Fréttir

18. febrúar 2019

Nýi vefurinn okkar tilnefndur til íslensku vefverð­laun­anna

Nýr vefur Íslands­deildar Amnesty Internati­onal hefur verið tilnefndur til íslensku vefverð­laun­anna í flokki samfé­lagsvefja. Íslensku vefverð­launin, uppskeru­hátíð vefiðn­að­arins á Íslandi, verða haldin á vegum Samtaka vefiðn­að­arins (SVEF) þann 22. febrúar.

Nýi vefurinn fór í loftið í október 2018 og hefur fengið frábær viðbrögð. Hönn­un­ar­stofan Kolofon sá um forritun og hönnun á síðunni.

Verð­laun eru veitt í 11 flokkum, þar að auki verða sérstök verð­laun fyrir hönnun og viðmót sem og vef ársins. Einnig verður veitt viður­kenning fyrir aðgengi­leg­asta vefinn. Hér má sjá hvaða vefir eru tilnefndir í sama flokki:

Samfé­lagsvefur

– Bleika slaufan
– Fólkið í Eflingu
– Íslands­deild Amnesty Internati­onal
– Velvirk.is
– Umferð­ar­vefur Samgöngu­stofu

Lestu einnig