Fréttir
21. nóvember 2024Í nýlegri úttekt vakti Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna (e. Human Rights Committee) athygli á áhyggjum sínum er varða mannréttindi á Íslandi, þar sem nefndin tók meðal annars undir áhyggjuefni sem sett voru fram í skriflegri skýrslu Amnesty International. Nefndin tók undir þrjú af fjórum lykilatriðum sem Amnesty International vakti sérstaklega athygli á og lagði til breytingar er varða útlendingalög, beitingu einangrunarvistar og lagaákvæði um eftirlit með aðgerðum lögreglu.
Í niðurstöðum sínum gagnrýndi nefndin breytingar á 33. grein laga um útlendinga sem gerðar voru árið 2023. Samkvæmt breytingunum er grunnþjónusta fyrir einstaklinga sem fá synjun um alþjóðlega vernd nú takmörkuð við hámark 30 daga eftir að lokaákvörðun hefur verið tekin um mál þeirra. Nefndin lýsti yfir áhyggjum af breytingunum og benti á að þær gætu aukið erfiðleika hjá þeim sem bíða brottvísunar. Ennfremur lýsti nefndin yfir áhyggjum af því að grundvallarreglunni um non-refoulement væri ekki framfylgt, en hún bannar endursendingar fólks á staði þar sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu. Nefndin hvatti Ísland til að endurskoða þessar breytingar til að tryggja að þær samræmist alþjóðlegum mannréttindareglum og grundvallarreglunni um non-refoulement.
Auk mála er varða útlendingalög lýsti nefndin yfir áhyggjum af beitingu einangrunarvistar í gæsluvarðhaldi á Íslandi. Nefndin gagnrýndi hátt hlutfall gæsluvarðhaldsfanga – sérstaklega erlendir ríkisborgarar – sæti einangrun, stundum í langan tíma. Nefndin tók undir ráðleggingar Amnesty International og hvatti til þess að einangrunarvist yrði aðeins notuð í undantekningartilvikum og sem síðasta úrræði, með skýrum rökstuðningi og einstaklingsbundinni ákvörðun fyrir hvert tilvik.
Nefndin gagnrýndi einnig nýlegar breytingar á lögreglulögum, sem auka valdheimildir lögreglu til að hafa eftirlit með fólki sem ekki um grunað um að hafa framið glæp. Þessar breytingar, að mati nefndarinnar og Amnesty International, skorta nægilega sjálfstætt eftirlit, sem vekur áhyggjur um möguleg brot á friðhelgi einkalífs. Nefndin lagði áherslu á að Ísland tryggi að eftirlitsaðgerðir lögreglu séu undir eftirliti dómstóla og háðar vönduðum eftirlitsferlum til að koma í veg fyrir misnotkun.
Amnesty International fagnar tilmælum nefndarinnar og hvetur Ísland til að bregðast hratt við með því að taka á þessum málum. Framkvæmd tilmæla nefndarinnar myndi stuðla að vernd mannréttinda og samræmast skuldbindingum Íslands gagnvart alþjóðlegum mannréttindareglum.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu