Góðar fréttir

24. janúar 2025

Mann­rétt­inda­sigrar síðustu mánuði ársins 2024

Mann­rétt­inda­bar­áttan leiðir til jákvæðra breyt­inga. Sigr­arnir eru margs konar. Breyt­ingar eru gerðar á löggjöf sem bæta stöðu mann­rétt­inda, einstak­lingar sem eru rang­lega fang­els­aðir fá frelsi á ný og rétt­læti nær fram að ganga. Hér má lesa um fjöl­marga sigra frá seinni helm­ingi ársins 2024 sem ber að fagna.

Júlí

Sýrland:

Sjálf­stæð yfir­völd í norð­aust­ur­hluta Sýrlands tilkynntu sakar­upp­gjöf fyrir karl­menn, konur og börn sem voru dæmd í afar ósann­gjörnum rétt­ar­höldum fyrir hryðju­verk. Um var að ræða sömu tilmæli og Amnesty Internati­onal hafði kallað eftir í skýrslu sinni um norð­aust­ur­hluta Sýrlands í apríl. Þessi sakar­upp­gjöf leiðir til þess að um 4.200 Sýrlend­ingar sem höfðu ekki framið ofbeld­is­glæpi verða leystir úr haldi eða dómur þeirra styttur um helming.

Gambía:

Gamb­íska þingið hafnaði frum­varpi um að fella úr gildi lög frá árinu 2015 sem banna limlest­ingu á kynfærum kvenna. Í samvinnu við borg­araleg samtök í Gambíu þrýsti Amnesty Internati­onal á yfir­völd að hafna frum­varpinu með því að senda frá sér frétta­til­kynn­ingu, fara í fjöl­miðla­viðtöl og skrifa yfir­völdum bréf.

Suður-Kórea:

Tíma­mótanið­ur­staða hæsta­réttar Suður-Kóreu stað­festi að nýju rétt samkyn­hneigðra para til heilsu­trygg­ingar til jafns við gagn­kyn­hneigð pör í kjölfar áfrýj­unar. Hæstiréttur hafði áður komist að þessari niður­stöðu en málinu var áfrýjað og var fyrri niður­staða stað­fest. Amnesty Internati­onal í Suður-Kóreu fagnaði árangr­inum eftir að hafa fylgt málinu eftir með því að senda hæsta­rétti umsögn.

 

©Amnesty í Suður-Kóreu

Rúss­land:

Dmitry Skurikhin var leystur úr haldi í Rússlandi eftir að hafa afplánað 18 mánaða dóm fyrir að mála skilaboð fyrir framan búð sína þar sem hann mótmælti stríðinu í Úkraínu. Í ágúst árið 2022 útbjó Dmitry skilti með áletr­un­inni: „Rúss­land, vaknið! Stöðvið þessa vitfirrtu, fölsku, fyrir­lit­legu, skamm­ar­legu hern­að­ar­að­gerð!“ og hengdi upp fyrir framan verslun sína.

Hann fékk 18 mánaða dóm  fyrir brot á ritskoð­un­ar­lögum um hernað sem sett voru á stuttu eftir innrás Rúss­lands í Úkraínu. Eitt af ákvæðum laganna gerir það refsi­vert „að koma óorði á herafla Rúss­lands“. Mál hans var eitt af málunum í netákalli Íslands­deildar Amnesty Internati­onal í apríl 2024.

 

Dmitry Skurikhin var leystur úr haldi 26. júlí 2024.

Ágúst

Benín:

Amnesty Internati­onal vakti athygli að því í byrjun ágúst 2024 að fangar í Benín þyrftu að dúsa í skít­ugum og yfir­fullum fanga­klefum og að þeim væri neitað um hreint vatn og lækn­is­með­ferð. Að minnsta kosti 46 fanga létu lífið í fjórum fang­elsum frá janúar til júlí árið 2023 samkvæmt gögnum Amnesty Internati­onal. Fjöl­miðlar jafnt innan­lands sem og erlendis fjölluðu um málið.

