Fréttir

21. nóvember 2024

Mann­rétt­inda­nefnd Sameinuðu þjóð­anna hvetur Ísland til að taka á mann­rétt­inda­málum

Í nýlegri úttekt vakti Mann­rétt­inda­nefnd Sameinuðu þjóð­anna (e. Human Rights Comm­ittee) athygli á áhyggjum sínum er varða mann­rétt­indi á Íslandi, þar sem nefndin tók meðal annars undir áhyggju­efni sem sett voru fram í skrif­legri skýrslu Amnesty Internati­onal. Nefndin tók undir þrjú af fjórum lykil­at­riðum sem Amnesty Internati­onal vakti sérstak­lega athygli á og lagði til breyt­ingar er varða útlend­ingalög, beit­ingu einangr­un­ar­vistar og laga­ákvæði um eftirlit með aðgerðum lögreglu. 

Í niður­stöðum sínum gagn­rýndi nefndin breyt­ingar á 33. grein laga um útlend­inga sem gerðar voru árið 2023. Samkvæmt breyt­ing­unum er grunn­þjón­usta fyrir einstak­linga sem fá synjun um alþjóð­lega vernd nú takmörkuð við hámark 30 daga eftir að loka­ákvörðun hefur verið tekin um mál þeirra. Nefndin lýsti yfir áhyggjum af breyt­ing­unum og benti á að þær gætu aukið erfið­leika hjá þeim sem bíða brott­vís­unar. Ennfremur lýsti nefndin yfir áhyggjum af því að grund­vall­ar­regl­unni um non-refou­lement væri ekki fram­fylgt, en hún bannar endur­send­ingar fólks á staði þar sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu.  Nefndin hvatti Ísland til að endur­skoða þessar breyt­ingar til að tryggja að þær samræmist alþjóð­legum mann­rétt­inda­reglum og grund­vall­ar­regl­unni um non-refou­lement. 

Auk mála er varða útlend­ingalög lýsti nefndin yfir áhyggjum af beit­ingu einangr­un­ar­vistar í gæslu­varð­haldi á Íslandi. Nefndin gagn­rýndi hátt hlut­fall gæslu­varð­halds­fanga – sérstak­lega erlendir ríkis­borg­arar – sæti einangrun, stundum í langan tíma. Nefndin tók undir ráðlegg­ingar Amnesty Internati­onal og hvatti til þess að einangr­un­ar­vist yrði aðeins notuð í undan­tekn­ing­ar­til­vikum og sem síðasta úrræði, með skýrum rökstuðn­ingi og einstak­lings­bund­inni ákvörðun fyrir hvert tilvik. 

Nefndin gagn­rýndi einnig nýlegar breyt­ingar á lögreglu­lögum, sem auka vald­heim­ildir lögreglu til að hafa eftirlit með fólki sem ekki um grunað um að hafa framið glæp. Þessar breyt­ingar, að mati nefnd­ar­innar og Amnesty Internati­onal, skorta nægi­lega sjálf­stætt eftirlit, sem vekur áhyggjur um möguleg brot á frið­helgi einka­lífs. Nefndin lagði áherslu á að Ísland tryggi að eftir­lits­að­gerðir lögreglu séu undir eftir­liti dómstóla og háðar vönd­uðum eftir­lits­ferlum til að koma í veg fyrir misnotkun. 

Amnesty Internati­onal fagnar tilmælum nefnd­ar­innar og hvetur Ísland til að bregðast hratt við með því að taka á þessum málum. Fram­kvæmd tilmæla nefnd­ar­innar myndi stuðla að vernd mann­rétt­inda og samræmast skuld­bind­ingum Íslands gagn­vart alþjóð­legum mann­rétt­inda­reglum. 

Lestu einnig