SMS

18. febrúar 2025

Krefj­umst þess að Trump forseti virði mann­rétt­indi

Innan aðeins örfárra klukku­stunda eftir að Donald Trump tók við forseta­embætti Banda­ríkj­anna skrifaði hann undir fjölda forseta­til­skipana sem margar hverjar grafa undan mann­rétt­indum fólks og geta komið til með að hafa skaðleg áhrif á líf, heilsu og velferð milljóna í Banda­ríkj­unum og víðar.

Einnig hefur hann heitið því að hrinda í fram­kvæmd áform um brott­vís­anir sem beinast að millj­ónum innflytj­enda og umsækj­enda um alþjóð­lega vernd.

Áætlanir hans hafa í för með sér fjölda­hand­tökur, fang­els­anir og fjölda­flutn­inga fólks, bæði rótgró­inna samfé­lags­þegna og þeirra sem nýkomin eru til landsins.

Banda­rískum stjórn­völdum ber skylda samkvæmt alþjóða­lögum að tryggja að lög þeirra, stefnur og verklag leiði ekki til aukinnar hættu á að brotið sé á mann­rétt­indum innflytj­enda og umsækj­enda um alþjóð­lega vernd.

SMS-félagar Amnesty krefjast þess að Trump forseti virði mann­rétt­indi innflytj­enda og umsækj­enda um alþjóð­lega vernd og hætti við þau áform um vísa fjölda fólks úr landi.

Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið hér.

Lestu einnig