Nígería

Tján­ing­ar­frelsið er ekki hátt skrifað hjá stjórn­völdum í Nígeríu og hefur fjöl­miðla­frelsi stöðugt átt undir högg að sækja allt frá árinu 2015. Fjöl­miðla­fólk sætir hótunum, árásum, geðþótta­hand­tökum, fang­elsun og jafnvel dauða­dómi á grund­velli hryðju­verka­lög­gjafar. Oft er það þvingað til að gefa upp heim­ild­ar­menn sína sérstak­lega ef fréttaum­fjöll­unin tengist spill­ingu eða kosn­ingum. Enginn er látinn sæta ábyrgð á mann­rétt­inda­brotum gegn fjöl­miðla­fólki og réttar­úr­bætur ekki aðgengi­legar.

Herferð til verndar tjáningarfrelsinu

Amnesty Internati­onal í Nígeríu ýtti úr vör herferð­inni #TalkYourTruth til verndar tján­ing­ar­frels­isinu þar í landi í maí 2021, þar sem gagn­rýn­endur, fjöl­miðla­fólk og einstak­lingar sem tjá sig um málefni í andstöðu við stefnu stjórn­völd standa frammi fyrir ógnunum, hótunum og jafnvel hand­tökum af hálfu örygg­is­sveita.

„Það er ólíð­andi að einstak­lingar sem tjá sig í Nígeríu á gagn­rýninn hátt um stjórn­völd þurfi að standa frammi fyrir hótunum, árásum, geðþótta­hand­tökum, pynd­ingum, varð­haldi og málsóknum vegna upplog­inna sakargifta og misbeit­ingu laga gegn hryðju­verkum og netglæpum. Níger­íu­búar verða að geta tjáð skoð­anir sínar án ótta,“  segir Osai Ojigho, fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal í Nígeríu.

Herferðin beinir m.a. athygli á eftir­far­andi málum:

Yahaya Shariff Aminu er enn í varð­haldi í maí 2021 en hann var uppruna­lega dæmdur til dauða fyrir guðlast vegna hljóðupp­töku sem hann deildi í gegnum What­sApp.

Salihu Tanko Yakassaipop­ul­arly, þekktur sem Dawisu, var hand­tekinn af leyni­lög­reglu Nígeríu fyrir tíst  þar sem hann harmaði aukið örygg­is­leysi í landinu þegar hann fordæmdi mannrán á 300 skóla­stúlkum.

Jaafar Jaafar, rann­sókn­ar­blaða­maður, flúði Nígeríu vegna lífláts­hótana sem hann fékk fyrir að varpa ljósi á meinta spill­ingu stjórn­valda.

Abubakar Idris ( Dadiyata) gagn­rýndi nígerísk stjórn­völd og var rænt af vopn­uðum mönnum af heimili sínu í Kaduna í ágúst 2019. Enn er ekki vitað hvar hann í maí 2021.

Fjölmiðlafrelsi verulega skert

Árásir gegn fjöl­miðla­fólki auk bloggara eru algengar í Nígeríu en alls sættu 19 einstak­lingar árásum vegna starfa sinna á tíma­bilinu janúar til sept­ember 2019. Fjöl­miðla­fólk getur orðið fyrir hótunum eða líkam­legu ofbeldi, oftast af hálfu lögreglu, örygg­is­sveita, hers eða leyni­þjón­ustu landsins. Árás­irnar eiga sér oftast stað þegar fjöl­miðla­fólk leitar upplýs­inga eða birtir umfjall­anir í óþökk stjórn­valda.

Fjöl­miðla­fólk sætir einnig oft refs­ingum, sérstak­lega þegar það tjáir skoð­anir sem eru óvil­hallar stjórn­völdum í viðkvæmum samfé­lags­málum. Ein birt­ing­ar­mynd bælingar á tján­ing­ar­frelsinu fjöl­miðla­fólks er þegar það er þvingað af yfir­völdum til að gefa upp heim­ild­ar­menn sína, oftast fyrir fréttir sem tengjast spill­ingu, kosn­ingum eða vopn­uðum átökum. Fjöl­miðla­fólk getur ýmist sætt eftir­liti eða er hótað lífláti.

Nígerísk stjórn­völd láta undir höfuð leggjast að rann­saka mál sem tengjast geðþótta­hand­tökum, varð­haldi og lögsóknum gegn fjöl­miðla­fólki sem verður til þess  að hinir ábyrgu eru ekki sóttir til saka fyrir mann­rétt­inda­brot.

