SMS

28. október 2020

Nígería: Stöðvum refsi­leysi vegna lögreglu­of­beldis

Í Nígeríu hefur almennum borg­urum verið nauðgað, þeir pynd­aðir og kúgaðir og jafnvel myrtir af lögreglu­mönnum sem tilheyra sérsveit lögreglu gegn ránum, SARS (e. Special Anti-Robbery Squad). Stjórn­völd í Nígeríu neyddust til að leggja niður sérsveitina í kjölfar mótmæla en það er ekki nóg. Fórn­ar­lömb þessara glæpa bíða enn rétt­lætis. Kallað er eftir því að bundið verði enda á refsi­leysi vegna glæpa SARS-sérsveit­ar­innar.

Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Um alla Nígeríu hefur fólk sameinast og mótmælt lögreglu­of­beldinu. Nú fara íbúar Nígeríu fram á umbætur og að lögreglu­menn í SARS sem framið hafa mann­rétt­inda­brot verði sóttir til saka.

Lögreglu­menn í SARS eru alræmdir fyrir morð, kúganir og pynd­ingar. Í mörg ár hafa mann­rétt­inda­samtök og fjöl­miðlar fjallað um þessi mann­rétt­inda­brot.

Þolendur og aðstand­endur þeirra sem hafa verið myrtir hafa lagt sig í hættu við að segja frá ofbeldinu og leita rétt­lætis. Þessi hrotta­fengnu mál hafa leitt til mótmæla þar sem krafist er umbóta. Nú er tími til kominn að binda enda á refsi­leysi vegna glæpa SARS-sveit­ar­innar.

 

SMS-félagar krefjast þess að Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu og Abubakar Malami, ríkis­sak­sóknari geri umbætur á starf­semi lögregl­unnar í Nígeríu og að þeir aðilar sem bera ábyrgð á þessum mann­rétt­inda­brotum verði sóttir til saka.

 

Lestu meira um stöðu tján­ing­ar­frelsis í Nígeríu hér

Lestu einnig