Fréttir

19. maí 2023

Níkaragva: Kúgun og kerf­is­bundin mann­rétt­inda­brot undir ríkis­stjórn Ortega

Fimm ár eru liðin frá upphafi kúgun­ar­stefnu ríkis­stjórnar Níkaragva. Ekki sér fyrir endann á þessari stefnu sem miðar að því að kveða gagn­rýn­israddir í kútinn. Enn er verið að víkka hana út og finna nýjar leiðir til að brjóta á rétt­indum. Þetta kemur fram í skýrslu Amnesty Internati­onal.

Skýrslan, A cry for justice: 5 years of oppression and resist­ance in Nicaragua, greinir frá mann­rétt­inda­neyð sem ríkt hefur í landinu frá því að fólk flykktist út á götur þann 18. apríl 2018 til að mótmæla frið­sam­lega breyt­ingum á almanna­trygg­inga­kerfinu. Daniel Ortega, forseti landsins, ákvað að beita valdi til bæla niður óánægju en í kjöl­farið lágu rúmlega 300 einstak­lingar í valnum, rúmlega 2.000 særðust og hundruð voru hand­tekin að geðþótta.

Kúgun

Skýrslan greinir frá þeim helstu aðferðum sem ríkis­stjórn Daniel Ortega og Rosario Murillo vara­for­seta hefur beitt án eftir­lits eða án þess að sæta ábyrgð. Aðferðum á borð við óhóf­lega vald­beit­ingu, árásir á borg­ara­legt samfélag og þvingaða útlegð. Þessum aðferðum er beitt til að minnka smám saman borg­ara­legt rými og þagga niður í mann­rétt­inda­fröm­uðum, aðgerða­sinnum, fjöl­miðla­fólki og gagn­rýn­is­röddum sem eru andsnúin stjórn­völdum. Afleið­ingar þessara aðferða eru margs konar mann­rétt­inda­brot, þar á meðal varð­hald að geðþótta, pynd­ingar, þvinguð manns­hvörf, aftökur án dóms og laga og svipt­ingar ríkis­borg­ara­réttar að geðþótta.

„Með skrá­setn­ingu mála sem eru lýsandi fyrir mann­rétt­inda­brot í landinu sýnum við fram á að kúgun samfé­lagsins í Níkaragva er samfelld og fólk sem þorir að brýna raust sína sætir mismun­andi mann­rétt­inda­brotum fyrir að fordæma krísuna í landinu og krefjast rétt­inda sinna í Níkaragva.“

Erika Guevara-Rosas, fram­kvæmda­stjóri Amer­íku­svæð­isins hjá Amnesty Internati­onal.

Amnesty Internati­onal hefur safnað saman upplýs­ingum sem sýna að lögreglu­sveitir hafi beitt óhóf­legu valdi, oft í samstarfi við vopnaða hópa sem eru fylgj­andi stefnu stjórn­valda, og bera ábyrgð á geðþótta­varð­haldi í þúsundum talið á síðast­liðnum fimm árum. Banvænum vopnum hefur verið beitt við aðstæður sem alþjóðalög banna og leitt til dauða hundruð einstak­linga. Eftir­lits­að­ilar mann­rétt­inda hafa skil­greint þessi dauðs­föll sem aftökur án dóms og laga og er glæpur samkvæmt alþjóða­lögum.

Amnesty Internati­onal hefur stað­fest með gögnum frá borg­ara­legum samtökum í Níkaragva og opin­berum gögnum um mál frá árunum 2018 til 2023 að dóms­kerfið hefur verið yfir­tekið og í samstarfi við önnur yfir­völd í landinu hafi dóms­kerfið séð til þess að einstak­lingar sem álitnir eru gagn­rýnir á ríkis­stjórnina hafi fengið ósann­gjörn rétt­ar­höld.

 

Dómskerfið og fjölmiðlar

Málin sem fjallað er um í skýrsl­unni stað­festa að ríkis­stjórnin hefur notað dóms­kerfið í þeim tilgangi að ná valdi yfir og kúga þá einstak­linga sem eru álitnir stjórn­ar­and­stæð­ingar. Það hefur leitt til fang­elsis­vistar hundruð einstak­linga fyrir að nýta réttinn til að mótmæla frið­sam­lega, fordæma misbeit­ingu yfir­valda og fyrir að verja og efla mann­rétt­indi í Níkaragva.

Í skýrsl­unni er einnig greint frá kúgun sem ríkis­stjórn Níkaragva hefur beitt mann­rétt­inda­samtök og sjálf­stæða fjöl­miðla. Síðustu fimm ár hefur ríkis­stjórnin innleitt lög til að skerða tján­ingar- og funda­frelsið og hafið rógs­her­ferð gegn mann­rétt­inda­sam­tökum og frjálsum fjöl­miðlum ásamt ólög­mætum afskiptum af rekstri þeirra og glæpa­vætt starfs­fólk.

Á meðal algeng­ustu aðferð­anna gegn umræddum aðilum er að svipta þá rétt­ar­stöðu, gera áhlaup á skrif­stofur þeirra, gera eignir upptækar og hindra getu þeirra til að sinna starfi sínu. Mann­rétt­inda­fröm­uðir, fjöl­miðla­fólk og aðgerða­sinnar hafa sætt áreitni, hótunum og jafnvel líkams­árásum. Mörg þeirra hafa þurft að flýja land eða ákveðið að hætta störfum sínum tíma­bundið vegna ótta um öryggi sitt.

Mótmæli í Níkaragva

Óstöðugleiki

Skýrslan greinir einnig frá því hvernig stöðug kúgun veldur félags- og efna­hags­legum óstöð­ug­leika og að mann­rétt­inda­ástandið í Níkaragva frá 2018 hefur þvingað þúsundir til að flýja landið. Amnesty Internati­onal bendir á að fólki sem hefur verið þvingað að flýja Níkaragva á síðustu fimm árum beri að fá alþjóð­lega vernd.

Að lokum fjallar skýrslan um svipt­ingu ríkis­borg­ara­réttar af geðþótta en rúmlega 300 einstak­lingar hafa misst hann og margir þeirra eru ríkis­fangs­lausir sem setur þá í viðkvæma stöðu og er alvarleg hindrun til að nýta önnur rétt­indi á borð við réttinn til heilsu, mennt­unar og atvinnu. Amnesty Internati­onal minnir alþjóða­sam­fé­lagið á sameig­in­lega ábyrgð þess að veita þessu fólki alþjóð­lega vernd.

Að fimm árum liðnum frá því að mann­rétt­inda­neyð í Níkaragva hófst er því viðhaldið með því að grafa undan rétt­ar­ríkinu, sjálf­stæði dómsvaldsins hefur verið rýrt með breyt­ingum á lögum og eftir­lits­að­ilum mann­rétt­inda er ekki hleypt inn í landið.

Núna er þörfin enn meiri, alþjóða­sam­fé­lagið verður að grípa til samhæfðra aðgerða af ákveðni. Ekki aðeins með því að viður­kenna og fordæma kerf­is­bundin mann­rétt­inda­brot undir stjórn Daniel Ortega og Rosario Murillo, heldur einnig með þeim hætti að rétt­urinn til rétt­lætis, sann­leika og skaða­bóta séu tryggð fyrir þúsundir þolenda sem hafa sætt og sæta enn kúgun­ar­stefnu þar sem mann­rétt­indi eru fótum troðin.“

Erika Guevara-Rosas, fram­kvæmda­stjóri Amer­íku­svæð­isins hjá Amnesty Internati­onal.

Lestu einnig