Þann 19. ágúst lagði fjöldi þing­manna úr stjórn­ar­and­stöðu fram spurn­ingar til stjórn­valda um dauðs­föll í fang­elsum, aðgengi fanga að heil­brigð­is­þjón­ustu og varð­hald lengur en þau fimm ár sem lög heimila. Í sept­ember stað­festi forstjóri fang­els­is­mála­stofn­unar slæmar aðstæður í yfir­fullum fang­elsum. Í sama mánuði fengu fang­els­is­stjórar og heil­brigð­is­starfs­fólk þjálfun í meðferð á föngum til samræmis við Bangkok-reglur Sameinuðu þjóð­anna.

Taívan:

Fjöl­skyldu­með­limum 24 víet­namskra umsækj­anda um alþjóð­lega vernd í Taívan sem drepnir voru af taívanska hernum í Kinmen árið 1987 var boðið af ríkis­stjórn­inni í sátta­leið­angur til Taívan. Amnesty Internati­onal í Taívan studdi mál þeirra.

Mósambík:

Árið 2020 slös­uðust sex mótmæl­endur alvar­lega eftir að lögregla beitti skot­vopnum gegn þeim nálægt Bahine-þjóð­garð­inum. Ári síðar birti Amnesty Internati­onal gögn um málið þar sem kallað var eftir ítar­legri rann­sókn á atburð­inum af hálfu yfir­valda. Það leiddi til þess að stjórn­völd gripu til laga­legra aðgerða og endaði með því að í ágúst 2024 voru sex lögreglu­menn dæmdir fyrir óhóf­lega beit­ingu skot­vopna.

Pólland:

Eftir áralanga baráttu hugrakkra kvenna í Póllandi voru lög samþykkt þar sem skil­greining á nauðgun var breytt. Nauðgun er nú skil­greint sem kynlíf án samþykkis án skil­yrðis um beiting ofbeldis. Pólland er 19. landið í Evrópu til að skil­greina nauðgun með þessum hætti úr hópi 31 lands sem Amnesty Internati­onal hefur skoðað.

Tæland:

Stjórn­völd drógu til baka fyrir­vara á 22. grein Barna­sátt­málans í ágúst 2024. Þar með var réttur flótta­barna til viðeig­andi verndar og mann­úð­legrar aðstoðar tryggður.

Rúss­land:

Aleks­andra (Sasha) Skochi­lenko er lista­kona sem gagn­rýndi stríðið í Úkraínu. Hún fékk frelsi á ný í ágúst í sögu­legum fanga­skiptum í kjölfar mikils þrýst­ings. Þýska­land, Noreg, Pólland, Slóveníu og Banda­ríkin sömdu við Rúss­land og Belarús um fanga­skiptin.

Rúss­nesk yfir­völd hand­tóku Söshu í apríl 2022 í kjölfar þess að hún skipti verð­miðum í matvöru­verslun út fyrir upplýs­ingum um innrás Rúss­lands í Úkraínu. Hún var ákærð fyrir að dreifa ­„fölskum upplýs­ingum um beit­ingu herafla Rúss­lands.“

„Ég vil lýsa yfir gífur­legu þakk­læti til Amnesty Internati­onal. Það er erfitt að koma orðum að þakk­læti mínu því að stórum hluta er það ykkur að þakka að ég sé hér.“

 

Aleks­andra Skochi­lenko

 

Maung Sawyeddollah

 

Mjanmar:

Í ágúst 2017 hóf herinn í Mjanmar að fremja þjóð­ern­is­hreins­anir á Róhingjum. Af ótta um líf sitt flúði Maung Sawyeddollah, 15 ára gamall, með fjöl­skyldu sinni til Bangla­dess í Cox´s Bazar flótta­manna­búð­irnar.

Sawyeddollah hefur barist fyrir því að fyrir­tækið Meta, sem á Face­book, taki ábyrgð á hlut sínum sem leiddi til grimmd­ar­verka gegn Róhingjum. Hatursorð­ræða þar sem hvatt var með beinum hætti til ofbeldis og mismun­unar gegn Róhingjum fékk víðtæka dreif­ingu á Face­book sem kynti undir ofbeldi hersins í Mjanmar.

Árið 2023 var öryggi Sawyeddollah ógnað í flótta­manna­búð­unum. Amnesty Internati­onal, í samstarfi við tvö önnur samtök, vann að því að koma honum í öruggt skjól. Í ágúst 2024 fékk Sawyeddollah náms­manna­áritun til Banda­ríkj­anna og stundar hann nú nám við háskólann í New York. Hann er fyrsti Róhinginn úr flótta­manna­búð­unum í Bangla­dess til að fá náms­manna­áritun.

