Viðburðir

1. júní 2023

Mann­rétt­inda­smiðja fyrir fólk á aldr­inum 15-18 ára. Vilt þú taka þátt?

Ungl­iða­hreyfing Íslands­deildar Amnesty Internati­onal stendur fyrir Mann­rétt­inda­smiðju í fyrsta sinn síðan heims­far­ald­urinn skall á. Markmið smiðj­unnar er að gefa ungu fólki sem brennur fyrir mann­rétt­indum vett­vang til að efla eigin rödd og tján­ingu og vinna saman með skipu­lögðum og ánægju­legum hætti í þágu mann­rétt­inda.

Helgina 24.-25. júní næst­kom­andi verður haldin tveggja daga Mann­rétt­inda­smiðja í gamla sal Elliða­vatnsbæ, í Heið­mörk. Stað­urinn er flestum kunn­ugur fyrir líflegan jóla­markað á aðvent­unni og fallegt landslag. Þátt­tak­endur smiðj­unnar fá næði og öruggt umhverfi til að kafa inn á við, efla traust og kynnast hvert öðru. Farið verður í hópefl­is­leiki, hugmynda­vinnu og þátt­tak­endur verk­lega reynslu í vinnu­brögðum Amnesty Internati­onal.

Mann­rétt­inda­smiðjan er þátt­tak­endum gjald­frjáls. Amnesty Internati­onal býður þátt­tak­endum smiðj­unnar upp á mat og skipu­leggur ferðir til og frá Elliða­vatnsbæ í samstarfi við þátt­tak­endur. Tekið er tillit til mataræðis, s.s  vegan, græn­met­is­fæði eða ef um ofnæmi eða óþol er að ræða. Þátt­tak­endur sem taka þátt á báðum smiðju­dög­unum fá Amnesty Internati­onal bol og viður­kenn­ing­ar­skjal um að hafa lokið Mann­rétt­inda­smiðju Amnesty Internati­onal.

Hægt er að sækja um hér. Umsókn­ar­frestur hefur verið fram­lengdur og rennur út 9. júní.

Dagskrá Mannréttindasmiðjunnar (getur enn tekið nokkrum breytingum)

Laug­ar­dag­urinn, 24. júní

10:00   Kynning á dagskrá

10:15   Þátt­tak­endur fá að kynnast og hópefli

12:00   Hádeg­is­matur

13-16   Vinnu­smiðja I -Mótmæli og skipu­lagðar aðgerðir
Tekin eru stutt hlé með reglu­legu milli­bili.

16-18   Hópefl­is­leikir

18:30-19:30 Kvöld­matur

20:00   Heim­ferð

Sunnu­dag­urinn, 25. júní

10:00   Hugmynda­vinna og kynn­ingar

12:00   Hádeg­is­matur

13-16   Vinnu­smiðja II – Undir­bún­ingur skipu­lagðar aðgerðar
Tekin eru stutt hlé með reglu­legu milli­bili.

16-18   „Hvernig hlúum við að andlegri heilsu okkar?” Örnám­skeið

18:30-19:30 Kvöld­matur og útskrift­ar­at­höfn

20:00   Heim­ferð

Leiðbeinendur smiðjunnar eru þrír og hafa fjölbreytta reynslu sem nýtist hver með sínum hætti.

Árni Kristjánsson, ungliða- og aðgerða­stjóri Amnesty Internati­onal, er umsjón­ar­maður Mann­rétt­inda­smiðj­unnar. Hann er leik­stjóra­mennt­aður, með kennslu­rétt­indi og hefur unnið fyrir Amnesty Internati­onal síðan 2021. Árni hefur kennt og starf að með ungu fólki í meira en áratug.

Askur Hrafn Hann­esson, forseti Ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar, er aðgerðasinni og forsprakki grasrót­ar­hreyf­ing­ar­innar „Fellum frum­varpið” sem barðist gegn ómann­úð­legri útlend­inga­lög­gjöf ríkis­stjórn­ar­innar. Hann hefur tekið þátt í norrænni ungl­iða­ráð­stefnu Amnesty Internati­onal, situr í leið­toga­ráði Lands­sam­bands ungmenna­fé­laga og er einnig stjórn­ar­með­limur ungmenna­ráðs UN Women. Aski eru málefni og rétt­indi barna hugleikin og hefur hann tekið þátt í stýri­hópum við innleið­ingu barn­væns sveit­ar­fé­lags, en það er verk­efni sem styður við innleið­ingu Barna­sátt­mála Sameinuðu þjóð­anna í alla stjórn­sýslu og starf­semi sveit­ar­fé­laga.

Íris Björk Ágústs­dóttir, forseti Háskóla­fé­lags Amnesty Internati­onal, lærir stjórn­mála­fræði og málvís­indi við Háskóla Íslands þar sem leið­ar­stef í hennar námi og félags­starfi er að skoða tungu­málið sem vett­vang inngild­ingar og að tungu­málið eigi að vera aðgengi­legt öllum. Íris forseti Femin­ista­fé­lags skólans og vara­for­seti AFS, sem nýlega stóð fyrir alþjóð­legri ráðstefnuröð um áhyggju­efni tengd stöðu flótta­fólks. Íris hefur séð um að skipu­leggja og leið­beina á námskeiðum fyrir íslenska og erlenda skipt­inema ásamt því að taka þát í mentor verk­efninu Spretti sem veitti félags­legan og náms­legan stuðning við nema innflytj­enda­bak­grunn. Íris er einnig aðgerðasinni og forsprakki í grasrót­ar­hópnum „Fellum frum­varpið”.

Lestu einnig