Skýrslur

21. júní 2019

Myanmar: Eldra fólk býr við erfiðar aðstæður í flótta­manna­búðum

Tugir þúsunda eldra fólks frá minni­hluta­hópum í Myanmar sem neyddist til að flýja heimili sín vegna grimmd­ar­verka hersins hafa ekki fengið þann stuðning sem það þarf á að halda, segir Amnesty Internati­onal í kjölfar útgáfu nýrrar skýrslu samtak­anna.

“Fleeing my whole life”: Older people’s experience of conflict and displacement in Myanmar er fyrsta ítar­lega skýrsla Amnesty Internati­onal um skort á virð­ingu fyrir rétt­indum og reisn eldri borgara í stríðs­átökum, neyð­ar­ástandi eða við úthlutun mann­úð­ar­að­stoðar.

Saman­tekt Amnesty Internati­onal á listum yfir einstak­linga sem var banað í þorpum Róhingja bendir til þess að eldra fólk hafi orðið hlut­falls­lega verst úti. Hersveitir Myanmar lokuðu helstu leiðum og hindruðu aðgang að mann­úð­ar­að­stoð. Amnesty Internati­onal hefur skráð fjölda tilvika þar sem eldra fólk lét lífið á flótta því það gat ekki leitað sér lækn­is­að­stoðar.

Skýrslan byggir á 146 viðtölum við eldra fólk af ýmsum þjóð­ar­brotum, meðal annars Róhingjum. Rann­sóknin var gerð í þremur rann­sókn­ar­leiðöngrum í nokkrum héruðum í Myanmar og í flótta­manna­búðum í suður­hluta Bangla­dess frá desember 2018 til apríl 2019. Aldursbil viðmæl­anda var frá 54 ára aldri til 90 ára.

„Hermenn bundu hendur mínar fyrir aftan bakið, með reipi. Þeir spurðu mig: Komu AA í þorpið? Ég sagði nei, ég hef aldrei séð þá. Þá börðu hermenn­irnir mig.“

Bóndi, 67 ára af þjóð­ar­broti Rakhine, sem varð eftir í þorpi sínu eftir að íbúar höfðu flúið í mars 2019 vegna heyrna­skerð­ingar og heyrði því ekki í átökum milli hersins og vopnaðs hóps, Arakan Army (AA). 

Grimmd­ar­verk hersveita í Myanmar setur eldra fólk í sérstaka hættu. Sumt eldra fólk verður eftir í yfir­gefnum þorpum þegar vitað er að hersveitir séu að nálgast. Oft er það vegna sterkra tengsla við heimili sitt og land eða þau hafa ekki líkam­lega burði til að flýja. Þegar hersveitir finna eldra fólkið er það hand­tekið, pyndað og jafnvel drepið.

„Tugir þúsunda eldra fólks eru á meðal þeirra milljóna sem eru í flótta­manna­búðum eftir átök og grimmd­ar­verk hersveita. Mann­úð­ar­að­stoð hefur á aðdá­un­ar­verðan hátt brugðist við neyð­ar­ástandinu og bjargað fjölda lífa. Samt sem áður er oft litið fram hjá sérstökum þörfum eldra fólks. Mann­úð­ar­að­stoð þarf að koma til móts við fjöl­breytta hópa.“

Matthew Wells, ráðgjafi Amnesty Internati­onal um neyð­ar­ástand.

Í árasum hersins á Róhingja árið 2017 var margt eldra fólk brennt lifandi á heim­ilum sínum. Mariam Khatun, Róhingja-kona um fimm­tugt, flúði í nærliggj­andi skóg með þremur börnum sínum þegar hersveitir Myanmar komu í þorp hennar. Á flótt­anum sá hún þorp sitt brenna vitandi það að foreldrar hennar voru á heimili sínu.

„Foreldrar mínir voru eftir heima. Ég var með tvö ung börn, hvernig gat ég tekið þau með mér líka. Foreldrar mínir höfðu ekki líkam­lega burði til að fara.“

Mariam Khatun, á sextugs­aldri, Róhingji.

