SMS

8. mars 2023

Marokkó: Sakfelling mann­rétt­inda­sinna

Sakfelling mann­rétt­inda­sinnans Rida Benot­mane frá því í nóvember á síðasta ári var stað­fest af áfrýj­un­ar­dóm­stóli í Marokkó þann 20. febrúar.

Hann var sakfelldur á grund­velli ákæru tengdri  samfé­lags­miðla­færslum hans og YouTube mynd­böndum frá árinu 2021 þar sem hann gagn­rýndi marokkósk yfir­völd. Áfrýj­un­ar­dóm­stólinn stytti dóm hans úr þremur árum í 18 mánuði. Honum er enn haldið í einangrun í borg­inni Salé. 

SMS-félagar krefjast þess að hann verði umsvifa­laust leystur úr haldi án skil­yrða þar sem hann er í haldi fyrir það eitt að nýta tján­ing­ar­frelsið. 

Lestu einnig