Fréttir

15. október 2020

Kórónu­veiran: Andlegt álag heil­brigð­is­starfs­fólks

Kveðið er á um rétt til bestu mögu­legu geðheilsu í alþjóða­lögum en raunin er sú að á heimsvísu eru fáir sem hafa aðgang að góðri geðheil­brigð­is­þjón­ustu. Kórónu­veirufar­ald­urinn hefur gert vanda­málið enn stærra. Í nýlegri könnun Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­ar­innar kom í ljós að aðgengi að geðheil­brigð­is­þjón­ustu er takmarkað eða ekkert.

Á sama tíma eykst þörfin. Þó flestir hafi fundið fyrir sálrænum áhrifum farald­ursins þá hefur fólkið í eldlín­unni, starfs­fólk á heil­brigð­is­sviði, þurft að þola mikið andlegt álag daglega og þurft á auknum stuðn­ingi að halda.

Vellíðan starfsfólks

Stjórn­völd hafa haft sjö mánuði frá því að heims­far­aldur hófst til að veita vellíðan heil­brigð­is­starfs­fólk eftir­tekt sem ætti að vera nægur tími. Það er margt sem hægt er að gera fyrir starfs­fólk í heil­brigð­is­þjón­ustu. Það þarf að dreifa álaginu á milli starfs­fólks með því að það skiptist á að taka að sér krefj­andi verk­efni og léttari verk­efni. Starfs­fólk með mikla reynslu þarf að starfa með reynslu­litlu fólki og það þarf að hvetja til og gæta þess að starfs­fólk fái reglu­bundið hlé frá vinnu á vinnu­tíma. Starfs­fólk skal fá upplýs­ingar um hvert það getur leitað sér aðstoðar þegar kemur að geðheilsu.

Þó að það sé aðdá­un­ar­vert að sjá starfs­fólk vinna starf sitt af heilum hug þá er varhuga­vert að kalla það „hetjur“ því þá er hætt við að við lítum fram hjá því að um mann­eskjur er að ræða. Það reynir veru­lega á fólk að vinna í nálægð við veik­indi og dauðann undir álagi og með lág laun. Stjórn­völd þurfa að sýna fram á að þau meti framlag þessa fólks. Ef heil­brigð­is­starfs­fólk er ekki öruggt þá er ekkert okkar öruggt.

Amnesty Internati­onal tók viðtöl við heil­brigð­is­starfs­fólk víða um heim og fékk ítrekað að heyra hvernig skortur á hlífð­ar­búnaði og langir vinnu­dagar setur andlega og líkam­lega heilsu þess í hættu. Starfs­fólki finnst það vera lítils metið þegar ætlast er til að það vinni án hlífð­ar­búnaðs, það reitir það til reiði og dregur úr því kraftinn. Lág laun og lítið starfs­ör­yggi í þessum geira þýðir að starfs­fólk hefur lítið val annað en að halda áfram.

Rannsókn Amnesty International

Anna­lisa, sem starfar á umönn­un­ar­heimili á Ítalíu, sagði Amnesty Internati­onal frá áhrifum farald­ursins á geðheilsu hennar. Á meðan farald­urinn hefur gengið yfir þá hefur hún sett sína eigin geðheilsu til hliðar. Á hápunkti farald­ursins fann hún fyrir veru­legum sálrænum áhrifum þar sem hún þurfti meðal annars að hafa áhyggjur af skorti á hlífð­ar­búnaði. Hún byrjaði að stama og fékk martraðir en vegna undir­mönn­unar var erfitt fyrir hana að taka frí frá vinnu.

„Ég hringdi í sálfræð­inginn þegar ástandið var sem verst og ég gat ekki talað. Það er eins og að opna stíflu, ef ég hleypi tilfinn­ingum mínum út þá er ég ekki viss um að ég getið haldið þeim inni aftur,“ segir Anna­lisa

Tshepo, rönt­g­en­tæknir frá Suður-Afríku, smit­aðist af COVID-19 eftir að hafa starfað án full­nægj­andi hlífð­ar­búnaðs. Rönt­g­en­tæknar voru ekki skil­greindir sem áhættu­hópur þrátt fyrir daglega nálægð við smitaða einstak­linga. Tshepo lýsti einnig áhyggjum sínum á skorti á endur­hæf­ingu fyrir starfs­fólk sem smit­aðist.

„Líkami minn hefur ekki náð fullri heilsu. Veik­indin hafa haft áhrif á öndun­ar­færi, kinn­holur og ég finn fyrir þreytu. Við þurfum að fá endur­hæf­ingu til að ná heilsu og sálrænan stuðning vegna áfallsins,“ segir Tshepo.

Laly, sem starfar við heima­hjúkrun í Frakklandi, sagði að frönsk stjórn­völd hafi vanmetið áhrif álagsins sem farald­urinn hefur á starfs­fólkið þar. Heil­brigð­is­starfs­fólk sem vinnur við heima­hjúkrun fengu í fyrstu ekki bónus í ágúst en því var svo breytt. Laly er reið yfir lágum launum og lélegum aðstæðum. Laly segir að hún þurfi stundum að vinna frá kl. 6 á morgnana til kl. 9 á kvöldin með aðeins klukku­tíma í hlé. Hún aðstoðar fólk í sturtu, á klósettið, að borða og klæða sig. Þrátt fyrir það útvegaði fyrir­tækið starfs­fólki sínu ekki grímur. Hún fékk grímur frá hjúkr­un­ar­fræð­ingi sem bjó í nágrenni við hana.

„Margt fólk er útbrunnið, það er þung­lynt. Ef önnur bylgja skellur á þá verður það veru­legt vandamál fyrir yfir­völd þar sem margt starfs­fólk er á leið í veik­inda­leyfi. Þrátt fyrir holl­ustu starfs­fólks þá mun það ekki snúa aftur í sams konar vinnu­að­stæður,“ segir Laly.

Mörgu  starfs­fólki finnst það niður­drep­andi að sjá ójafn­ræði í ákvörð­unum um hlífð­ar­búnað. Ronald, lyfja­fræð­ingur á sjúkra­húsi í Indó­nesíu, sagðist hafa orðið útundan í ákvörðun um hverjir fengju hlífð­ar­búnað og stuðning vegna þess að lyfja­fræð­ingar voru ekki skil­greindir sem hluti af heil­brigð­is­starfs­fólkinu þrátt fyrir að vera í beinum tengslum við smitaða einstak­linga.

 

Byggt á grein Tamaryn Nelson, rann­sak­anda hjá Amnesty Internati­onal um réttinn til heilsu í grein í tengslum við alþjóða geðheil­brigð­is­daginn þann 10.október 2020.

Lestu einnig