SMS
8. janúar 2026
Ibtissame (“Betty”) Lachgar, marakóskur femínisti og baráttukona fyrir hinsegin réttindum, afplánar 30 mánaða fangelsisdóm. Hún var sakfelld fyrir að “skaða íslam” fyrir að birta mynd af sér á samfélagsmiðlum í stuttermabol með slagorðinu “Allah er lesbía”.
Marakóska lögreglan handtók Ibtissame Lachgar 10. ágúst 2025 og sætti hún gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn stóð yfir á hvort hún hafi “vísvitandi móðgað íslam eða helg tákn”. Hún var sakfelld 3. september á lægsta dómstigi, fékk tveggja og hálfs árs fangelsisdóm og þarf að greiða 50.000 dirhams í sekt (í kringum 700.000 ISK). Þann 8. október 2025 staðfesti áfrýjunardómstóll sakfellinguna og dóminn.
SMS-félagar krefjast þess að yfirvöld leysi Ibtissame Lachgar tafarlaust úr haldi og ógildi sakfellinguna og dóminn þar sem hún er í haldi fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu