Skýrslur

29. ágúst 2025

Sýrland: Ný ríkis­stjórn þarf að tryggja réttinn til sann­leikans, rétt­lætis og skaða­bóta

Ríkis­stjórn Sýrlands þarf skuld­binda sig skil­yrð­is­laust til tryggja réttinn til sann­leikans, rétt­lætis og skaða­bóta vegna tuga þúsunda horf­inna einstak­linga með því hefja leit þar í landi þeim sem enn hafa ekki fundist og sjá til þess gerendur sæti ábyrgð. Þetta kemur fram í skýrslu Amnesty Internati­onal sem er birt í tilefni af alþjóða­degi fórn­ar­lamba þving­aðra manns­hvarfa þann 30. ágúst, og níu mánuðum eftir fall ríkis­stjórnar Bashar al-Assads.   

 

Mynd: Ali Haj Suleiman

 

Rannsóknin

Skýrslan Truth Still Buried: The struggle for justice of disapp­eared people’s families in Syria greinir frá því hvernig örvænt­inga­fullar fjöl­skyldur flykktust á fyrrum varð­halds­stöðvar, fang­elsi, líkhús og fjölda­gra­freiti í kjölfar þess að Bashar al-Assad var steypt af forseta­stóli þann 8. desember 2024. 

Skýrslan er byggð á viðtölum við 21 viðmæl­anda: fjöl­skyldu­með­limi, eftir­lif­endur og full­trúa frá samtökum þolenda manns­hvarfa, og voru þau tekin á tíma­bilinu maí til júní 2025.  

Þar er gerð grein fyrir djúpum harmi og endur­teknum áföllum sem fjöl­skyldur hinna horfnu hafa mátt þola en hafa enn ekki fengið nein svör þrátt fyrir að hafa lengi vonast eftir því að ástvinir þeirra myndu birtast frá þeim alræmdu varð­halds­stöðvum og fang­elsum þar sem þeir voru í haldi. 

Varpað er ljósi á þær þján­ingar sem fyrrum fangar og fjöl­skyldur horf­inna fanga gengu í gegnum þegar mikilvæg sönn­un­ar­gögn týndust eða voru eyði­lögð eftir fall Assad-stjórn­ar­innar á sama tíma og meintir gerendur ganga lausir.  

Skýrslan lýsir baráttu fjöl­skyldna horf­inna ástvina í barátt­unni fyrir rétt­indum sínum sem meðal annars hafa sett upp „sann­leik­stjöld“ víðs vegar um Sýrland þar sem fólk getur safnast saman opin­ber­lega, heiðrað ástvini sína og krafist rétt­lætis.   

Fjöl­skyldur horf­inna ástvina í Sýrlandi hafa þolað rúmlega áratugalanga þján­ingu og óvissu. Fall fyrrum stjórn­ar­innar gefur vonarglætu en óttinn við bæði meintir gerendur fái ganga lausir og leitin þeim sem er saknað verði ófull­nægj­andi veldur enn frekari áföllum.

Kristine Beckerle, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri svæð­is­skrif­stofu Mið-Aust­ur­landa og Norður-Afríku hjá Amnesty Internati­onal.  

Kröfur

Skýrslan beinir athygl­inni að helstu kröfum fjöl­skyldna horf­inna ástvina:  

  • Að komast að sann­leik­anum um örlög þeirra.
  • Að rétt­læti verði tryggt, meðal annars með því að láta gerendur sæta ábyrgð.
  • Að tryggja bætur og stuðning. Það getur falið í sér fjár­hags­legan, sálrænan, félags­legan og heilsu­fars­legan stuðning, þar á meðal að viður­kenna reynslu þolenda.
  • Að ný ríkis­stjórn tryggi að þvinguð manns­hvörf eigi sér ekki aftur stað í Sýrlandi. 

 

„Rétt­urinn til sann­leikans, rétt­lætis og skaða­bóta fyrir hina horfnu í Sýrlandi þarf að vera settur í  forgang  hjá ríkis­stjórn­inni, þar með talið með því að tryggja sjálf­stæði nýrrar nefndar um málefni hinna horfnu (e. Nati­onal Comm­ission for the Missing) og tryggja viðeig­andi fjár­mögnun og samstarf milli allra ríkis­stofnana. Þjáning fjöl­skyldna sem bíða eftir svörum um örlög og stað­setn­ingu ástvina sinna eykst með hverjum deginum sem líður“  

Kristine Beckerle, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri svæð­is­skrif­stofu Mið-Aust­ur­landa og Norður-Afríku hjá Amnesty Internati­onal.  

