Tilkynning

24. maí 2024

Opið fyrir umsóknir á norrænan ungl­iða­fund í Svíþjóð

Á síðast­liðnu ári var Norræna ungl­iðaráð Amnesty Internati­onal stofnað og í því sitja tveir ungl­iðar frá Danmörku, Finn­landi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Markmið ungl­iða­ráðsins er að gefa ungu fólki vett­vang til að kynnast hvert öðru, efla leið­toga­hæfi­leika sína og hafa áhrif á mann­rétt­ind­astarf Amnesty Internati­onal á Norð­ur­lönd­unum. 

Þann 22.-25. ágúst næst­kom­andi býður Norræna ungl­iða­ráðið fimm ungl­iðum frá Íslandi til fundar og vinnu­smiðju í Svíþjóð. Tvö pláss hafa þegar verið fyllt af full­trúum Íslands­deildar í ráðinu, og eru því þrjú pláss laus til umsóknar. Íslands­deild Amnesty Internati­onal greiðir fyrir flug, samgöngur, gist­ingu og mat á meðan ferð­inni stendur.   

Norræni fund­urinn er ætlaður 18-24 ára gömlum ungl­iðum sem vilja hafa meiri áhrif innan Amnesty Internati­onal. Þetta er einstakt tæki­færi til að kynnast öðrum ungl­iðum frá Norð­ur­lönd­unum sem og deila þekk­ingu og reynslu í fallegu umhverfi Stokk­hólms í Svíþjóð! 

Umsókn­ar­frestur er til 6. júní. Hægt er að sækja um hér. 

Yfir­skrift fund­arins þetta árið er Mannrétt­inda­neyð á Gaza og í Palestínu. 

Þátt­tak­endum gefst tæki­færi til að: 

  • Fá dýpri innsýn í sögu og aðstæður í dag 
  • Deila reynslu og taka þátt í umræðum 
  • Spjalla við sérfræð­inga og sérstaka gesti fund­arins 
  • Skipu­leggja mann­rétt­inda­að­gerð sem fram­kvæmd verður samtímis á öllum Norð­ur­lönd­unum 

Til að fræðast meira um Norræna ungl­iða­ráðið má fylgjast með Insta­gram reikn­ingi ráðsins hér. Einnig er hægt að senda fyrir­spurnir á meðlimi ráðsins, Askur Hrafn Hann­esson (askur­hrafn@gmail.com) og Edda Sól Arth­urs­dóttir (edda­arth@gmail.com), eða til Árna Kristjáns­sonar, ungliða og aðgerða­stjóra, arni@amnesty.is.

Lestu einnig