Fréttir

20. maí 2020

Opið fyrir umsóknir á Sumar­ráð­stefnu Amnesty 2020

Ráðstefnan fer fram á Laug­ar­vatni dagana 16. – 19. júlí og verður haldin í Héraðs­skól­anum. Stað­setn­ingin er frábær og nátt­úran yndisleg;  fjall­lendi, Laug­ar­vatn og græn svæði. Þátt­tak­endum verður boðið í Fontana heilsu­lind þar sem er að finna potta og gufur við vatnið.

Sumar­ráð­stefna ungl­iða­hreyf­ingar Íslands­deildar Amnesty Internati­onal

Í júlí ár hvert koma saman full­trúar ungl­iða­hreyf­inga Amnesty Internati­onal á Norð­ur­lönd­unum sem brenna fyrir mann­rétt­indi og betri heimi. Þar sem kórónu­veirufar­ald­urinn kemur í veg fyrir að slík ráðstefna verði haldin erlendis í ár ætlar Íslands­deild Amnesty að bjóða ungum aðgerða­sinnum á sumar­ráð­stefnu á Laug­ar­vatni. Þetta verður án efa hápunktur ungl­ið­a­starfsins þetta sumarið og frábært tæki­færi til að kynnast starfi Amnesty Internati­onal, nýju fólki og sækja innblástur. Þátt­tak­endur sitja  fyrir­lestra, taka þátt í vinnu­smiðjum og skipu­leggja aðgerð­astarf ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar.

 

 • Ráðstefnan fer fram á Laug­ar­vatni dagana 16. – 19. júlí og verður haldin í Héraðs­skól­anum.
 • Stað­setn­ingin er frábær og nátt­úran yndisleg;  fjall­lendi, Laug­ar­vatn og græn svæði.
 • Þátt­tak­endum verður boðið í Fontana heilsu­lind þar sem er að finna potta og gufur við vatnið. Þá er á dagskránni  útieldun og nátt­úru­ferð svo eitt­hvað sé nefnt.

Full­bókað á ráðstefnuna

Þau sem vilja fara á biðlista ef pláss skildi losna sendið póst á hera@amnesty.is

Þema ráðstefnunnar

Þema ráðstefn­unnar er tján­ing­ar­frelsið og fáum við góða gesti til þess að fjalla um það með okkur, veita okkur innblástur og hugmyndir fyrir aðgerð­a­starfið. Á meðal gesta verða:

 • Birgitta Jóns­dóttir aðgerðasinni, skáld og stjórn­mála­kona
 • Sue Gollifer aðjúnkt við menntavís­inda­svið Háskóla Íslands
 • Herferð­a­stýra og lögfræði­legur ráðgjafi Íslands­deildar Amnesty Internati­onal

Með þátt­töku á sumar­ráð­stefn­unni færðu tæki­færi til að dýpka þekk­ingu þína á aðgerð­a­starfi og efla þig sem aðgerða­sinna, læra meira um tján­ing­ar­frelsið og verða partur af frábær­asta hópi landsins sem stendur vörð um mann­rétt­indi með ýmsum hætti. Umsókn­ar­frestur er til 5. júní 2020.

Gagn­legar upplýs­ingar fyrir Sumar­ráð­stefnuna 2020:

 • Þátt­tak­endur eru á aldr­inum 16 – 24 ára
 • Þátt­tak­endur yngri en 18 ára þurfa samþykki foreldra og að skila inn leyf­is­bréfi
 • Þátt­töku­gjald er 5.000 krónur en helm­ing­urinn fæst endur­greiddur eftir þátt­töku á ráðstefn­unni
 • Innifalið í þátt­töku­gjaldi eru ferðir til og frá Laug­ar­vatni (frá Reykjavík), gisting og matur, ferð í Fontana, allar fræðslur og önnur dagskrá
 • Á ráðstefn­unni er töluð íslenska og enska
 • Umsóknir skal senda á netfangið hera@amnesty.is
 • Hámark þátt­tak­enda er 16
 • Ráðstefnan verður haldin 16. – 19. júlí 2020
 • Umsókn­ar­frestur er til 5. júní 2020

Lestu einnig