September

Búlgaría:

Amnesty Internati­onal í Búlgaríu, ein nýjasta deild samtak­anna, fagnaði tveimur sigrum í sept­ember í kjölfar þrýst­ings frá deild­inni. Frum­varp um skrán­ingu erlendra ríkis­er­ind­reka sem hefði haft veruleg áhrif á frjáls félaga­samtök var fellt í menn­ingar- og fjöl­miðla­nefnd þingsins. Þingið hafnaði einnig breyt­ingum á lögum sem hefði gert meðferð við kynama barna refsi­verða.

Tógó:

Amnesty Internati­onal gaf út frétta­til­kynn­ingu sumarið 2023 sem vakti athygli á mann­eklu og skorti á sjúkra­vörum á ákveðnum heilsu­gæslu­stöðvum sem sinna þung­uðum konum og nýburum. Í sept­ember 2024 tilkynntu stjórn­völd um fjölgun starfs­fólks og í ágúst var búið að bæta við 7.700 rúmum og 100 fæðing­ar­bekkjum ásamt sjúkra­bílum og talstöðvum fyrir fæðing­ar­deildir.

Japan:

Löngu tímabær dóms­úrskurður var gefinn út þegar Hakamada Iwao, fangi sem vist­aður hefur verið lengst á dauða­deild í heim­inum, var sýkn­aður. Hann var næstum hálfa öld rang­lega fang­els­aður eftir að hafa verið dæmdur til dauða. Auk þess beið hann í tíu ár eftir nýjum rétt­ar­höldum. Úrskurð­urinn er mikilvæg viður­kenning á órétt­lætinu sem hann mátti þola hálfa ævi sína. Þar með lauk langri baráttu systur hans fyrir hreinsun nafns hans. Amnesty Internati­onal barðist í 15 ár fyrir því að hann fengi ný rétt­ar­höld.

Iwao Hakamada frá Japan. Mynd: KAZU­HIRO NOGI/AFP via Getty Images

Október

Frakk­land:

Amnesty Internati­onal gaf út skýrslu áður en Ólymp­íu­leik­arnir í París hófust sem sýnir hvernig það brýtur í bága við alþjóðleg mann­rétt­indalög að frönskum íþrótta­konum sé bannað að nota höfuðslæðu í keppnisí­þróttum. Í október vísuðu Sameinuðu þjóð­irnar í skýrsluna þegar kallað var eftir því að bannið yrði dregið til baka þar sem það mismunaði fólki og teldist óhóf­legt.

Alþjóð­legt:

Í lok október hafði alþjóð­legur neyð­ar­sjóður Amnesty Internati­onal stutt um 4.700 einstak­linga í 79 löndum með því að veita fjár­stuðning fyrir fólk í hættu meðal annars með því  að greiða fyrir lögfræði­þjón­ustu, lækn­is­þjón­ustu og sálrænan stuðning og örygg­is­ráð­staf­anir. Auk þess studdi sjóð­urinn baráttu­fólk í mann­rétt­inda­bar­áttu.

Sádi-Arabía:

Amnesty Internati­onal vakti athygli á brotum á vinnu­rétti í stór­mörk­uðum undir nafni Carrefour í Sádi-Arabíu. Í kjöl­farið gerði franski stór­mark­aðsrisinn Carrefour og sérleyf­is­hafinn Majid Al Futtaim rann­sókn á meðferð erlends verka­fólks á vegum þeirra. Majid Al Futtaim sagðist hafa fært starfs­fólk í nýtt húsnæði og verið væri að yfir­fara stefnur um yfir­vinnu og ráðn­ing­ar­gjald ásamt því að veita starfs­fólki aðgang að hjálp­ar­línu. Amnesty Internati­onal heldur áfram að þrýsta á Carrefour að sjá til þess að starfs­fólk geti leitað réttar síns þar sem líkur eru á að sumt starfs­fólk hafi verið þvingað til vinnu eða þolendur mansals.

