem sýndi sig þegar þau reyndu að þrýsta af hörku á Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unina um að lýsa ekki yfir neyð­ar­ástandi vegna veirunnar.

Réttur til heilsu

Mikið álag er nú á heil­brigðis­kerfinu í Wuhan og á heil­brigð­is­starfs­fólk í erfið­leikum með að ráða við faraldur af þessari stærð­ar­gráðu. Mörgum sjúk­lingum hefur verið vísað frá sjúkra­húsum eftir að hafa beðið klukku­stundum saman í röð og skortur er á nauð­syn­legum grein­ing­ar­tækjum til að greina kórónu­veiruna.

„Kína verður að tryggja að fólk sem smitast af kórónu­veirunni hafi aðgang að viðeig­andi heil­brigð­is­þjón­ustu í Wuhan sem og annars staðar. Að stöðva útbreiðslu veirunnar er mikil­vægt en líka að veita lækn­is­með­ferð. Þess vegna er nauð­syn­legt að viðbrögð taki mið af rétt­inum til heilsu,“ segir Nicholas Bequ­elin.

Þó að Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin hafi lofað Kína hástert þá er stað­reyndin sú að viðbrögð kínverskra stjórn­valda eru og hafa verið vafasöm. Fjöl­miðlar á svæðinu hafa greint frá því að fólk hafi ekki komist nægi­lega fljótt á sjúkrahús vegna lokunar almenn­ings­sam­gangna og í sumum tilfellum hefur ekki verið hægt að fjar­lægja lík hinna látnu af heim­ilum.

Réttur til heilsu er tryggður í Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna, þar á meðal réttur til aðgangs að heilsu­gæslu og upplýs­ingum, bann við mismunun á lækn­is­þjón­ustu og frelsi frá meðferð án samþykkis.

Ritskoðun heldur áfram

Kínversk stjórn­völd vilja stjórna frétta­flutning og kæfa neikvæða umfjöllun og viðhalda þannig ritskoðun á rétt­mætum upplýs­ingum um veiruna. Fjöldi greina hafa verið ritskoð­aðar, til að mynda á helstu fréttamiðlum.

„Kínversk yfir­völd taka áhættu með því að halda aftur upplýs­ingum sem gætu hjálpað lækna­sam­fé­laginu að takast á við kórónu­veiruna og verndað fólk frá smiti. Það að sumar upplýs­ingar séu ekki tiltækar almenn­ingi eykur hættuna á skaða af völdum kórónu­veirunnar og seinkar viðeig­andi viðbrögðum.“

Nicholas Bequ­elin.

Aðgerða­sinnar áreittir

Fólk sem hefur reynt að deila upplýs­ingum um kórónu­veiruna á samfé­lags­miðlum hefur einnig verið skot­mark kínverskra stjórn­valda. Til dæmis tilkynnti lögfræð­ing­urinn Chen Quiushi sem heldur uppi eigin frétt­a­síðu að hann hefði verið áreittur af yfir­völdum fyrir að setja inn mynd­band frá sjúkra­húsum í Wuhan. Fang Bin, íbúi í Wuhan, var einnig yfir­heyrður af yfir­völdum eftir að hafa sett inn mynd­band sem sýndi lík fórn­ar­lamba veirunnar.

„Þrátt fyrir að mikil­vægt sé að hindra að rangar upplýs­ingar um veiruna breiðist út  þjónar það engum tilgangi fyrir heilsu almenn­ings að loka á rétt­mætan frétta­flutning og upplýs­ingar á samfé­lags­miðlum.“

Nicholas Bequ­elin.

Aðgerðir gegn „fölskum fréttum“

Eftir útbreiðslu veirunnar til nærliggj­andi landa í Suðaustur-Asíu hafa fleiri ríki reynt að stjórna frétta­flutn­ingi. Fólk hefur verið hand­tekið eða sektað í Malasíu, Tælandi og Víetnam fyrir „falskar fréttir“ um farald­urinn.

„Stjórn­völd verða að koma í veg fyrir að rangar upplýs­ingar breiðist út og veita tíma­bæra og viðeig­andi heilsu­ráð­gjöf. En öll skerðing á tján­ing­ar­frelsi verður að vera hæfileg, réttmæt og nauð­synleg. Ef stjórn­völd í Suðaustur-Asíu og annars staðar ættu að draga aðeins einn lærdóm af viðbrögðum Kína varð­andi kórónu­veiruna þá er það ljóst að takmörkun upplýs­ingaflæðis og stöðvun rökræðna í nafni öryggis býður hætt­unni heim og getur haft þver­öfug skaðleg áhrif.“

Nicholas Bequ­elin.

Mismunun og útlend­inga­hatur

Samkvæmt frétta­flutn­ingi hefur fólki frá Wuhan, jafnvel þeim sem eru án einkenna, verið neitað um hótelg­ist­ingu, það lokað inni í íbúðum sínum og persónu­legum upplýs­ingum þess  verið lekið á netið í Kína.

Í öðrum löndum hafa einnig borist fréttir af útlend­inga­h­atri sem beinist að Kínverjum og Asíu­búum. Sumir veit­inga­staðir í Suður-Kóreu, Japan og Víetnam hafa neitað að taka á móti kínverskum viðskipta­vinum og kínverskum gestum var sagt af hópi mótmæl­enda að yfir­gefa hótel í Indó­nesíu. Frönsk og áströlsk frétta­blöð hafa einnig verið sökuð um fordóma í frétta­flutn­ingi. Asísk samfélög um heim allan hafa brugðist við og á Twitter hefur myllu­merkið #JeNeSuisPa­sUn­Virus (Ég er ekki veira) náð athygli í Frakklandi.

„Kínversk stjórn­völd verða að grípa til aðgerða til að vernda fólk gegn mismunun og stjórn­völd um heim allan verða að bregðast við mismunun gegn fólki af kínverskum og asískum uppruna af fullum þunga. Eina leiðin til að stöðva farald­urinn er með samstöðu og samvinnu á milli landa,“ segir Nicholas Bequ­elin.

Landa­mæra­gæsla og sóttkví

Mörg lönd hafa brugðist við með því að loka á ferða­menn frá Kína eða öðrum asískum löndum á meðan önnur  lönd hafa sett á harðar reglur um sóttkví. Áströlsk yfir­völd hafa sent hundruð Ástr­alíubúa í varð­haldsmið­stöð fyrir innflytj­endur á Jóla­eyjum en aðstæðum þar hefur áður verið lýst sem ómann­úð­legum af áströlsku lækna­sam­tök­unum vegna andlegra og líkam­legra þján­inga sem flótta­fólk í haldi hefur þurft að þola þar.

Papúa Nýja-Gínea hefur lokað landa­mærum sínum fyrir fólki sem kemur frá öðrum löndum í Asíu án þess að það takmarkist við stað­fest tilfelli  kórónu­veirunnar. Það þýddi að nokkrir nemendur frá Papúa Nýju-Gíneu urðu fastir á Filipps­eyjum eftir að þeim var neitað, að fyrir­mælum stjórn­valda Papúa Nýju-Gíneu, um að fara um borð í flugvél .

 

Sóttkví, sem skerðir ferða­frelsi, er aðeins hægt að rétt­læta undir alþjóða­lögum ef þau eru hæfileg, tíma­bundin, í lögmætum tilgangi, algjör­lega nauð­synleg, af fúsum og frjálsum vilja ef mögu­legt er og án mismun­unar. Sóttkví skal vera sett á með öruggum hætti og af virð­ingu. Virða þarf og vernda rétt­indi þeirra sem eru í sóttkví, meðal annars með því að veita aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu, mat og öðrum nauð­synjum.

„Stjórn­völd um heim allan standa frammi fyrir erfiðum aðstæðum og þurfa að grípa til fyrir­byggj­andi aðgerða til að stöðva útbreiðslu kórónu­veirunnar en á sama tíma tryggja að fólk hafi aðgang að nauð­syn­legri heil­brigð­is­þjón­ustu.“

Nichoals Bequ­elin 

Lestu einnig