Brestir í mannúðaraðstoð

Stofn­anir Sameinuðu þjóð­anna og mann­úð­ar­samtök hafa sinnt gríð­ar­legri neyð í Bangla­dess. Rúmlega 900 þúsund Róhingja búa í flótta­manna­búðum og í Myanmar eru 250 þúsund á vergangi í eigin landi. Skortur á fjár­magni og hömlur stjórn­valda í báðum lönd­unum en þó sérstak­lega í Myanmar gerir aðstæður krefj­andi. Í þessum krefj­andi aðstæðum er því miður algengt að litið sé framhjá þörfum eldra fólks.

Í norð­ur­hluta Myanmar, þar sem margt fólk af þjóð­ar­broti Kachin er vega­laust innan eigin lands frá árinu 2011, er oft ekki gert ráð fyrir eldra fólki í mann­úð­ar­að­stoð. Það á einnig erfitt með að finna vinnu sem gerir stöðu eldra fólks enn erfiðari. Einnig er skortur á samráði við eldra fólk í flótta­manna­búðum, sérstak­lega eldri konur, og það fær því ekki að hafa áhrif á ákvörð­un­ar­töku.

Margt eldra fólk í flótta­manna­búðum Róhingja í Bangla­dess getur átt í vand­ræðum með að nýta sér grunn­þjón­ustu eins og hrein­lætis­að­stöðu, heilsu­gæslu, vatni eða mat. Brekkur og þrengsli í búðunum gera aðstæður erfiðar, sérstak­lega fyrir eldra fólk með skerta líkam­lega burði. Eldra fólkið segist ekki geta ekki farið á salernið og þarf að notast við koppa í skýlum sínum sem dregur úr reisn þeirra.

„Ég fer á salernið hér, ég borða og sef hér. Ég er eins og kýr eða geit. Hvað get ég sagt meir. Kýr hafa hægðir og þvaglát á sama stað og þær borða. Nú sef ég á salerninu.“

Mawlawi Harun, á tíræðis­aldri, Róhingji.

Endurtekin áföll

Margt eldra fólk af þjóð­ar­broti sem er í minni­hluta í Myanmar, hefur alla sína ævi upplifað átök og kúgun hersins. Amnesty Internati­onal tók viðtöl við nokkra tugi eldra fólks, meðal annars af þjóð­ar­broti Kachin, Róhingja og Shan, sem höfðu flúið heimili sín þrisvar sinnum eða oftar. Yfir­leitt sem börn, síðan ungmenni og loks á efri árum. Þetta ítrekaða umrót hefur valdið þeim bæði sálrænum skaða og fjár­hags­legri áþján.

Sumt eldra fólk hefur orðið vitni af því að þegar eitt eða fleiri af börnum sínum var myrt eða nauðgað af hersveitum Myanmar. Þrátt fyrir þessi áföll er sálræn meðferð ekki miðuð fyrir eldra fólk eða jafnvel ekki í boði.

„Ég hef flúið svo oft frá því að ég var níu ára. Ég þarf stöðugt að vera á varð­bergi. Það skiptir ekki máli hvað ég er að aðhafast, á ökrunum eða aldingarð­inum, ég fæ aldrei sálar­frið.“

Nding Htu bu, 65 ára, af þjóð­ar­broti Kachin í flótta­manna­búðum.

 „Það eru sjáan­legar fram­farir í búðunum, en fyrir margt eldra fólk hefur það gerst of hægt og er enn ófull­nægj­andi. Rétt­indi eldra fólks þarf að hafa í huga strax við fyrstu viðbrögð við neyð­ar­ástandi en ekki eftir á. Að öðrum kosti er megin­kjarninn í mann­úð­legum gildum ekki virtur: aðstoð í neyð þar sem enginn er skilinn eftir.“

Matthew Wells, ráðgjafi Amnesty Internati­onal um neyð­ar­ástand.

Flótta­manna­stofnun Sameinuðu þjóð­anna og Internatinal Organ­ization for Migration svöruðu fyrir­spurnum Amnesty Internati­onal um málefnið og sögðu að aðstæður hefðu verið erfiðar í byrjun neyð­ar­ástandsins en það sé verið að vinna í þessum málum núna.

Lestu einnig