Argentína:

Pierina Nochetti, hinsegin aðgerðasinni frá Necochea í Argentínu, var ákærð fyrir veggjakrot þar sem skrifað var: Hvar er Tehuel? Tilgang­urinn var að kalla eftir rétt­læti fyrir Tehuel de la Torre, ungs trans manns sem hvarf árið 2021. Þessi skilaboð voru skrifuð þegar gleði­ganga hinsegin fólks átti sér stað árið 2022. Þrátt fyrir að vegg­urinn sem skrifað hafi verið á sé mikið notaður fyrir opin­bera tján­ingu var herjað á Pierina. Hún átti yfir höfði sér fang­elsis­vist fyrir „alvar­legt skemmd­ar­verk“. Amnesty Internati­onal studdi mál hennar og lagði áherslu á tján­ingar- og funda­frelsið. Ákærur voru felldar niður og málinu var lokað.

Pierina Nochetti

Nóvember

Tyrk­land:

Frum­varp um njósnalög var dregið til baka þökk sér baráttu Amnesty Internati­onal í Tyrklandi í samvinnu við önnur borg­araleg samtök. Tyrk­neska borg­ara­lega samfé­lagið stóð saman gegn frum­varpinu sem hefði haft alvar­legar afleið­ingar fyrir starf frjálsra félaga­sam­taka og samfé­lagsins í heild.

Danmörk:

Í kjölfar þrýst­ings frá Amnesty Internati­onal getur Danmörk lögsótt stríðs­glæpa­menn að fullu innan eigin lögsögu vegna nýrra laga. Lögunum er ætlað að hindra að stríðs­glæpa­menn sleppi undan refs­ingu. Lögin veita dönskum dómstólum heimild til að lögsækja einstak­linga fyrir alþjóð­lega glæpi eins og pynd­ingar, stríð­glæpi og glæpi gegn mannúð.

 

Fíla­beins­ströndin:

Viða­miklar aðgerðir hófust í janúar 2024 til að rífa niður hverfi og flytja á brott íbúa þess. Þessi aðgerð var hluti af stórri aðgerða­áætlun um að rífa niður 176 svæði og hverfi sem talin eru í flóða­hættu. Í ágúst vakti Amnesty Internati­onal athygli á mann­rétt­inda­brotum sem tengdust tugi þúsunda einstak­linga.

Þvinguðu brott­flutn­ing­arnir áttu sér stað án viðun­andi og sann­gjarns fyrir­vara. Í sumum tilfellum var ofbeldi beitt. Þúsundir fjöl­skyldna höfðu í lok árs ekki fengið nýtt húsnæði eða bætur fyrir húsnæð­ismissinn í kjölfar þving­aðra brott­flutn­ingana. Í nóvember á þessu ári höfðu engin önnur svæði af þessum 176 í aðgerða­áætl­un­inni verið rifin niður og yfir­völd tilkynntu að hætt yrði við frekari brott­flutn­inga.

Indland:

Í kjölfar þrýst­ings frá Amnesty Internati­onal urðu tímamót þegar hæstiréttur Indlands úrskurðaði í tveimur málum að það væri ólög­mætt að rífa niður heimili og eignir fólks í refs­ing­ar­skyni. Yfir­völd hafa beitt þessum aðgerðum einna helst gegn múslímskum minni­hluta­hópum á Indlandi. Þessi sigur er mikil­vægur til að koma í veg fyrir slíkar ólög­mætar aðgerðir.

Rústir vegna niðurrifs. Mynd: Raj K Raj/Hindustan Times via Getty Images

Suður-Kórea: 

Í kjölfar skýrslu Amnesty Internati­onalþar sem lýst var yfir áhyggjum af mann­rétt­indum í tengslum við endur­hlað­an­legar rafhlöður fór teymi frá Amnesty Internati­onal til Suður-Kóreu, Taívan og Japan til að hitta bíla- og rafhlöðu­fram­leið­endur ásamt því að ræða við full­trúa löggjaf­ar­valds og borg­ara­legs samfé­lags. Jong­deok Jeon, full­trúi löggjaf­ar­valds i Suður-Kóreu skrifaði á Face­book eftir fundinn við Amnesty Internati­onal: „Ríkis­stjórnin verður að taka sig á og tryggja að fyrir­tæki taki á  mann­rétt­inda­brotum með skyn­sam­legum og virkum hætti. “ Árið 2025 stendur til að leggja fram frum­varp í Suður-Kóreu um lögboðna áreið­an­leika­könnun um mann­rétt­indi og umhverf­ismál.

Þýska­land:

Ný lög tóku gildi í Þýskalandi sem veita trans fólki, kynsegin fólki og intersex fólki rétt til að skrá kyn sitt í þjóð­skrá. Amnesty Internati­onal í Þýskalandi barðist fyrir þessum rétt­indum. Nýju lögin koma í stað laga frá 1980 sem skyldaði trans fólk til að gangast undir geðmat og fara með mál fyrir dómstóla til að breyta kynskrán­ingu.

Banda­ríkin:

Amnesty Internati­onal átti þátt í að tillaga 139 var samþykkt af íbúum Arizona með 62% atkvæða. Um er að ræða breyt­ing­ar­til­lögu sem tryggir rétt til þung­un­ar­rofs í stjórn­ar­skrá Arizona.  Breyt­ing­ar­til­lagan ógildir takmark­anir á þung­un­ar­rofi og bannar refs­ingu fyrir að aðstoða við þung­un­arrof. Þessi sögu­legi árangur sýnir mikil­vægi grasrótar, samtaka­máttar og stuðn­ings Amnesty Internati­onal því aldrei áður hafa safnast jafn­margar undir­skriftir frá atkvæð­is­bærum íbúum Arizona.

Mótmæli Amnesty Internati­onal í Banda­ríkj­unum í mars 2024.

Desember

Belgía:

Söguleg þátta­skil urðu þegar Belgía var dæmt fyrir glæpi gegn mannúð á nýlendu­tímum. Í kjölfar þrýst­ings Amnesty Internati­onal og African Futures Lab viður­kenndi áfrýj­un­ar­dóm­stóll Brussel að belg­íska ríkið bæri ábyrgð á mann­ráni og kynþátta­að­skilnaði Métis-barna á nýlendu­tíma Belgíu. Fimm Métis-konur fæddar á árunum 1948-1952 í Belg­ísku Kongó hófu málsókn gegn belg­íska ríkinu. Þær töpuðu málinu fyrst árið 2021 en fóru með mál sitt fyrir áfrýj­un­ar­dóm­stól Brussel til að ná fram rétt­læti og krefjast skaða­bóta.

Alþjóð­legt: 

Alls­herj­ar­þing Sameinuðu þjóð­anna í New York innleiddi ályktun án kosn­inga sem fyrir­skipar form­legar samn­inga­við­ræður um sátt­mála til að fyrir­byggja og refsa fyrir glæpi gegn mannúð. Um er að ræða mál sem Amnesty Internati­onal hefur lengi þrýst á innan Sameinuðu þjóð­anna. Áætlað er að vinna að sátt­mál­anum verði á tíma­bilinu 2026-2029. Slíkur sátt­máli verður til þess að styrkja alþjóð­legt rétt­læti og tryggja nýjar leiðir og samvinnu milli ríkja gegn glæpum gegn mannúð. Að auki tryggir sátt­málinn færri „örugga staði“ fyrir gerendur og verður mikil­vægur til að draga úr refsi­leysi.

Simbabve:

Forseti Simbabve skrifaði undir lög um afnám dauðarefs­ing­ar­innar á loka­degi ársins 2024. Amnesty Internati­onal fagnar þessu mikil­væga skrefi en þykir miður að í lögunum er ákvæði um að endur­vekja megi dauðarefs­inguna í neyð­ar­ástandi. Nú hafa 24 lönd í Afríku afnumið dauðarefs­inguna að fullu og 113 lönd a heimsvísu.

Angóla:

Forseti Angóla tilkynnti á jóladag náðun Neth Nahara og fjög­urra annarra gagn­rýn­enda stjórn­valda. Neth Nahara er TikTok-stjarna sem gagn­rýndi forsetann opin­skátt á TikTok í ágúst 2023. Mál hennar var eitt málanna í árlegri og alþjóð­legri herferð okkar, Þitt nafn bjargar lífi, í lok árs 2024. Neth Nahara var leyst úr haldi á nýársdag eftir 16 mánaða fang­elsis­vist. Hinir gagn­rýn­end­urnir sem voru hand­teknir í sept­ember 2023 voru leystir úr haldi 6. janúar 2025. Amnesty Internati­onal kallaði eftir lausn þeirra allra.

Neth Nahara

 

Lestu einnig