   

Á árunum 2011 til 2024 er talið að meira en 100.000 einstak­lingar hafi horfið í Sýrlandi. Lang­flestir hurfu í alræmdum fang­elsum og varð­halds­stöðvum undir stjórn Assads. Þúsundir annarra hurfu af völdum vopn­aðra hópa stjórn­ar­and­stöð­unnar. 

Stofnun nefndar um málefni hinna horfnu þann 17. maí 2025 var mikil­vægt fyrsta skref í átt að sann­leika, rétt­læti og bótum. Yfir­maður nefnd­ar­innar sagði að kjarna­verk­efni ráðsins væru stuðn­ingur [við þolendur manns­hvarf­anna] og skrán­ingar, sem felur meðal annars í sér uppbygg­ingu á innlendum gagna­grunni til að halda skrá yfir horfna einstak­linga, safna DNA-sýnum og að byggja upp rétt­ar­lækn­is­fræði­lega hæfni innan­lands með alþjóð­legu samstarfi. 

Sama dag og sýrlenska ríkis­stjórnin stofnaði nefndina um málefni hinna horfnu var einnig sett á lagg­irnar nefnd um rétt­læti (e. Nati­onal Comm­ission for Transiti­onal Justice), sem er ætlað að „afhjúpa sann­leikann um alvarleg brot fyrrum stjórn­valda, draga gerendur til ábyrgðar í samvinnu við viðeig­andi yfir­völd, greiða þolendum bætur og setja megin­reglu til að koma í veg fyrir að brot sem þessi endur­taki sig og ná þjóð­arsátt“. Umboð nefnd­ar­innar þarf að útvíkka svo það nái einnig til glæpa sem vopnaðir hópar frömdu og er bann­aðir samkvæmt alþjóða­lögum. 

Réttur til sannleikans, réttlætis og skaðabóta

Wasel Hamideh, bróðir eins sem sætti þvinguðu manns­hvarfi, sagði:

„Við fjöl­skyldur horfinna ástvina krefj­umst rétt­lætis fyrir alla þolendur, þau sem misstu ástvini undir ríkis­stjórn Assad og af völdum annarra vopnaðra aðila. tryggja réttlæti og draga gerendur til ábyrgðar er eina trygg­ingin fyrir þ þjáning okkar endur­taki sig ekki. Þ er eina leiðin til tryggja v búum í landi sem virðir réttar­ríkið.

Amnesty Internati­onal hefur skráð mannrán á níu mánaða tíma­bili frá því að stjórn Assads var steypt af stóli, þar sem núver­andi stjórn­völd hafa brugðist þeirri skyldu að rann­saka málin tafar­laust, ítar­lega og óhlut­drægt eða draga gerendur til ábyrgðar. 

  

Sýrlenska stjórnin verður fallast á kröfur fjöl­skyldna þolend­anna um réttur þeirra til sann­leikans, rétt­lætis og skaðabóta verði settur í forgang. Ríkis­stjórnir um heim allan sem veita styrki verða einnig veita fjár­mögnun og alhliða stuðning til samtaka fjöl­skyldna og hópa þolenda sem aðstoða þolendur manns­hvarfa rétt­indi sín virt.

Kristine Beckerle, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri svæð­is­skrif­stofu Mið-Aust­ur­landa og Norður-Afríku hjá Amnesty Internati­onal.  

Án sann­leikans, rétt­lætis og skaða­bóta munu sár Sýrlend­inga aldrei gróa um heilt. Stjórn­völd verða að fram­kvæma tafar­lausar rann­sóknir á öllum glæpum sem brjóta alþjóðalög og sjá til þess að þær séu ítar­legar, óháðar, óhlut­drægar og gagn­sæjar. Þau verða að tryggja að þolendur og fjöl­skyldur þeirra fái fullar og full­nægj­andi skaða­bætur og stuðning með skil­virkum hætti, þar á meðal með endur­hæf­ingu og komið verði í veg fyrir að þetta endur­taki sig.

 

   

Lestu einnig