Í skýrslu Amnesty Internati­onal Endan­g­ered voices: Attack on freedom of expression frá árinu 2019 tjáði fjöldi fjöl­miðla­fólks, sem sætt hafði geðþótta­hand­töku og varð­haldi, samtök­unum frá því að það hafi þolað pynd­ingar og þrýsting um að skrifa undir játn­ingu sem síðar var notuð gegn því í rétti. Það stóð frammi fyrir ákærum á borð við „meið­yrði“, „hryðju­verk“, „rafrænt einelti“, „mannrán“ og „stuld á opin­berum gögnum“. Þá er margt fjöl­miðla­fólk sótt til saka á grund­velli laga um netglæpi og hryðju­verk sem samþykkt voru árið 2013.

Refsing á grund­velli hryðju­verka­laga getur falið í sér dauðadóm sem gerir fjöl­miðl­a­starfið einstak­lega áhættu­samt í Nígeríu. Í þeim tilvikum sem fjöl­miðla­fólk sækist eftir skaða­bótum vegna mann­rétt­inda­brota sem það hefur mátt þola hafa yfir­völd hunsað dóms­úrskurði sem kveða á um bætur og staðið í vegi fyrir aðgengi að rétt­ar­kerfinu og rétt­inum til réttar­úr­bóta.

Alþjóð­legu samtökin, Frétta­menn án landa­mæra, sem þrýsta á um upplýs­inga- og fjöl­miðla­frelsi, skipuðu Nígeríu neðar­lega á lista yfir fjöl­miðla­frelsi í heim­inum eða í sæti 120 af 180 samkvæmt skýrslu samtak­anna árið 2019. Auk þess er netfrelsi neðar­lega á lista.

Einstaklingsmál fjölmiðlafólks

Jones Abiri

Jones Abiri er útgef­andi dagblaðsins, Weekly Source, sem dreift er í Bayelsa-fylki á óseyrum Nígerfljóts þar sem olíu­fram­leiðsla er mikil. Hann var hand­tekinn af leyni­þjón­usta Nígeríu (DSS) í júlí 2016 og  var í varð­haldi í tvö ár án ákæru vegna útgáfu greinar hans um olíustíflu og stjórnmál á svæðinu. Jones var leystur úr haldi þann 15. ágúst 2018 en átta mánuðum síðar var hann hand­tekinn að nýju og ákærður fyrir netglæp, hryðju­verk og skemmd­ar­verk. Jones sat í þetta sinn í varð­haldi í sjö daga þar sem hann var þving­aður til skrifa undir játn­ingu þess efnis að hann væri víga­maður.

„Ég var pynd­aður, barinn og látinn þola gífur­legan sárs­auka. Þeir sögðu að ef ég myndi játa á mig hvern þann glæp sem þeir klíndu á mig yrði mér sleppt ella myndi ég sæta marg­vís­legri illri meðferð. Þeir vildu að játaði aðild mína að hópi sem kallast Joint Niger Delta Liberation Force, hópi sem ég tengdist ekkert og ég vissi ekkert um. Þeir hótuðu að draga af mér neglur á fingrum og stinga nálum í kynfæri mín.“

Jones hlaut loks frelsi í lok október 2019 gegn trygg­ingu.

Jones Abiri

Kofi Bartels

Kofi Bartels starfar sem útvarps­maður í Port-Harcourt. Sérsveit­ar­menn réðust á Kofi í júní 2019. Hann var hand­tekinn í fram­haldinu, settur í varð­hald og pynd­aður  fyrir að reyna að mynda lögreglu­of­beldi gegn unglingi í Port-Harcourt. Kofi var færður í aðal­stöðvar herdeild­ar­innar í Port Harcourt þar sem hann var yfir­heyrður og sætti pynd­ingum í fimm klukku­stundir samfleytt. Hann missti tíma­bundið heyrn af völdum barsmíða.

„Ég tók fram símann minn og byrjaði að taka upp mynd­band en á meðan tók einn sérsveit­ar­mað­urinn upp viðarplanka og hóf að berja mig í hnén. Síðan skipuðu þeir mér að fara inn í stræt­is­vagn þar sem þeir hand­járnuðu mig og héldu áfram að berja mig.“

 

Mary Ekere

Mary Ekere, blaða­kona hjá blaðinu The Post í Akwa í Suður-Nígeríu, var hand­tekin í sept­ember 2019 fyrir að mynda ofbeldi gegn götu­sölum af hálfu aðila á vegum umhverf­is­vernd­ar­skrif­stofu fylk­isins. Hún var færð í bíl, síminn tekinn af henni og einn mann­anna gaf henni olnboga­skot í bringuna. Mary var síðan færð í fanga­klefa þar sem hún sat í þrjá daga án matar og drykkjar. Samfangi hennar, sem var hand­tekinn sama dag, lánaði Mary farsímann sinn og hafði hún samband við bróður sinn sem lét vinnu­veit­enda Mary vita af varð­haldsvist­inni. Mary var leyst úr haldi á fjórða degi gegn trygg­ingu.

„Ég vil sjá rétt­lætinu full­nægt gagn­vart öllu því rang­læti sem ég hef mátt þola. Ég var heppin því mér tókst að hafa samband við fólk utan fang­els­isins en ég vissi af fólki sem sat á bak við lás og slá í rúmlega fimm ár og enginn vissi hvar það var niður­komið. Ég hefði auðveld­lega getað endað í sömu sporum. Hvað hefði gerst ef ég væri ekki blaða­kona og enginn hefði talað mínu máli? Hver hefðu örlög mín verið? Hver verður næsta fórn­ar­lamb? Þessu þarf að svara.“

Mary Ekere

Obinna Don Norman

Obinna Don Norman er rann­sókn­ar­blaða­maður og eigandi fréttamiðils á netinu, The Realm News í Lagos. Lögregla handtók Norman í mars 2019 á meðan hann tók þátt í umræðu­þætti á útvarps­stöð í Umuahia, í Abia-fylki í Suðaustur-Nígeríu vegna umfjallana um spill­ingu yfir­valda.

Hann var ákærður fyrir neteinelti undir lögum um netglæpi, fyrir að birta og senda móðg­andi og fölsk skilaboð á netinu, uppreisn­ar­áróður og fjár­kúgun. Norman var í varð­haldi í fimm klukku­stundir án aðgengis að lögfræð­ingi. Við rétt­ar­höldin þegar lögfræð­ingur Normans var loks viðstaddur kom í ljós að frekari ákærur höfðu verið lagðar fram gegn honum þeirra á meðal, mannrán, ólögleg varsla skot­vopna og að egna til ofbeldis. Hann var dæmdur til að sitja í fang­elsi fram til 24. apríl 2019 og ákærur gegn honum höfðu ekki enn verið felldar niður í ágúst 2020.

„Allt frá árinu 2008 hef ég greint frá þeim fjár­munum sem Abai-fylki hefur safnað í sjóði sem ríkja­sam­bandið hefur úthlutað. Ég hef greint frá þessu nokkru sinnum bæði í The Realm News og á Face­book-síðu minni. Ég hef einnig skrifað nokkrar greinar um hversu marga samn­inga yfir­völd í Abai-fylki full­yrða að hafa verið gerðir við verk­taka en voru aldrei uppfylltir jafnvel þó að samn­ing­arnir hafi verið samþykktir og form­lega tilkynntir í útvarpi. Ráða­menn voru ósáttir við afhjúp­anir mínar enda hafði enginn boðið þeim byrginn í fjölda ára. Í lengri tíma var ekki fjallað um spill­inguna á svæðinu. Árásir gegn fjöl­miðla­fólki í Nígeríu eru árásir á frelsi og lýðræði því án fjöl­miðla­frelsis getur lýðræði ekki lifað af.“

Skyndiáhlaup á fjölmiðlafyrirtæki

Örygg­is­sveitir Nígeríu gera reglu­lega skyndi­á­hlaup af handa­hófi á fjöl­miðla­fyr­ir­tæki, einkum í eigu einka­aðila.

Lögregla og her standa líka oft að baki skyndi­legum áhlaupum í húsa­kynni fjöl­miðla­fyr­ir­tækja án viðvarana eða leit­ar­heim­ilda. Í þessum árásum er farið fram með offorsi, prentun dagblaða og skrif­stofu­tæki, eins og farsímar og tölvur eru gerð upptæk eða eyði­lögð.

Í byrjun árs 2019 réðist hópur vopn­aðra manna á vegum lögreglu, hers og örygg­is­þjón­ustu ríkisins inn í höfuð­stöðvar dagblaðsins Daily Trust í Abuja, höfuð­borg Nígeríu. Stjórn­enda­hópur blaðsins greindi Amnesty Internati­onal frá því að öllu hafi verið umturnað á skrif­stofum þeirra og tölvur og farsímar gerðir upptæk. Þá hafi öllu starfs­fólki verið skipað að færa sig niður í kjallara og þaðan út úr bygg­ing­unni. Að því loknu var bygg­ingin innsigluð. Enginn slas­aðist í aðgerð­unum en starfs­fólkið var í áfalli eftir þær.

Einn úr stjórn­enda­hópi blaðsins lét eftir­far­andi orð falla:

„Ef rann­sókn­ar­blaða­mennsku er sinnt sem snýr að viðkvæmum hópum í samfé­laginu og fjallað um neyð­ar­ástand eða stjórn­ar­hætti í landinu er ljóst að traðkað er á tám yfir­valda. Oftast er mjög erfitt að nálgast opin­bera aðila til að fá þeirra hlið á sögunni. Ef blaða­maður gefur fréttina engu að síður út lendir hann nánast undan­tek­ing­ar­laust í vand­ræðum. Yfir­völd kunna að hóta málsókn, árás á fjöl­mið­ilinn eða hand­töku ef fréttin er ekki dregin til baka. Brýn þörf er á því að fjöl­miðla­stéttin njóti tján­ing­ar­frelsis og hafi aðgang að upplýs­ingum og frelsi til að starfa án ótta.“

Handtökur í áhlaupi lögreglu

Lögregla handtók einnig í janúar 2019 Dapo Olor­unyomi, útgef­anda frétta­veit­unnar Premium Times á netinu og frétta­rit­arann, Evelyn Okakwu, í skyndi­á­hlaupi lögreglu gegn frétta­veit­unni. Áhlaupið átti sér stað í fram­haldi af birt­ingu fréttar um yfir­mann níger­íska hersins sem var ásak­aður um að eiga þó nokkrar eignir í Dubai sem ekki höfðu verið taldar fram til skatts en það stríðir gegn siða­reglum hersins. Eftir að lögregla hafði gert allar tölvur upptækar var Dapo fyrir­skipað að draga fréttina til baka vegna ærumeið­inga. Þá beitti lögregla einnig annars konar hótunum og talaði um að alvar­legar afleið­ingar myndu fylgja í kjölfar þess að birta fréttina.

Bæði Dapo og Evelyn voru færð á lögreglu­stöð í Garki þar sem þau voru yfir­heyrð og m.a. krafin um að gefa upp heim­ild­ar­menn sína. Fréttin um hand­töku þeirra spurðist fljótt út sem varð til þess að þau voru leyst úr haldi sama dag en voru tilneydd til að mæta næsta dag til að ná samkomu­lagi við lögmann hersins. Dapo var fyrst um sinn stað­ráðinn í að halda sínu striki og birta fréttina um yfir­mann hersins en síðar lét hann undan eftir þrýsting frá lögmanni hersins.

Evelyn tjáði Amnesty Internati­onal að eftir þetta atvik er hún mjög vör um sig og forðast að birta fréttir um herinn þar sem honum er í sjálfs­vald sett að hand­taka og ógna fjöl­miðla­fólki;

„Starfs­um­hverfi fjöl­miðla­fólks er óvin­veitt. Ógnin er raun­veruleg. Lögum um netglæpi, sem samþykkt voru árið 2016, er iðuleg beitt til að sækja fjöl­miðla­fólk til saka sem er einfald­lega að vinna vinnuna sína. Mér líður mjög illa. Yfir­völd fylgjast með því sem við gerum, hverja við tölum við og hlera jafnvel símana okkar. Fjöl­miðla­fólk vill fremur verja tíma með fjöl­skyldum sínum en í fang­elsi vegna vinnu sinnar.“

Eyðilegging í áhlaupi lögreglu

Að morgni dags í maí mættu rúmlega 30 óein­kennisklæddir menn, fjöldinn allur af lögreglu­mönnum og embætt­is­menn á vegum eftir­lits­stofn­unar Nass­arawa-fylkis fyrir framan einka­rekið útvarpshús í Laifa. Hinum megin götunnar var búið að koma jarðýtu fyrir sem notuð var síðar sama dag til að rífa stóran hluta útvarps­hússins niður. Fjöldi fólks hafði safnast saman til að fylgjast með gangi mála en lögreglan hóf skot­hríð að mann­söfn­uð­inum um leið og jarð­ýt­unni var stefnt að útvarps­húsinu og áttu viðstaddir fótum sínum fjör að launa. Útvarps­húsið var illa útleikið og allt innan­stokks var eyðilagt.

Yfir­lýst ástæða þess að húsið var eyðilagt var meint brot útvarps­stöðv­ar­innar á jarða­lögum. Eyði­legg­ingin átti sér stað aðeins örfáum dögum eftir að stöðin útvarpaði þætti þar sem saman voru komnir full­trúar á vegum ríkisins og stétt­ar­fé­lags í Nass­arawa-fylki til að ræða verk­falls­að­gerðir stétt­ar­fé­lagsins vegna ógreiddra launa verka­manna í félaginu.

Starfs­maður útvarps­stöðv­ar­innar sagði eftir­far­andi við Amnesty Internati­onal í fram­haldi af eyði­legg­ing­unni:

„Þetta mál skapar vont fordæmi fyrir frjálsa fjöl­miðlun í Nígeríu því þetta þýðir að ef stjórn­völd eru ósátt við störf fjöl­miðla­fólks geta aðilar á þeirra vegum elt það uppi og það sem verra er, komist upp með það refsi­laust.“

Enda þótt hæstiréttur Lafia í Nass­arawa-fylki hafi úrskurðað skaða­bætur þar sem að eyði­legg­ingin á útvarps­húsinu hafi verið ólögmæt, rætin og í ósam­ræmi við stjórn­skip­un­arlög hafa yfir­völd ekki orðið við því.

Tengt efni