Fréttir
1. október 2024Vegna harðnandi átaka milli Ísraels og Hezbollah vill Amnesty International koma því á framfæri að gífurlegt mannfall í Líbanon frá því í síðustu viku er áminning um mikilvægi þess að allir stríðsaðilar framfylgi skyldum sínum í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög.
Þann 23. september hófst hernaðaraðgerð Ísraels, Operation Northern Arrows. Fyrsta daginn voru gerðar að minnsta kosti 1.600 loftárárásir víða um Líbanon. Hezbollah skaut rúmlega 200 eldflaugum til Ísraels.
„Mánudaginn 23. september var mesta mannfall í Líbanon síðan undir lok borgarastríðsins árið 1990. Við erum uggandi yfir gífurlegu mannfalli sem átti sér stað á einum degi og fara tölurnar enn hækkandi.“
Erika Guevara Rosas, yfir rannsóknum, stefnum, hagsmunagæslu og herferðum hjá Amnesty International.
Mannfall óbreyttra borgara
Á þessum fyrsta degi þann 23. september voru að minnsta kosti 558 einstaklingar drepnir í Líbanon í árásum Ísraels, þar á meðal 50 börn og 94 konur. Til viðbótar særðust 1.800 einstaklingar. Hundruð þúsunda hafa flúið heimili sín í Líbanon og flestir vegna nýlegra árása.
Hezbollah og Ísrael hafa átt í átökum síðan Hezbollah gerði árás á norðurhluta Ísraels í kjölfar sóknar Ísraels á Gaza frá október 2023. Átök hafa átt sér stað að mestu í suðurhluta Líbanon og norðurhluta Ísrael. Á tímabilinu 7. október til 10. september 2024 voru 137 óbreyttir borgarar verið drepnir í Líbanon samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanons og Sameinuðu þjóðunum.
Á sama tímabili hafa Hezbollah og aðrir vopnaðir hópar hafa skotið eldflaugum á norðurhluta Ísraels og drepið að minnsta kosti 14 óbreytta borgara samkvæmt ísraelskum yfirvöldum. Um 63.000 heimili í norðurhluta Ísraels hafa verið rýmd frá því 8. október í fyrra.
Í 34 daga átökum Ísraels og Hezbollah árið 2006 leiddi rannsókn Amnesty International í ljós að bæði Ísrael og Hezbollah brutu alþjóðleg mannúðarlög.
„Átök á milli Ísraels og Hezbollah hafa í fyrri tíð einkennst af alvarlegum brotum á alþjóðlegum mannúðarlögum. Það er mikið áhyggjuefni að það sé óhjákvæmilegt að harðnandi átök leiði enn og aftur til mannfalls og líkamstjóns óbreyttra borgara ásamt viðamikilli eyðileggingu í Líbanon og Ísrael. Við köllum á öll ríki að stöðva vopnaflutning og hvers konar hernaðaraðstoð til Ísraels og Hezbollah þar sem veruleg hætta er á að þessi vopn verði notuð til að fremja og ýta undir alvarleg brot á mannúðarlögum, þar á meðal stríðsglæpi.“
Erika Guevara Rosas, yfir rannsóknum, stefnum, hagsmunagæslu og herferðum hjá Amnesty International.
Alþjóðleg mannúðarlög
Virðing fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum felur í sér að tryggja að aðeins hernaðarleg svæði séu skotmörk, varast skal að beita handahófskenndum, óhóflegum eða beinum árásum á óbreytta borgara eða borgarleg skotmörk og grípa skal til allra nauðsynlegra varúðarrástafana til að óbreyttir borgarar og borgaraleg svæði skaðist sem allra minnst. Beiting sprengivopna á stóru svæði í nálægð þéttrar íbúabyggðar er líklegt til að brjóta bann við handahófskenndum og óhóflegum árásum.
Samkvæmt myndböndum sem Amnesty International hefur greint hafa nýlegar árásir Ísraels í Líbanon verið á íbúðabyggðir. Heilbrigðisráðherra Líbanon sagði einnig að sjúkrastofnanir hafi orðið fyrir árásum þar sem 4 heilbrigðisstarfsmenn létu lífið og 16 særðust.
Talsmaður ísraelska hersins gaf út opinbera aðvörun á arabísku þann 25. september til að vara íbúa við um að snúa ekki aftur til sín heima fyrr en búið væri að tilkynna að það væri óhætt þar sem loftárárásir héldu áfram.
Slík aðvörun leysir Ísrael ekki undan þeirri skyldu alþjóðlegra mannúðarlaga um að gera greinarmun á hernaðarlegum og borgaralegum skotmörkum og grípa til allra varúðarráðstafana til að koma í veg fyrir að óbreyttir borgarar verði fyrir skaða eða að borgarlegir innviðir skemmistamkvæmt alþjóðalögum verður að tryggja nægjanlegan tíma fyrir aðvörun. Tilkynning um rýmingu er samt sem áður ekki nóg til að svæði sé leyfilegt skotmark.
„Ísraelsk yfirvöld og Hezbollah og aðrir vopnaðir hópar verða að gera sér grein fyrir því að reglur alþjóðlegra mannúðarlaga gilda í öllum kringumstæðum óháð orsökum átakanna. Það er ekkert sem afsakar ólögmæt dráp og líkamstjón óbreyttra borgara.“
Erika Guevara Rosas, yfir rannsóknum, stefnum, hagsmunagæslu og herferðum hjá Amnesty International.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu