Viðburðir
1. júní 2023Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International stendur fyrir Mannréttindasmiðju í fyrsta sinn síðan heimsfaraldurinn skall á. Markmið smiðjunnar er að gefa ungu fólki sem brennur fyrir mannréttindum vettvang til að efla eigin rödd og tjáningu og vinna saman með skipulögðum og ánægjulegum hætti í þágu mannréttinda.
Helgina 24.-25. júní næstkomandi verður haldin tveggja daga Mannréttindasmiðja í gamla sal Elliðavatnsbæ, í Heiðmörk. Staðurinn er flestum kunnugur fyrir líflegan jólamarkað á aðventunni og fallegt landslag. Þátttakendur smiðjunnar fá næði og öruggt umhverfi til að kafa inn á við, efla traust og kynnast hvert öðru. Farið verður í hópeflisleiki, hugmyndavinnu og þátttakendur verklega reynslu í vinnubrögðum Amnesty International.
Mannréttindasmiðjan er þátttakendum gjaldfrjáls. Amnesty International býður þátttakendum smiðjunnar upp á mat og skipuleggur ferðir til og frá Elliðavatnsbæ í samstarfi við þátttakendur. Tekið er tillit til mataræðis, s.s vegan, grænmetisfæði eða ef um ofnæmi eða óþol er að ræða. Þátttakendur sem taka þátt á báðum smiðjudögunum fá Amnesty International bol og viðurkenningarskjal um að hafa lokið Mannréttindasmiðju Amnesty International.
Hægt er að sækja um hér. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur og rennur út 9. júní.
Dagskrá Mannréttindasmiðjunnar (getur enn tekið nokkrum breytingum)
Laugardagurinn, 24. júní
10:00 Kynning á dagskrá
10:15 Þátttakendur fá að kynnast og hópefli
12:00 Hádegismatur
13-16 Vinnusmiðja I -Mótmæli og skipulagðar aðgerðir
Tekin eru stutt hlé með reglulegu millibili.
16-18 Hópeflisleikir
18:30-19:30 Kvöldmatur
20:00 Heimferð
Sunnudagurinn, 25. júní
10:00 Hugmyndavinna og kynningar
12:00 Hádegismatur
13-16 Vinnusmiðja II – Undirbúningur skipulagðar aðgerðar
Tekin eru stutt hlé með reglulegu millibili.
16-18 „Hvernig hlúum við að andlegri heilsu okkar?” Örnámskeið
18:30-19:30 Kvöldmatur og útskriftarathöfn
20:00 Heimferð
Leiðbeinendur smiðjunnar eru þrír og hafa fjölbreytta reynslu sem nýtist hver með sínum hætti.
Árni Kristjánsson, ungliða- og aðgerðastjóri Amnesty International, er umsjónarmaður Mannréttindasmiðjunnar. Hann er leikstjóramenntaður, með kennsluréttindi og hefur unnið fyrir Amnesty International síðan 2021. Árni hefur kennt og starf að með ungu fólki í meira en áratug.
Askur Hrafn Hannesson, forseti Ungliðahreyfingarinnar, er aðgerðasinni og forsprakki grasrótarhreyfingarinnar „Fellum frumvarpið” sem barðist gegn ómannúðlegri útlendingalöggjöf ríkisstjórnarinnar. Hann hefur tekið þátt í norrænni ungliðaráðstefnu Amnesty International, situr í leiðtogaráði Landssambands ungmennafélaga og er einnig stjórnarmeðlimur ungmennaráðs UN Women. Aski eru málefni og réttindi barna hugleikin og hefur hann tekið þátt í stýrihópum við innleiðingu barnvæns sveitarfélags, en það er verkefni sem styður við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélaga.
Íris Björk Ágústsdóttir, forseti Háskólafélags Amnesty International, lærir stjórnmálafræði og málvísindi við Háskóla Íslands þar sem leiðarstef í hennar námi og félagsstarfi er að skoða tungumálið sem vettvang inngildingar og að tungumálið eigi að vera aðgengilegt öllum. Íris forseti Feministafélags skólans og varaforseti AFS, sem nýlega stóð fyrir alþjóðlegri ráðstefnuröð um áhyggjuefni tengd stöðu flóttafólks. Íris hefur séð um að skipuleggja og leiðbeina á námskeiðum fyrir íslenska og erlenda skiptinema ásamt því að taka þát í mentor verkefninu Spretti sem veitti félagslegan og námslegan stuðning við nema innflytjendabakgrunn. Íris er einnig aðgerðasinni og forsprakki í grasrótarhópnum „Fellum frumvarpið”.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu