Fréttir
12. september 2025Íslandsdeild Amnesty International tók þátt í fjöldafundinum Þjóð gegn þjóðarmorði á Austurvelli laugardaginn 6. september. Fjölmörg samtök, félög og verkalýðsfélög stóðu að baki fundinum og voru þátttökufélögin vel á annað hundrað.
Þátttaka almennings var afar góð í veðurblíðunni þar sem þúsundir komu saman til að styðja kröfur fundarins um að íslensk stjórnvöld grípi til tafarlausra og markvissra aðgerða gegn hópmorðinu á Palestínubúum á Gaza Ljóst er að hörmungarnar á Gaza eru mörgum hugleiknar og fólk vill leggja sitt af mörkum til að stöðva þær.
Let Children Live
Íslandsdeildin og Barnaheill – Save the Children sameinuðust með tjald á svæðinu til að bjóða fólki að taka þátt í sameiginlegu og alþjóðlegu herferðinni LET CHILDREN LIVE. Þátttakendum var boðið að skrá sig á vefsíðuna Let Children Live þar sem þeir fengu úthlutað nafni palestínsks barns sem er enn á lífi. Síðan bauðst þeim að fá spjald hjá okkur til að skrifa á og halda nöfnum barnanna á lofti á fundinum.
Fjöldi fólks lét málstaðinn sig varða og vildi minna á börnin sem eru enn á lífi á hernumda svæðinu í Palestínu. Rúmlega 200 spjöld með nöfnum barnanna voru á lofti á fundinum. Fjölmörg samþykktu einnig að láta taka mynd af sér með spjöldin sín.
Íslandsdeildin er djúpt snortin af þeim undirtektum sem herferðin fékk og þakkar öllum þátttakendum kærlega fyrir að sýna samstöðu í verki. Saman höldum við á lofti nöfnum barna sem eru enn á lífi því við neitum að láta þessi börn verða að tölfræði.
Hápunktur herferðarinnar verður 13. september, daginn sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur sett lokafrest fyrir Ísrael til að binda enda á hernámið í Palestínu. Herferðinni mun síðan ljúka í október. Láttu ekki þitt eftir liggja.
👉🏼 Skráðu þig á letchildrenlive.com
👉🏼 Fáðu úthlutað nafni palestínsks barns sem er enn á lífi og dreifðu því sem víðast á samfélagsmiðlum.
Samstaða á fjöldafundinum
Haldið var á spjöldunum fyrir herferðina Let Children Live , ásamt öðrum mótmælaspjöldum og fánum, á meðan ræður og ýmis atriði fóru fram á sviðinu sem búið var að setja upp fyrir fundinn.
Á meðal þeirra sem héldu ræðu var Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, sem benti á að Ísrael réðist kerfisbundið á heilbrigðisstarfsfólk. Amnesty International hefur einnig vakið athygli á því og er hægt að skrifa undir ákall þar sem krafist er þess að palestínskur læknir verði leystur úr haldi.
Að lokum tók Páll Óskar Hjálmtýsson lagið með tveimur þekktum lögum um ástina til að minna á mikilvægi hennar á tímum sem þessum og myndaði fólk hjörtu með höndum til að sýna samstöðu.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir teknar á fjöldafundinum sem sýna samstöðuna á fundinum.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu