Fréttir

21. mars 2025

Loft­árásir Ísraels drepa yfir 400 Palestínubúa á Gaza

Í kjölfar fjölda árása Ísraels á hernumda Gaza aðfaranótt 18. mars síðastliðinn þar sem minnst 414 Palestínubúar létu lífið, þar á meðal 174 börn og yfir 550 voru lagðir inn á sjúkrahús sagði Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal: 

Í dag er dimmur dagur fyrir mann­kynið. Ísrael hóf skefja­lausa sprengju­árás á Gaza á með þeim afleið­ingum minnst 414 einstaklingar voru drepnir á meðan þeir sváfu, þar á meðal minnsta kosti 100 börn, og aftur voru heilu fjölskyldurnar þurrkaðar út á nokkrum klukku­stundum. Palestíubúar á Gaza, sem hafa varla haft kifæri til að sla saman fi sínu á og glíma enn við áföll eftir fyrri árásir Ísraels, knuðu enn og aftur við skelfi­legan veruleika svæsnra sprengju­árása.

Hópmorð og ólög­mætar árásir Ísraels hafa þegar valdið fordæma­lausri mann­úð­ar­neyð á Gaza. Í dag erum við aftur á byrj­un­ar­reit. Þann 2. mars fyrir­skipaði Ísrael aftur á algert umsátur á Gaza til að hindra að mann­úð­ar­að­stoð, lyf og birgðir, þar á meðal eldsneyti og matvæli komist inn á svæðið, sem þver­brýtur alþjóðalög. Ísrael hefur einnig lokað fyrir rafmagn til helstu afsölt­un­ar­stöðvar Gaza. Og í dag hefur ísra­elski herinn enn á ný gefið út fjölda­skip­anir um „rýmingu“ sem þýðir brott­flutn­inga fyrir Palestínubúa.“

„Rann­sak­endur Amnesty Internati­onal ræddu við heil­brigð­is­starfs­fólk sem vinnur á þremur sjúkra­húsum í Gaza-borg og á Norður-Gaza sem lýsti ólýs­an­legum hryll­ingi snemma morguns. Al-Shifa, stærsta sjúkrahús Gaza hafði aðeins þrjú rúm til að taka á móti hinum særðu þar sem fyrri hern­að­ar­að­gerðir Ísraels höfðu eyðilagt það að mestu.“

„Al-Ahli Arab Baptist sjúkra­húsið í Gaza-borg, eina sjúkra­húsið með starf­andi gjör­gæslu­deild, neyddist til að meðhöndla suma af þeim 80 særðu, sem þangað leituðu aðstoðar, á göng­unum og í garði sjúkra­hússins. Indó­nes­íski spít­alinn er sá eini í norð­ur­hluta Gaza sem er enn starf­hæfur að einhverju leyti. Enn er verið að vinna að endur­bygg­ingu hans eftir fyrri árásir Ísraels.“

„Næstum algjört hrun heil­brigðis­kerf­isins á Gaza, sérstak­lega í norð­ur­hlut­anum, ásamt átak­an­legum skorti á lækn­inga­tækjum og vistum sem versnaði vegna ólög­mæts umsáturs Ísraels, er í raun dauða­dómur yfir mörgum einstak­lingum sem eru alvar­lega slas­aðir eða með sjúk­dóma, sem jafnvel væri auðvelt að lækna við eðli­legar aðstæður. Ísra­elsk yfir­völd eru enn með mjög strangar takmark­anir á sjúkra­flutn­inga út af Gaza.“

„Þegar árásir Ísraels hófust á ný var líf þeirra 24 ísra­elskra gísla sem enn eru í haldi og taldir vera á lífi sett í hættu. Þetta er einnig grimmi­legt áfall fyrir gísla og palestínska fanga sem og fjöl­skyldur þeirra. Við minnum alla aðila á að leysa þarf úr haldi alla gísla og Palestínubúa sem hafa verið hand­teknir að geðþótta.“

„Heim­urinn getur ekki staðið hjá og leyft Ísrael að drepa Palestínubúa á Gaza og valda þeim gífur­legum þján­ingum. Við hvetjum öll ríki til að standa við skuld­bind­ingar sínar um að koma í veg fyrir og refsa fyrir hópmorð og tryggja að alþjóðleg mann­úð­arlög séu virt. Þrýsta þarf á Ísrael að binda enda á árásir sínar og tryggja skil­yrð­is­lausa og óhindr­aðan aðgang að mann­úð­ar­að­stoð. Ríki verða að koma saman og krefjast þess að vopnahlé verði komið aftur á, bundinn verði endi á hópmorð Ísraels á Palestínu­búum á Gaza og ólög­mætt hernám á land­svæði Palestínubúa ásamt aðskiln­að­ar­stefnu Ísraels gegn Palestínu­búum verði afnumin.“ 


 

Lestu einnig