SMS

15. nóvember 2018

Pakistan: Kona ásökuð um guðlast í hættu

Aasia Noreen, kölluð Aasia Bibi, er krist­innar trúar og starfaði á sveita­býli. Árið 2010 var hún fundin sek um guðlast og dæmd til dauða. Þrátt fyrir að hafa verið sýknuð af öllum ákæru­liðum í hæsta­rétti létu pakistönsk yfir­völd undan kröfum víga­sveita um að senda málið til hæsta­réttar að nýju og banna Aasiu Bibi að ferðast úr landi.

Aasia Bibi er 54 ára gömul fimm barna móðir. Síðustu átta árum hefur hún eytt á dauða­deild og bíður áfrýj­unar dóms síns. Það var í nóvember 2010 sem hún var dæmd til dauða fyrir guðlast en hún var sökuð um að hafa móðgað Múhameð spámann með því að bjóða samstarfs­manni sínum vatns­glas. Samstarfs­mað­urinn brást ókvæða við vegna þess að glasið væri „óhreint“ vegna trúar­skoðana Aasiu Bibi. Kristnir Pakist­anar í Punjab, þaðan sem Aasia Bibi er ættuð, eru fórn­ar­lömb trúar­legrar mismun­unar og vegna uppruna síns sem Dalíti en Dalítar eru erfða­stétt sem áður fyrr var álitin „óhrein“.

Þann 31. október síðast­liðinn, þremur árum eftir að hæstiréttur samþykkti að taka áfrýjun Aasiu Bibi til skoð­unar, var hún sýknuð af öllum ákæru­liðum á grund­velli ónógra sönn­un­ar­gagna. Eftir að dómur var upp kveðinn brutust út ofbeld­is­full mótmæli í stærstu borgum Pakistans þar sem víga­sveitir settu upp vega­hindr­anir og kveiktu í ökutækjum. Forsæt­is­ráð­herra landsins, Imran Khan, kom fram í sjón­varps­við­tali til að verja dóms­úrskurðinn og fordæma ofbeldið. Eftir að mótmælin höfðu staðið yfir í tvo daga létu stjórn­völd undan.

Full­trúar stjórn­valda hófu samn­inga­við­ræður við leið­toga víga­sveit­ar­innar Tehreek-e-Labbayk sem leiddi mótmælin og féllust á að nafn Aasiu Bibi yrði sett á lista þeirra sem mega ekki fara úr landi og að hæstiréttur tæki fyrir áskorun um að snúa við sýknu­dóm­inum. Aasia Bibi situr enn í fang­elsi og bíður úrskurðs hæsta­réttar.

Líf Aasiu Bibi og fjöl­skyldu hennar er í mikill hættu þar sem þeim er stöðugt ógnað. Aðrir fangar hafa ráðist á Aasiu Bibi í fang­elsinu og ef hæstiréttur snýr sýknu­dómnum við á hún yfir höfði sér dauðadóm. Ef hún verður látin laus munu víga­sveit­irnar ógna lífi hennar og koma í veg fyrir að hún geti flúið land.

Sms-félagar krefjast þess að hæstiréttur í Pakistan standi við sýknudóm sinn og sjái til þess að Aasia Bibi verði tafar­laust leyst úr haldi, að hún og fjöl­skylda hennar hljóti vernd til að komast úr landi og eigi kost á að sækja um alþjóð­lega vernd. Einnig krefj­umst við þess að dómarar hæsta­réttar og aðrir embætt­is­menn hljóti vernd gegn ógnum og ofbeldi víga­sveita og að lög er varða guðlast og mismunun minni­hluta­hópa verði afnumin.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér.

Lestu einnig