Viðburðir

5. júlí 2019

Mann­rétt­inda­maraþon

Laug­ar­daginn 13. júlí stendur ungl­iða­hreyfing Íslands­deildar Amnesty Internati­onal fyrir Mann­rétt­inda­mara­þoni. Farin verður um fimm kíló­metra löng leið á milli 5 sendi­ráða í miðborg Reykja­víkur. Við hvert sendiráð verða sjálf­boða­liðar frá ungl­iða­hreyf­ing­unni og þar munu hlaup­arar skrifa undir mál sem snúa að löndum sendi­ráð­anna og hafa þannig áhrif á mann­rétt­inda­bar­áttuna.

Hlaupaleiðin byrjar við skrif­stofu Íslands­deildar Amnesty Internati­onal, Þing­holts­stræti 27 þaðan verður farið að sendi­ráði Banda­ríkj­anna við Lauf­ásveg, sendi­ráði Indlands við Túngötu, sendi­ráði Rúss­lands við Túngötu, sendi­ráði Danmerkur við Hverf­is­götu, sendi­ráði Kína við Borg­artún og endað aftur á Þing­holts­stræti 27. Fólk getur valið hvaða leið það fer milli sendi­ráð­anna og hvort það fer gang­andi eða hlaup­andi.

Markmið mann­rétt­inda­mara­þonsins er að virkja alla þá sem hafa áhuga á hlaupum eða hreyf­ingu til að fræðast í leið­inni um stöðu mann­rétt­inda­brota víðs­vegar um heiminn og taka þátt í starfi Amnesty Internati­onal.

Ungl­iða­hreyfing Amnesty Internati­onal sér um upphitun og svo verður boðið uppá hress­ingu í lokin við skrif­stofu samtak­anna í Þing­holts­stræti 27.

Lestu einnig