Góðar fréttir

26. mars 2019

Mann­rétt­inda­skólar ársins 2018 söfnuðu alls 5049 undir­skriftum

Kvenna­skólinn í Reykjavík og Fram­halds­skólinn á Laugum eru Mann­rétt­inda­fram­halds­skólar ársins 2018 og Háteigs­skóli og Alþjóða­skólinn á Íslandi eru Mannrétt­inda­grunn­skólar ársins 2018.  

Bréf til bjargar lífi 2018 heppn­aðist einstak­lega vel en að þessu sinni söfn­uðust 76.341 undir­skriftir á Íslandi til stuðn­ings þolendum mann­rétt­inda­brota víða um heim. Nú þegar hafa átt sér stað jákvæðar breyt­ingar í tveimur málum sem tekin voru fyrir í nýlok­inni herferð og sýnir það hve megn­ugur samtaka­mátt­urinn er. 

Síðast­liðin ár hefur keppnin Mann­rétt­inda­skóli ársins farið fram í fram­halds­skólum landsins sem og keppni í félags­mið­stöðvum. Árið 2018 varð breyting á en í stað félags­mið­stöðvakeppni var haldin samkeppni meðal grunn­skóla á landinu. Keppt er í tveimur flokkum á hvoru skóla­stigi. Annars vegar keppa skól­arnir um að safna sem flestum undir­skriftum á landsvísu og hins vegar um söfnun flestra undir­skrifta miðað við nemenda­fjölda. Þar gefst því smærri skól­unum tæki­færi til að vinna til verð­launa.  

Kvennó og Fram­halds­skólinn á Laugum báru sigur úr býtum  

Að þessu sinni bar Kvenna­skólinn í Reykjavík sigur úr býtum sem Mann­rétt­inda­fram­halds­skóli ársins en nemendur söfnuðu flestum undir­skriftum, alls 2.804. Þá sigraði Fram­halds­skólinn á Laugum í flokki flestra undir­skrifta miðað við nemenda­fjölda en þar söfnuðu nemendur 420 undir­skriftum. 

Í ár tóku 25 fram­halds­skólar á landinu þátt í átakinu og söfnuðu samtals 12.573 undir­skriftum, 2.506 fleiri en árið 2017.  

 

Mann­rétt­inda­grunn­skóli ársins krýndur í fyrsta sinn 

Þá tóku sjö grunn­skólar á landinu þátt í fyrstu grunn­skóla­keppn­inni og vonumst við til að keppnin vaxi og dafni á næstu árum. Háteigs­skóli fór með sigur af hólmi sem Mann­rétt­inda­grunn­skóli ársins og safnaði 1.137 undir­skriftum en nemendur skólans voru heldur betur kröft­ugir og gengu í hús og fyrir­tæki í nágrenninu, kynntu málin og söfnuðu undir­skriftumÞá hlaut Alþjóða­skólinn á Íslandi viður­kenn­ingu fyrir flestar undir­skriftir miðað við nemenda­fjölda en skólinn safnaði 571 undir­skrift. Að auki skrifuðu nemendur Alþjóða­skólans 61 bréf til stjórn­valda og stuðn­ingskveðjur til þolenda. 

Fjórir nýir farand­gripir hann­aðir 

Síðustu ár hefur einungis einn farand­verð­launa­gripur, sem Stein­grímur Eyfjörð hannaði á sínum tíma, verið veittur þeim fram­halds­skóla sem safnaði  flestum undir­skriftum hverju sinniMeð breyttu lands­lagi keppninnar taldi Íslands­deildin vera kominn tími til að endur­nýja og var Björg Juto, vöru­hönnuður og listakona, fengin til að hanna nýja farand­verð­launa­gripi. Grip­irnir eru einstak­lega fallegir og koma til með að taka sig vel út í vinn­ings­skól­unum næsta árið. 

 

Herferðin Bréf til bjargar lífi 

Bréf til bjargar lífi er stærsti árlegi viðburður Amnesty Internati­onal en þá skrifar fjöldi fólks nafn sitt á bréf og kort til stjórn­valda sem brjóta mann­rétt­indi og krefst rétt­lætis í þágu þolenda brot­anna. Samtímis skrifa hundruð þúsunda einstak­linga víða um heim slík bréf en árið 2017 söfn­uðust í heildina 6,6 millj­ónir undir­skrifta um heim allan. 

Bréfin bera árangur. Þau bjarga lífi, því þó stjórn­völd eigi auðvelt með að hunsa eitt bréf er erfitt að líta undan þegar millj­ónir slíkra bréfa berast alls staðar að úr heim­inum. Á hverju ári verðum við líka vitni að raun­veru­legum breyt­ingum í lífi þeirra sem beittir eru grófum órétti og við berj­umst fyrir. Við höfum átt þátt í því að fjöldi samviskufanga hafa verið leystir úr haldi pynd­arar hafa verið látnir svara til saka, fangar á dauða­deild verið náðaðir og ómann­úð­legri löggjöf breytt.  

Að þessu sinni var sjónum beint að tíu málum kvenna sem brotið hefur verið á og gafst fólki tæki­færi til að skrifa undir aðgerða­kort/bréf til stjórn­valda sem og skrifa stuðn­ingskveðjur til kvenn­anna sjálfra. Málin voru ýmiss eðlis en öll snéru þau að konum sem hafa látið til sín taka í barátt­unni fyrir betri heimi.  

Lestu einnig