Góðar fréttir

23. október 2019

Norður-Írland: Afglæpa­væðing þung­un­ar­rofs sigur fyrir rétt­indi kvenna

Í gær, þann 22. október 2019, var hætt við allar málsóknir vegna þung­un­ar­rofs. Bresk stjórn­völd eru skyldug að tryggja að reglu­gerð fyrir öruggt þung­unarurof verði tilbúin 31. mars 2020. Það þýðir að felldar verða niður allar ákærur gegn móður sem stóð frammi fyrir fang­elsis­vist fyrir að kaupa lyf til þung­un­ar­rofs handa 15 ára dóttur sinni.

„Þetta eru mikilvæg tímamót og byrjun á nýju tíma­bili fyrir Norður-Írland, þar sem við erum frjáls undan kúgandi lögum sem beinast gegn líkama okkar og heil­brigð­is­þjón­ustu. Nú þarf ekki að fela þung­un­arrof þegar það er lífs­nauð­syn­legt. Fólk getur fengið stuðning frá læknum, ljós­mæðrum og öðru heil­brigð­is­starfs­fólki án ótta við að vera tilkynnt til lögreglu eða ákært,“

Grainne Teggart herferð­ar­stjóri Amnesty Internati­onal fyrir Norður-Írland.

Þó ekki sé ætlast til að heim­il­is­læknar skrifi lyfseðla fyrir lyfjum til þung­un­ar­rofs snemma á meðgöngu þá geta þeir gert það ef talin er þörf á. Snemma á næsta ári verður þjón­usta fyrir þung­un­arrof í boði á Norður-Írlandi. Þangað til verður kostn­aður vegna ferða­laga fyrir þung­un­arrof greiddur af breskum stjórn­völdum.

„Loksins er farið með þung­un­arrof sem heil­brigð­ismál og ákvörðun tekin í samráði við lækni í stað þess að vera lögreglu- og dómsmál. Heil­brigð­is­starfs­fólk getur nú veitt konum heil­brigð­is­þjón­ustu án ótta við málsókn,“

Sara Ewart, sem þurfti að ferðast úr landi fyrir þung­un­arrof eftir að fóstur sem hún gekk með var greint ólíf­væn­legt.

Lestu einnig