Fréttir

28. apríl 2020

Kórónu­veiran: Netör­yggi

Á meðan margir halda sig heima fyrir í einangrun, sóttkví eða vegna yfir­stand­andi samkomu­banns þá reiðir fólk sig mun meira á síma, fartölvur og önnur fjarskiptatæki til að halda sambandi.

Staf­rænt eftirlit hefur lengi vel verið notað sem vopn gegn mann­rétt­inda­sinnum. Núverandi ástand skapar enn meiri hættu vegna samskipta fólks um viðkvæm málefni á netinu og ýtir enn frekar undir hættu á mann­rétt­inda­brotum. Þetta þýðir að allir eru berskjald­aðri fyrir netárásum og nets­vindlum þar sem netglæpa­menn reyna að nýta sér ástandið.

Hér að neðan eru sex ráð varð­andi netör­yggi:

1. Uppfærum símann, tölvur og forrit 

Mikil­vægt er að uppfæra reglu­lega tæki og samskipta­forrit til að draga úr hættu á árásum. Villur í hugbúnaði eru algengari í eldri útgáfum forrita og gerir tækin þín viðkvæmari fyrir árásum. Mikil­vægt er að hlaða niður forritum aðeins frá traustum aðilum eins og Apple Store og GooglePlay. 

2. Hugsum áður en við smellum 

Mikil­vægt er að hafa varann á fyrir vefveiðum á tímum COVID-19 en svindlarar geta nýtt sér ástandið með því að reyna fá fólk til að ýta á hlekki og viðhengi í tölvupóstum eða skila­boðum með fréttum um kórónu­veirufar­ald­urinn. Ef þú þekkir ekki til send­andans þá skaltu ekki opna viðhengi eða ýta á hlekki. Einnig er gott ráð að skoða vefsíður fyrir­tækja og samtaka sem póstur kemur frá í stað þess að opna hlekkinn. Þá er mikil­vægt að hafa augun opin fyrir staf­setn­ingarvillum og röngu málfari. 

3. Verndum frið­helgi einka­lífs 

Þegar við eyðum meiri tíma á netinu erum við líklegri til að deila meiri persónu­legum upplýs­ingum. Mikil­vægt er því að endur­skoða still­ingar á tækj­unum þínum. Face­book og Google búa yfir ótrú­legu magni upplýsinga um líf okkar. Mögu­legt er nýta þennan tíma til að skoða þjón­ustur frá öðrum aðilum en helstu tæknirisunum.

Þú getur takmarkað hversu mikið gagna­magn Google getur safnað frá þér, eins og upplýs­ingar um stað­setn­ingu og sögu leit­ar­vélar þinnar, með því að veita ekki heimild fyrir því í Googleaðgang­inum þínum.

Þú getur í raun ekki stjórnað því hvaða gögn Face­book safnar en þú getur stjórnað því hvað fólk sér.          

4. Tengj­umst fjar­fundum örugg­lega 

Fjar­fundir hafa aldrei verið vinsælli en nú og hópsamtöl milli vinnu­fé­laga, fjöl­skyldna og vina fara fram á forritum sem leyfa mörgum einstak­lingum að tala saman í einu. Spurn­ingar hafa vaknað um öryggi þessara forrita. Forstjóri Zoom samskipta­for­ritsins þurfti að draga til baka þá yfir­lýs­ingu að  þeir væru með örugga dulkóðun (e. end-to-end) og  hefur t.d. ríkis­stofn­unum í Tævan nú verið bannað að nota forritið af örygg­is­ástæðum. 

Hægt er að kanna mögu­leikann á notkun annarra forrita líkt og Jitsi Meet sem krefst þess ekki að notendur hlaði niður forritinu eða búi til aðgang. Fyrir samskipti milli minni hópa er öruggara að nota þjón­ustur sem eru með örugga dulkóðun líkt og Signal, What­sApp eða Wire. 

5. Stafræn vortil­tekt 

Ef við eyðum þeim notendaaðgöngum sem við notum ekki lengur liggja færri persónuleg gögn um okkur á netinu og því minni hætta á brotum gegn frið­helgi einka­lífsins. 

Eitt af vorverk­unum gæti einnig verið að setja upp lykil­orðaforrit sem geymir öll lykil­orðin þín dulkóðuð og býr til ný sérstæð lykilorð sem erfitt er að giska á. Dæmi um slík forrit eru t.d.  KeePassXC, Last­Pass eða 1Password. 

6. Siglum í gegnum upplýs­inga­óreiðuna 

Mikil­vægt er að læra að takast á við allt það umfang upplýs­inga sem berast okkur um þessar mundir á netinu. Mikið magn upp­lýs­inga­óreiðu, rang­færslna og rangra upplýsinga er á sveimi á netinu. Nauð­syn­legt er að skoða hvaðan upplýs­ingar upphaf­lega koma og hvort hægt sé að stað­festa upplýs­ingar á öðrum traustum miðlum. Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin (e. WHO) heldur úti COVID-19 vefsíðu þar sem mýturum faraldurinn eru leið­réttar. 

Fyrir­tæki líkt og Face­book og Google segjast vinna að því að koma í veg fyrir dreif­ingu fals­frétta en höfum varann á því ríkis­stjórnir geta nýtt sér umræðuna um „fals­fréttir” á netinu til að brjóta á tján­ing­ar­frelsi einstak­linga. 

 

Mikil­vægast er, á þessum tímum og héðan í frá, að berjast fyrir mann­rétt­indum á netinu. Ríkis­stjórnir og fyrir­tæki nota í auknum mæli stafræn eftir­lit­s­kerfi í barátt­unni við kórónu­veirufar­ald­urinn. Mögu­legt er að sum þessara kerfa geti bjargað lífum en önnur geta brotið á frið­helgi einka­lífsins, tján­ing­ar­frelsinu og öðrum mann­rétt­indum á þann hátt að líf okkar gæti breyst til fram­búðar. Núna er tíminn til að taka höndum saman og tryggja við og rétt­indi okkar á netinu lifi af þennan faraldur. 

Á aðalvefsíðu Amnesty Internati­onal er hægt að nálgast námskeið um öryggi á netinu

Lestu einnig