SMS

8. janúar 2026

Marokkó: Femín­isti og hinsegin aðgerðasinni í haldi fyrir frið­sam­lega tján­ingu

Ibtissame (“Betty”) Lachgar, marakóskur femín­isti og baráttu­kona fyrir hinsegin rétt­indum, afplánar 30 mánaða fang­els­isdóm. Hún var sakfelld fyrir að “skaða íslam” fyrir að birta mynd af sér á samfé­lags­miðlum í stuttermabol með slag­orðinu “Allah er lesbía”.

Marakóska lögreglan handtók Ibtissame Lachgar 10. ágúst 2025 og sætti hún gæslu­varð­haldi á meðan rann­sókn stóð yfir á hvort hún hafi “vísvit­andi móðgað íslam eða helg tákn”. Hún var sakfelld 3. sept­ember á lægsta dómstigi, fékk tveggja og hálfs árs fang­els­isdóm og þarf að greiða 50.000 dirhams í sekt (í kringum 700.000 ISK). Þann 8. október 2025 stað­festi áfrýj­un­ar­dóm­stóll sakfell­inguna og dóminn.

SMS-félagar krefjast þess að yfir­völd leysi Ibtissame Lachgar tafar­laust úr haldi og ógildi sakfell­inguna og dóminn þar sem hún er í haldi fyrir það eitt að nýta tján­ing­ar­frelsið.

Lestu einnig