Fréttir

1. október 2024

Líbanon/Ísrael: Öryggi óbreyttra borgara í hættu

Vegna harðn­andi átaka milli Ísraels og Hezbollah vill Amnesty Internati­onal koma því á fram­færi að gífur­legt mann­fall í Líbanon frá því í síðustu viku er áminning um mikil­vægi þess að allir stríðs­að­ilar fram­fylgi skyldum sínum í samræmi við alþjóðleg mann­úð­arlög.

Þann 23. sept­ember hófst hern­að­ar­að­gerð Ísraels, Operation Nort­hern Arrows. Fyrsta daginn voru gerðar að minnsta kosti 1.600 loft­árárásir víða um Líbanon. Hezbollah skaut rúmlega 200 eldflaugum til Ísraels.

„Mánu­daginn 23. sept­ember var mesta mann­fall í Líbanon síðan undir lok borg­ara­stríðsins árið 1990. Við erum uggandi yfir gífur­legu mann­falli sem átti sér stað á einum degi og fara tölurnar enn hækk­andi.“

Erika Guevara Rosas, yfir rann­sóknum, stefnum, hags­muna­gæslu og herferðum hjá Amnesty Internati­onal. 

Mannfall óbreyttra borgara

Á þessum fyrsta degi þann 23. sept­ember voru að minnsta kosti 558 einstak­lingar drepnir í Líbanon í árásum Ísraels, þar á meðal 50 börn og 94 konur. Til viðbótar særðust 1.800 einstak­lingar. Hundruð þúsunda hafa flúið heimili sín í Líbanon og flestir vegna nýlegra árása.

Hezbollah og Ísrael hafa átt í átökum síðan Hezbollah gerði árás á norð­ur­hluta Ísraels í kjölfar sóknar Ísraels á Gaza frá október 2023. Átök hafa átt sér stað að mestu í suður­hluta Líbanon og norð­ur­hluta Ísrael. Á tíma­bilinu 7. október til 10. sept­ember 2024 voru 137 óbreyttir borg­arar verið drepnir í Líbanon samkvæmt heil­brigð­is­ráðu­neyti Líbanons og Sameinuðu þjóð­unum.

Á sama tíma­bili hafa Hezbollah og aðrir vopn­aðir hópar hafa skotið eldflaugum á norð­ur­hluta Ísraels og drepið að minnsta kosti 14 óbreytta borgara samkvæmt ísra­elskum yfir­völdum. Um 63.000 heimili í norð­ur­hluta Ísraels hafa verið rýmd frá því 8. október í fyrra.

Í 34 daga átökum Ísraels og Hezbollah árið 2006 leiddi rann­sókn Amnesty Internati­onal í ljós að bæði Ísrael og Hezbollah brutu alþjóðleg mann­úð­arlög.

„Átök á milli Ísraels og Hezbollah hafa í fyrri tíð einkennst af alvar­legum brotum á alþjóð­legum mann­úð­ar­lögum. Það er mikið áhyggju­efni að það sé óhjá­kvæmi­legt að harðn­andi átök leiði enn og aftur til mann­falls og líkams­tjóns óbreyttra borgara ásamt viða­mik­illi eyði­legg­ingu í Líbanon og Ísrael. Við köllum á öll ríki að stöðva vopna­flutning og hvers konar hern­að­ar­að­stoð til Ísraels og Hezbollah þar sem veruleg hætta er á að þessi vopn verði notuð til að fremja og ýta undir alvarleg brot á mann­úð­ar­lögum, þar á meðal stríðs­glæpi.“

Erika Guevara Rosas, yfir rann­sóknum, stefnum, hags­muna­gæslu og herferðum hjá Amnesty Internati­onal. 

 

 

Alþjóðleg mannúðarlög

Virðing fyrir alþjóð­legum mann­úð­ar­lögum felur í sér að tryggja að aðeins hern­að­arleg svæði séu skot­mörk, varast skal að beita handa­hófs­kenndum, óhóf­legum eða beinum árásum á óbreytta borgara eða borg­arleg skot­mörk og grípa skal til allra nauð­syn­legra varúð­ar­rástafana til að óbreyttir borg­arar og borg­araleg svæði skaðist sem allra minnst. Beiting sprengi­vopna á stóru svæði í nálægð þéttrar íbúa­byggðar er líklegt til að brjóta bann við handa­hófs­kenndum og óhóf­legum árásum.

Samkvæmt mynd­böndum sem Amnesty Internati­onal hefur greint hafa nýlegar árásir Ísraels í Líbanon verið á íbúða­byggðir. Heil­brigð­is­ráð­herra Líbanon sagði einnig að sjúkra­stofn­anir hafi orðið fyrir árásum þar sem 4 heil­brigð­is­starfs­menn létu lífið og 16 særðust.

Tals­maður ísra­elska hersins gaf út opin­bera aðvörun á arab­ísku þann 25. sept­ember til að vara íbúa við um að snúa ekki aftur til sín heima fyrr en búið væri að tilkynna að það væri óhætt þar sem loft­árárásir héldu áfram.

 

 

 

Slík aðvörun leysir Ísrael ekki undan þeirri skyldu alþjóð­legra mann­úð­ar­laga um að gera grein­armun á hern­að­ar­legum og borg­ara­legum skot­mörkum og grípa til allra varúð­ar­ráð­stafana til að koma í veg fyrir að óbreyttir borg­arar verði fyrir skaða eða að borg­ar­legir innviðir skemm­istam­kvæmt alþjóða­lögum verður að tryggja nægj­an­legan tíma fyrir aðvörun. Tilkynning um rýmingu er samt sem áður ekki nóg til að svæði sé leyfi­legt skot­mark.

„Ísra­elsk yfir­völd og Hezbollah og aðrir vopn­aðir hópar verða að gera sér grein fyrir því að reglur alþjóð­legra mann­úð­ar­laga gilda í öllum kring­um­stæðum óháð orsökum átak­anna. Það er ekkert sem afsakar ólögmæt dráp og líkams­tjón óbreyttra borgara.“

Erika Guevara Rosas, yfir rann­sóknum, stefnum, hags­muna­gæslu og herferðum hjá Amnesty Internati­onal. 

 

 

Lestu einnig