Fréttir

12. september 2025

Nöfnum barna haldið á lofti á Þjóð gegn þjóð­armorði

Íslands­deild Amnesty Internati­onal tók þátt í fjölda­fund­inum Þjóð gegn þjóð­armorði á Aust­ur­velli laug­ar­daginn 6. sept­ember. Fjöl­mörg samtök, félög og verka­lýðs­félög stóðu að baki fund­inum og voru þátt­töku­fé­lögin vel á annað hundrað.

Þátt­taka almenn­ings var afar góð í veður­blíð­unni þar sem þúsundir komu saman til að styðja kröfur fund­arins um að íslensk stjórn­völd grípi til tafar­lausra og mark­vissra aðgerða gegn hópmorðinu á Palestínu­búum á Gaza Ljóst er að hörm­ung­arnar á Gaza eru mörgum hugleiknar og fólk vill leggja sitt af mörkum til að stöðva þær.

 

 

Let Children Live

Íslands­deildin og Barna­heill – Save the Children samein­uðust með tjald á svæðinu til að bjóða fólki að taka þátt í sameig­in­legu og alþjóð­legu herferð­inni LET CHILDREN LIVE. Þátt­tak­endum var boðið að skrá sig á vefsíðuna Let Children Live þar sem þeir fengu úthlutað nafni palestínsks barns sem er enn á lífi. Síðan bauðst þeim að fá spjald hjá okkur til að skrifa á og halda nöfnum barn­anna á lofti á fund­inum.

Fjöldi fólks lét málstaðinn sig varða og vildi minna á börnin sem eru enn á lífi á hernumda svæðinu í Palestínu. Rúmlega 200 spjöld með nöfnum barn­anna voru á lofti á fund­inum. Fjöl­mörg samþykktu einnig að láta taka mynd af sér með spjöldin sín.

Íslands­deildin er djúpt snortin af þeim undir­tektum sem herferðin fékk og þakkar öllum þátt­tak­endum kærlega fyrir að sýna samstöðu í verki. Saman höldum við á lofti nöfnum barna sem eru enn á lífi því við neitum að láta þessi börn verða að tölfræði.

Hápunktur herferð­ar­innar verður 13. sept­ember, daginn sem alls­herj­ar­þing Sameinuðu þjóð­anna hefur sett lokafrest fyrir Ísrael til að binda enda á hernámið í Palestínu. Herferð­inni mun síðan ljúka í október. Láttu ekki þitt eftir liggja.

👉🏼 Skráðu þig á letchildren­live.com
👉🏼 Fáðu úthlutað nafni palestínsks barns sem er enn á lífi og dreifðu því sem víðast á samfé­lags­miðlum.

Samstaða á fjöldafundinum

Haldið var á spjöld­unum fyrir herferðina Let Children Live , ásamt öðrum mótmæla­spjöldum og fánum, á meðan ræður og ýmis atriði fóru fram á sviðinu sem búið var að setja upp fyrir fundinn.

Á meðal þeirra sem héldu ræðu var Steinunn Þórð­ar­dóttir, formaður Lækna­fé­lags Íslands, sem benti á að Ísrael réðist kerf­is­bundið á heil­brigð­is­starfs­fólk. Amnesty Internati­onal hefur einnig vakið athygli á því og er hægt að skrifa undir ákall þar sem krafist er þess að palestínskur læknir verði leystur úr haldi.

 

Að lokum tók Páll Óskar Hjálm­týsson lagið með tveimur þekktum lögum um ástina til að minna á mikil­vægi hennar á tímum sem þessum og myndaði fólk hjörtu með höndum til að sýna samstöðu.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir teknar á fjölda­fund­inum sem sýna samstöðuna á fund­inum.

 

Lestu einnig