Tilkynning

29. mars 2021

Nýr aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal

Amnesty Internati­onal hefur ráðið nýjan aðal­fram­kvæmda­stjóra, Agnèsi Callamard sérfræðing í mann­rétt­indum, sem hefur form­lega störf í dag, þann 29. mars 2021. Agnès Callamard gengur til liðs við stærstu óháðu mann­rétt­inda­samtök heims í kjölfar starfa sinna sem sérstakur skýrslu­gjafi Sameinuðu þjóð­anna um aftökur án dóms og laga. Í því hlut­verki leiddi hún mikil­vægar rann­sóknir, þeirra á meðal rann­sókn á morðinu á sádi-arab­íska blaða­mann­inum Jamal Khashoggi.

Sem aðal­fram­kvæmda­stjóri verður Agnès Callamard æðsti fram­kvæmda­stjóri alþjóða­skrif­stofu samtak­anna og helsti tals­maður alþjóða­hreyf­ingar Amnesty Internati­onal sem er með tíu millj­ónir stuðn­ings­aðila um heim allan og deildir í 70 löndum.

Glæsilegur ferill

Agnès Callamard er franskur ríkis­borgari sem á glæsi­legan feril að baki í störfum á sviði mann­rétt­inda við háskóla, hjá frjálsum félaga­sam­tökum og Sameinuðu þjóð­unum. Hún var óháður mann­rétt­inda­sér­fræð­ingur hjá Sameinuðu þjóð­unum á sama tíma og hún stýrði verk­efni hjá Columbia-háskóla um tján­ing­ar­frelsi (Global Freedom of Expression). Áður starfaði hún sem fram­kvæmda­stjóri hjá ARTICLE 19, samtökum um tján­ing­ar­frelsi og var jafn­framt stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri hjá HAP Internati­onal (Humanit­arian Accounta­bility Partnership) sem vinnur að því að auka ábyrgð­ar­skyldu í mann­úð­ar­störfum vegna neyð­ar­ástands.

Hún starfaði fyrir Amnesty Internati­onal árin 1995-2001, meðal annars sem hægri hönd þáver­andi aðal­fram­kvæmda­stjóra Pierre Sané. Hún hefur leitt rann­sóknir á mann­rétt­indum í yfir 30 löndum og gefið út efni um mann­rétt­indi, kven­rétt­indi, tján­ing­ar­frelsi, flótta­fólk og aðferða­fræði fyrir mann­rétt­ind­a­rann­sóknir.

„Á tímum þar sem mann­rétt­indum er ógnað um heim allan á fordæm­is­lausan hátt leiðir Agnès Callamard hreyf­ingu Amnesty Internati­onal áfram með hvatn­ingu og samein­ingu til að takast á við þessar áskor­anir. Hún er gríð­ar­lega hæf til að leiða hreyf­inguna. Við erum himin­lif­andi yfir ákvörðun hennar að samþykkja að takast á við þessar áskor­anir og leiða okkur af krafti yfir í næsta áfanga.“

Sarah Beamish, formaður alþjóða­stjórnar í tilkynn­ingu um ráðn­inguna.

Aðal­fram­kvæmda­stjóri var ráðinn af alþjóða­stjórn Amnesty Internati­onal til fjög­urra ára til að byrja með eftir víðtæka leit um heim allan og tekur Agnès Callamard við af Julie Verhaar sem starfaði tíma­bundið sem aðal­fram­kvæmd­stjóri til bráða­birgða.

„Ítar­legar rann­sóknir og öflugar herferðir Amnesty Internati­onal eru enn mikil­vægari en áður þar sem stjórn­völd og fyrir­tæki reyna að þagga niður í þeim sem fjalla um brot þeirra, hagræða sann­leik­anum, og grafa undan eða hafna mann­rétt­indum. Það er mér mikill heiður að taka við starfi sem aðal­fram­kvæmda­stjóri og starfa með öllu stuðn­ings­fólki Amnesty Internati­onal um heim allan til að við getum í samein­ingu varið og krafist verndar mann­rétt­inda fyrir alla.“

Agnès Callamard, nýráðinn aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Að lokum þakkar Amnesty Internati­onal Julie Verhaar kærlega fyrir störf sín sem tíma­bundinn aðal­fram­kvæmda­stjóri og óskar henni velfarn­aðar í sínum störfum. Íslands­deild Amnesty Internati­onal fagnar nýjum aðal­fram­kvæmda­stjóra og býður Agnès Callamard velkomna til starfa.

 

Lestu einnig